Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 44

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 44
að gert í tilvikum þar sem starfsmenn áttu við langvinn veikindi að stríða. Segja má að VIRK sé að mestu séríslensk hugmynd – það er að stéttarfélög og atvinnurekendur taki höndum saman á þennan hátt. Fyrirkomulag varðandi veikindi starfsfólks á Íslandi er að mörgu leyti ólíkt því sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Hér á landi bera aðilar vinnumarkaðarins svo mikla ábyrgð. Fólk fær greidd laun í langan tíma frá atvinnurekanda en á hinum Norðurlöndunum tekur hið opinbera við launagreiðslum eftir tvær til þrjár vikur. Þarna er stór munur. Í Bandaríkjunum og Þýskalandi er til dæmis starfsendurhæfing tengd framfærslu fólks. Atvinnurekendur tryggja sig þá gagnvart veikindum starfsfólks. Tryggingafélögin sjá svo um starfsendurhæfinguna því þau bera ábyrgð á greiðslum. Það er eðlilegt hér á landi að aðilar vinnu- markaðarins sjái um starfsendurhæfingu því þeir bera svo mikla ábyrgð á greiðslum til starfsmanna í veikindum. Hér er langur veikindaréttur og einnig koma þarna inn í sjúkrasjóðir stéttarfélaganna. Þeir síðarnefndu greiða kannski áttatíu prósent af launum í sex mánuði eftir að veikindarétti lýkur. Loks eru það lífeyrissjóðirnir sem greiða háar upphæðir í örorkulífeyrisgreiðslur. Starfsemi VIRK er því ekki að erlendri fyrirmynd en eðlileg miðað við íslenskar aðstæður. Stofnun VIRK finnst mér bera vott um mikla framsýni hjá aðilum vinnumarkaðarins. Þeir Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson áttu þarna stóran hlut að máli, brunnu fyrir því og lögðu mikið á sig til að koma stofnun VIRK á fót.“ Fyrstu starfsdrögin skrifuð á ælupoka frá Croatia Airlines Hvernig hófst starfsemi VIRK? „Ég hóf störf hjá VIRK 15. ágúst 2008. Starf framkvæmdastjóra þessa nýstofnaða endurhæfingarsjóðs hafði verið auglýst en ég var þá í ágætu starfi hjá Glitni – stýrði þar þjónustuborðI í upplýsingatækni og leið vel. Áður hafði ég um tíma verið í starfi sem mér líkaði ekki að öllu leyti. Ég hafði haft vit á að segja strax upp og fékk mjög fljótt starfið hjá Glitni. Ég var svo skamma stund atvinnulaus að ekki er hægt á neinn hátt að leggja það að jöfnu við erfiðleika sem margt fólk mátti reyna í kjölfar hrunsins eða af öðrum orsökum. Fann þó aðeins á eigin skinni hve gríðarlegt óöryggi fylgir að hafa ekki starf og hef því skilning á slíkum aðstæðum. Ég hafði satt að segja, þegar auglýsingin umrædda var birt, ekki hugmynd um að Glitnir stæði illa. Ég man að ég skoðaði auglýsingu eftir framkvæmdastjóra fyrir VIRK og hugsaði með mér að nánast allt það sem þar var óskað eftir ætti vel við mig. Leitað var að manneskju sem hefði reynslu Niðurskurður sem varð í kjölfar hrunsins í heil- brigðisgeiranum hefur til dæmis valdið því að við erum að fá til okkar hjá VIRK of veikt fólk. Það er vandi sem þarf að vinda ofan af í samstarfi við heilbrigðiskerfið.“ Við undirritun nýrrar skipulagsskráar fyrir Starfsendurhæfingarsjóð í janúar 2009. 44 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.