Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 46

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 46
VIRK í starfsendurhæfingu. Hins vegar er stundum ekki auðvelt að greina þetta í upphafi þjónustu og við viljum gjarnan að fólk fái að njóta vafans. Stundum tekst að ná góðum árangri þótt ekki hafi blásið byrlega í fyrstu. Annað er það að jafnvel þótt viðkomandi einstaklingar nái ekki í fyrstu atrennu að komast út á vinnumarkaðinn þá nær hann oftast betri líðan. Þann árangur ber líka að meta. Þessu fólki tekst kannski að komast til starfa sem sjálfboðaliðar eða í lítið starfshlutfall þótt það sé ekki enn fært um að fara í fullt starf á hinum almenna markaði. Það öðlast meiri menntun og lifir betra lífi með sinni fjölskyldu og þarf jafnvel að nota lyf og heilbrigðisþjónustu minna en annars væri. Þetta skilar sér inn á heimilin, til barnanna og þannig út í samfélagið.“ Hvernig fólk leitar til VIRK? „Það er búinn að vera mikill „rússíbani“ með VIRK á allan hátt. Við vissum í upphafi ekki hvaða fólk kæmi til okkar og við höfum frá upphafi verið að þróa betur árangursríkar aðferðir í þjónustunni. Fyrst kom margt ófaglært fólk en upp á síðkastið hefur aukist að til VIRK leiti vel menntað fólk sem hefur kulnað í starfi. Þetta á við til dæmis um kennara, fólk í heilbrigðisstéttum – ekki síst þá sem vinna við umönnun. Greinilega er mikið álag á fólki sem sinnir þessum störfum og það þyrfti að skoða nánar. Ingibjörg Jónsdóttir, forstöðumaður hjá Institutet för Stressmedicin í Gautaborg, hefur bent á að skoða þurfi uppbyggingu starfa í fyrrnefndum starfsgeirum. Ingibjörg hefur stundað rannsóknir á ýmsu því sem viðkemur starfsþroti fólks. Hún hefur til dæmis vakið athygli á að fyrirkomulag á borð við að hafa einn stjórnanda yfir allt að fimmtíu starfsmönnum sé varla fólki bjóðandi. Þá er vinnumarkaðurinn að taka miklum breytingum í kjölfar hinnar stafrænu þróunar. Allt þetta skapar óróa sem getur valdið kvíða.“ Hefur aldur eitthvað að segja í þessu sambandi? „Já, til okkar leitar oft fólk sem ræður ekki lengur við núverandi starf, sem það hefur jafnvel menntað sig til á sínum tíma. Það fólk þarf að umskóla sig, ef svo má segja, það þarf að hjálpa því að finna starf við hæfi.“ Hvernig ræður þú ráðgjafa til VIRK? „Félagsráðgjafar hafa komið sterkir inn að nú var virkilega eitthvað að gerast. Fólk fór að koma inn í þjónustu. Aðstæðurnar voru þannig að ekki var um annað að ræða en fara bara af stað og læra af reynslunni. Ég er ekki viss um að langur undirbúningur hefði skilað betri árangri. Vissulega höfum við misstigið okkur í ferlinu – en þá höfum við stigið til baka og haldið svo áfram.“ Hvernig er varið samstarfi við fyrirtæki? „Við erum núna að byggja upp mjög markvisst samstarf við fyrirtæki um að taka á móti einstaklingum til starfa með skerta starfsgetu. Þetta verkefni gengur vel og verður þróað áfram á margan hátt. Hins vegar er einnig komin í gang umræða um hvort VIRK gæti komið meira að forvörnum. Ég er ekki frá því að það geti gengið. En slíkt þarf að móta m.a. í samstarfi við Vinnueftirlitið sem hefur lögbundið hlutverk í forvörnum. Líka höfum við velt fyrir okkur hvort við gætum hjálpað fólki fyrr í ferlinu. En vissulega er á hverjum tíma fjöldi fólks á vinnumarkaði sem líður illa – og hvar eigum við þá að setja mörkin? Ekkert okkar gengur í gegnum lífið áfallalaust. Þetta þarf því að skoða mjög vel en við hjá VIRK erum ávallt tilbúin til að skoða nýjar leiðir til árangurs.“ VIRK er orðið stórt og öflugt net Hvað eru margir sem starfa hjá VIRK? „Á skrifstofu VIRK í Guðrúnartúni 1 eru fjörutíu og fimm starfsmenn. Starfsemi VIRK er umfangsmikil, markviss stuðningur við ráðgjafa og mikið er um samninga. Við kaupum úrræði af fimm hundruð þjónustuaðilum, utan um það þarf að halda og ekki síður fjármálin. Einnig starfa í Guðrúnartúni þverfagleg teymi sem fara yfir málefni einstaklinga í þjónustu og meta stöðu og framgang í starfsendurhæfingunni ásamt ráðgjöfunum. Áður var þetta í hönd- um verktaka en á undanförnu ári höfum við í auknum mæli verið að færa þennan þátt starfseminnar frá verktökum til starfsmanna. Svo starfa hjá VIRK fimmtíu og tveir starfsendurhæfingarráðgjafar víða um land. VIRK er í samstarfi við öll stéttarfélög, líf- eyrissjóðina, samtök atvinnurekenda, allt heilbrigðiskerfið, endurhæfingarkerfið, alla heilsugæsluna, félagsþjónustu sveitar- félaganna, Vinnumálastofnun, Trygginga- stofnun og ráðuneytið – alla þessa þræði þurfum við að halda utan um. Hlutverk mitt er í raun að stýra þessu samstarfi. Þess ber að geta að veltan hjá VIRK er um þessar mundir þrír og hálfur milljarður króna á ári. ásamt fleiri fagstéttum svo sem sjúkra- þjálfurum og iðjuþjálfum. Í fyrstu voru menn með þær hugmyndir að það þyrfti ekki að fá háskólamenntað fólk sem ráð- gjafa. Talið var þjónustufulltrúar myndu geta sinnt slíkum störfum. Fljótlega var þó snúið af þeirri leið og fólk áttaði sig á að til að endurhæfa fólk til starfa yrði að vera fyrir hendi staðgóð þekking. Það er ekki sama hvernig komið er til móts við fólk sem glímir við vanda. Að vera ráðgjafi er gríðarlega erfitt starf. Ráð- gjafinn þarf bæði að ráða við að sýna fólki stuðning og hvatningu en án þess þó að taka vandamálin of mikið inn á sig eða verða meðvirkur. Ekki dugar að ráðgjafinn „brenni upp“ sjálfur. Við höfum verið heppin með ráðgjafa og eigum í þeim hópi öflugt fólk. Ég er þakklát fyrir það. Ráðgjafarnir fá handleiðslu hjá fagfólki þegar þörf er á. Almennt þarf fólk í svona störfum á handleiðslu að halda.“ Skilningur á starfsemi VIRK hefur aukist Hvað er lögð áhersla á í samstarfi VIRK og einstaklinga? „Við hjá VIRK leggjum mikla áherslu á að einstaklingar, sem eru í samstarfi við okkur, ráði sem mest ferðinni í sínum málum. Út frá því er gengið. Fólk verður að vera bílstjóri í sínum bíl. Hlutverk VIRK er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Það hefur tekist að mestu leyti en vissulega má alltaf gera betur. Við erum núna að innleiða nýtt upplýsingakerfi sem hjálpar til í þessum efnum.“ Hefur skilningur samfélagsins aukist á starfsemi VIRK? „Já, mér finnst það. Á undanförnum árum hefur viðhorfið til VIRK verið að breytast. Ég viðurkenni að þegar ég, árið 2008, var nýbyrjuð að starfa fyrir VIRK og bankahrunið varð nokkrum vikum síðar þá óttaðist ég að þessi starfsemi yrði lögð af. Ég ákvað að mæta þessu með því að spýta í. Þeir Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson voru sammála mér þar – sögðu sem svo: „Nú þarf fólk virkilega á þessari þjónustu að halda.“ Þótt ég væri þá ekki komin langt með undirbúning þá setti ég starfsemina af stað. Ég byrjaði með tvo eða þrjá ráðgjafa í einskonar tilraunaverkefni með nokkrum stéttarfélögum. Við hrundum þessu af stað og árið 2009 komu fyrstu ráðgjafarnir til starfa hjá VIRK. Við héldum fundi með þessum nýju ráðgjöfum og ég fann svo vel 46 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.