Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 67

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 67
 VIRK EINSTAKLINGSMIÐAÐUR STUÐNINGUR Á VINNUMARKAÐI MIKILVÆGUR ÞÁTTUR VARÐ- ANDI ALMENN LÍFSGÆÐI FELST Í AÐ VERA Í EINHVERS KONAR VIRKNI OG UPPLIFA TILGANG MEÐ LÍFINU. Óvirkni og tilgangsleysi eru slæm blanda og afleiðingarnar eru dýrkeyptar fyrir einstaklinga og samfélög í heild sinni. Atvinnuþátttaka snýst um svo margt annað en afkomu og því mikilvægt að sem flestir komist út á vinnumarkaðinn og fái tækifæri til að sýna sjálfum sér og öðrum að styrkleikar og hæfni allra skipta þar máli. VIRK og geðdeild Landspítalans (LSH) (Laugarás og Sérhæfð endurhæfingargeð- deild (SEG)) hafa síðan 2013 unnið að greiðan aðgang að atvinnulífstenglum VIRK sem eru þá tilbúnir að aðstoða eftir þörfum og í samvinnu við þverfaglega teymið. Áherslan er alltaf á einstaklinginn, að horfa á styrkleika og áhugasvið hvers og eins og reyna að finna vinnu þar sem þessir þættir eru hafðir að leiðarljósi. Mikið áunnist Stuðningur við þjónustuþega er mjög mismunandi og því skiptir miklu máli að um einstaklingsmiðaða nálgun sé að ræða. Á meðan sumir þurfa mikinn stuðning við leit að starfi en svo minni eftirfylgd þegar í starfið er komið, eru aðrir sem þurfa mikinn stuðning eftir að vinna hefst og við þessi fyrstu skref sem fylgir því að takast á við miklar breytingar. Það er óhætt að segja að verkefnið hafi gengið mjög vel og mikið hafi áunnist. Á vordögum 2018 höfðu um 90 einstaklingar nýtt sér þjónustuna og af þeim höfðu u.þ.b 75% farið í vinnu. Mjög algengt er að einstaklingar byrji í 20–50% starfshlutfalli sem er svo aukið smám saman en alltaf miðað við stöðu hvers og eins. Um er að ræða fjölbreytt störf og eftir áhugasviði hvers og eins; starfsmaður á leikskóla, afgreiðslumaður á lager, starfs- maður í gagnavinnslu, starfsmaður í mötu- neyti, starfsmaður á veitingastað, umönn- unarstörf, áætlunarbílstjórar, afgreiðslustörf svo eitthvað sé nefnt. Flestum hefur gengið vel að aðlagast nýjum störfum og stór hluti þeirra sem fer í vinnu er lengi á sama vinnustaðnum. Það skiptir máli að atvinnurekendur átti sig á mannauðnum sem er þarna og þegar til lengri tíma er litið er aukin atvinnuþátttaka ávinningur allra. Fyrir utan styrkleika og hæfni sem þessir einstaklingar koma með á vinnumarkaðinn, er verið að leggja grunninn að betra og heilbrigðara lífi þessara einstaklinga og þá um leið að betra samfélagi fyrir okkur öll. uppbyggingu árangursríkrar starfsendur- hæfingar fyrir ungt fólk með geðrofs- sjúkdóma. Samstarfsverkefnið er grund- vallað á IPS (Individual Placement and Support) hugmyndafræðinni þar sem lögð er áhersla á einstaklingsmiðaðan stuðning í leit að starfi og eftir að viðkomandi er kominn í starf. Það eru atvinnulífstenglar VIRK sem koma að verkefninu með stuðningi þverfaglegs teymis LSH og markmiðið er alltaf að bæta líðan og heilsu þjónustuþega. Tvígreiningarteymi LSH, Geðheilsustöð Breiðholts og Barna- og unglingageðdeild (BUGL) nýtir líka þjónustuna. Fyrirtæki og stofnanir hafa verið jákvæð gagnvart verkefninu. Gott samstarf og stuðningur við þjónustuþega og atvinnu- rekendur skiptir miklu máli og eykur líkur á farsælli atvinnuþátttöku. Stjórnendur hafa 67virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.