Morgunblaðið - 03.10.2019, Side 1
F I M M T U D A G U R 3. O K T Ó B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 232. tölublað 107. árgangur
ÞURFUM AÐ
BREYTA
LÍFSVENJUM
SKAPA SÖMU
GUÐINA AFTUR
OG AFTUR
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
HANDVERK Á INDLANDI 58 FINNA VINNUUNGT FÓLK MEÐVITAÐ 12
„Þetta eru skapandi störf kokksins, hluti af frumeðli hans,“
sagði Hilmar Þór Harðarson, veitingamaður á veitingastaðn-
um Kryddi í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hann var að úrbeina
væna lambsskrokka þegar ljósmyndari leit inn hjá honum og
tók fram að hann vildi úrbeina sína skrokka sjálfur til þess að
hann gæti nýtt alla hluta þeirra í matinn á veitingahúsinu.
Hilmar var að vinna í 10 lambsskrokkum sem hann kaupir af
beint af Jökli Helgasyni, sauðfjárbónda á Ósabakka á Skeið-
um. Jökull lætur slátra lömbunum í sláturhúsi SS á Selfossi.
Hilmar segist kaupa skrokkana af Jökli vegna gæða kjötsins,
hann sé í hópi allra bestu sauðfjárbænda landsins. „Nú get ég
boðið upp á kjöt sem aldrei hefur verið fryst,“ segir Hilmar og
lætur þess getið að nýtt lambakjöt verði komið á matseðilinn í
dag, eftir nokkurt hlé vegna skorts á kindakjöti, og leysi af
hólmi nautakjöt sem verið hefur áberandi á seðlinum.
Nýtt lambakjöt á matseðilinn í Kryddi í Hafnarfirði í dag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Matreiðslumeistari við skapandi störf í sláturtíðinni
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Íslendingar drukku um fimm
milljónir lítra af orkudrykkjum á síð-
asta ári. Hefur markaðurinn fimm-
faldast á undanförnum fjórum árum.
Alls nemur smásöluvirði orku-
drykkja eitthvað á fjórða milljarð
króna. Þetta er mat sérfræðinga sem
Morgunblaðið hefur rætt við.
Ótrúleg aukning hefur verið á
neyslu orkudrykkja hér á landi síð-
ustu ár. Allt í allt má líklegt telja að
um 15 milljónir eininga af orku-
drykkjum hafi verið seldar hér á
landi í fyrra, samkvæmt mati sér-
fræðinga sem blaðið hefur rætt við.
Orðið orkudrykkir er hér notað
sem samheiti en drykkirnir eru mis-
jafnir að gerð. Mest aukning hefur
verið í drykkjum sem innihalda mik-
ið magn af koffíni.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
er Nocco stærsta vörumerkið á
orkudrykkjamarkaði á Íslandi. »2
Drukku fimm milljónir lítra
af orkudrykkjum í fyrra
Mikil aukning Smásöluvirði drykkjanna á fjórða milljarð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Orkudrykkir Mikið úrval í búðum.
„Ef við ætlum að vinna gegn lofts-
lagsbreytingum þá plöntum við ekki
greniskógum hér á norðurslóðum,“
segir dr. Anna Guðrún Þórhalls-
dóttir, beitarvistfræðingur og pró-
fessor við Háskólann á Hólum.
Hún er í ítarlegu viðtali í Morgun-
blaðinu í dag.
Anna Guðrún segir að skóglendi
taki upp mjög mikið af vatni og
skógar stuðli því að skýjamyndun.
Skýjamyndun vegna aukins trjá-
gróðurs á norðurslóðum leiði til
hækkunar lofthita vegna minni út-
geislunar frá jörðinni. „Það hefur
verið tengt saman að hitastig á
norðurslóðum eftir síðustu öld hafi
hækkað hratt þegar trjágróður fór
að taka við sér,“ segir hún.
Anna Guðrún segir að skógar á
norðurslóðum hafi einnig mikil áhrif
á endurkast á geislum sólar og þar
með hitastigið.
Niðurstaðan sé að ekki eigi að
planta skógi á norðurslóðum því það
kælir ekki heldur hitar. »18
Skógræktin
breytir loftslaginu
Rangt að planta skógi á norðurslóðum