Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 60

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 60
UNDANFARIN ÁR HEFUR ORÐIÐ MIKIL AUKNING Á KVÍÐA-, ÞUNGLYNDIS- OG VEFJAGIGTARGREININGUM BÆÐI HÉR Á LANDI OG ERLENDIS OG SUM STAÐAR ER FARIÐ AÐ TALA UM FARALDUR KVÍÐA OG ÞUNGLYNDIS. G reinarhöfundur hefur lengi haft áhuga á mismunagreiningum og veltir fyrir sér hvort „einfaldar“ orsakir einkenna á borð við depurð og útbreidda verki svo sem D-víta- mínskortur, járnskortur, B-12 vítamín skortur og skjaldvakabrestur (vanstarfsemi skjaldkirtils) hafi þurft að víkja fyrir öðrum sjúkdómsgreiningum sem oft á tíðum þarfn- ast langtíma lyfjameðferðar? Dæmi eru um að einstaklingur með þunglyndisgreiningu hafi farið í gegnum margra mánaða starfs- endurhæfingu án árangurs, en reyndist síðan vera með alvarlegan B-12 skort sem meðhöndla hefði þurft frá upphafi. Greiningar á borð við kvíða, þunglyndi og vefjagigt eru þess eðlis að erfitt er að staðfesta þær á óyggjandi vísindalegan hátt s.s. með blóðprufum eða myndatökum og byggist greining þeirra á skimunarlistum og einkennagreiningum. Á sama tíma er hægt að útiloka að einkenni stafi af skorti á nauðsynlegum efnum eða skjaldvakabresti með blóðprufu og þannig mögulegt að finna þá einstaklinga sem þarfnast oft á tíðum frekar einfaldrar meðhöndlunar í stað jafnvel langtíma lyfjameðferðar með tilheyrandi óþægindum og tilkostnaði. Auk þess er þá rétt orsök einkenna ekki meðhöndluð og getur með tímanum orðið erfiðari viðfangs. Sem dæmi er mjög mikilvægt að greina B12 skort tímanlega því ef hann er ekki meðhöndlaður getur það valdið einkennum frá taugakerfi og jafnvel alvarlegum blóðsjúkdómum1. Þess má geta að á vef WebMD, sem yfir 100 heilbrigðisstarfsmenn koma að, kemur fram að við greiningu á þunglyndi panti læknir í flestum tilfellum blóðprufur til að útiloka m.a. skjaldkirtilsvanda og D-vítamínskort2. Greinarhöfundur er ekki að halda því fram að allir með fyrrnefndar greiningar séu ranglega greindir heldur að benda á að það hljóti að vera hagur allra að útiloka sem flestar mismunagreiningar áður en sjúkdómsgreiningar fyrir langvarandi vanda eru settar fram og spurning hvort sú stefna að spara blóðprufur almennt leiði til raunverulegs sparnaðar. Algengi þunglyndis og kvíða fer hratt vaxandi og samkvæmt nýrri íslenskri meistara- rannsókn mælast um þriðjungur eða 34,4% háskólanema á Íslandi með einkenni þunglyndis og tæp 20% með einkenni kvíða. Niðurstöðurnar eru nokkuð sambærilegar við það sem er að gerast erlendis og virðist þróunin vera sú að einkennin fara versnandi3. Þessar niðurstöður eru einnig ERUM VIÐ NÆGILEGA „GREIND“? INGIBJÖRG LOFTSDÓTTIR sviðsstjóri rýnisviðs VIRK 60 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.