Morgunblaðið - 03.10.2019, Page 2

Morgunblaðið - 03.10.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Frá kr. 119.995 SÉRTILBOÐ Í NÓVEMBER Á ROQUE NUBLO aa GranCanaria 27. nóvember í 14 nætur Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Íslendingar drukku um fimm millj- ónir lítra af orkudrykkjum á síðasta ári. Hefur markaðurinn fimmfaldast á undanförnum fjórum árum. Alls nemur smásöluvirði orkudrykkja eitthvað á fjórða milljarð króna. Þetta er mat sérfræðinga sem Morg- unblaðið hefur rætt við. Ótrúlegur vöxtur hefur verið í neyslu orkudrykkja hér á landi síð- ustu ár. Orðið orkudrykkir er hér notað sem samheiti en drykkirnir eru misjafnir að gerð. Mestur vöxtur hefur verið í drykkjum sem innihalda mikið magn af koffíni. Nýlega greindi Morgunblaðið frá því að velta heildsölunnar Core ehf. sem meðal annars flytur inn orkudrykki frá Nocco jókst um 57% í fyrra frá árinu áður. Rekstrartekjur félagsins námu 1,8 milljörðum króna árið 2018. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er Nocco stærsta vörumerk- ið á orkudrykkjamarkaði á Íslandi. Nocco fæst í fjölda útgáfa en sam- anlagt er vörumerkið töluvert stærra en keppinautarnir. Heimildarmenn Morgunblaðsins fullyrða að Nocco ráði yfir þriðjungi markaðarins. Næstu drykkir á eftir í vinsældum eru Monster og Red Bull. Þar á eftir koma Euroshopper og Collab, sem er íslenskur koffíndrykkur með kolla- geni. Orkudrykkjamarkaðurinn er þó síbreytilegur og vörumerki koma og fara hratt. Allt í allt má líklegt telja að um 15 milljónir eininga af orkudrykkjum hafi verið seldar hér á landi í fyrra, samkvæmt mati sér- fræðinga sem blaðið hefur rætt við. Neytendur á öllum aldri Stefán Magnússon, markaðs- og sölustjóri hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi, segir að þróunin hafi verið hröð síðustu ár. „Fyrir ekki svo voru þessir drykkir hálfgert tabú og menn stigu varlega til jarðar við að markaðssetja þá og selja. Svo komu á markað drykkir sem voru tengdir heilsu, með amínósýrum og fleiru slíku, og þar af leiðandi fór íþróttafólk og crossfit-iðkendur að hampa þeim. Þá varð þetta viður- kennt. Í dag er þetta orðið normal- íserað og maður sér fólk á miðjum aldri setja 2-3 orkudrykki í körfuna í matvöruversluninni.“ Ársæll Þór Bjarnason, annar eigandi Core ehf. sem flytur inn Nocco sagði í samtali við Morgunblaðið á dögunum að vin- sældir drykkjarins væru einmitt til marks um að neysluvenjur fólks hefðu breyst. „Það er margt fólk í dag sem hefur minnkað kaffidrykkju eða mun jafnvel aldrei fara á þann vagn. Þetta virðist einhvern veginn vera tilhneigingin í dag. Þetta eru orðnir ávaxtakoffíndrykkir sem fólk neytir í stað þess að vera með kaffi og mjólk.“ Íslenskur drykkur vinsæll Nocco er sænskt vörumerki en drykkirnir eru framleiddir í Austur- ríki. Hið sama gildir um Red Bull. Ljóst er að stærstur hluti orku- drykkja er fluttur hingað til lands með tilheyrandi kolefnisfótspori. Þó vekur athygli að Collab hefur náð talsverðum vinsældum undanfarna mánuði og segir Gunnar B. Sigur- geirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðar- innar, að drykkurinn virðist höfða til nokkuð breiðs hóps. „Við erum mjög ánægð með viðtökurnar. Drykkurinn er samstarf okkar og Feel Iceland og inniheldur meðal annars kollagen sem unnið úr hágæða íslensku fiskhráefni. Það er frábært að ís- lensk framleiðsla og íslensk uppfinn- ing skuli ná að skjóta rótum á þess- um markaði. Svo er gaman að segja frá því að við höfum fengið fyrir- spurnir erlendis frá. Það eru margir áhugasamir um Collab enda er svona drykkur hvergi til annars staðar í heiminum.“ Það virðist því sem enn sé pláss á orkudrykkjamarkaði og Gunnar seg- ir að Ölgerðin hafi einmitt nú í sept- ember sett annan alíslenskan drykk á markað, 105, sem er kolsýrt vatn með koffíni. Viðtökur við honum lofi sömuleiðis góðu. Mikið hefur verið fjallað um skaðsemi orkudrykkja. Varað er við að börn neyti þeirra enda séu þau afar viðkvæm fyrir áhrifum koffíns. Í vikunni var vakin athygli á því að í fram- haldsskólum landsins hefði dagleg neysla orkudrykkja með koffíni aukist úr 22% í 55% frá 2016-2018. Bent var á það í tengslum við Forvarnardaginn að svo mikil koffínneysla hefði mjög slæm áhrif á svefnvenjur, þrek og líðan ungs fólks. Hafa slæm áhrif á svefn VARAÐ VIÐ SKAÐSEMI Þrír milljarðar í orkudrykki  Ótrúlegur vöxtur í neyslu orkudrykkja hér á landi síðustu ár  Markaðurinn fimmfaldast á fjórum árum  Nocco vinsælast með ríflega þriðjungs markaðshlutdeild  Breytt neyslumynstur hjá mörgum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Orkudrykkir Mikið úrval er í boði í verslunum og eftirspurn er gífurleg. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Stefnt er að því að taka upp nýtt óháð þjónustukerfi fyrir börn og er ætlunin að frumvarp verði lagt fram á næsta vorþingi. Þetta staðfestir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið en tillögur að þessu kerfi voru kynntar á ráðstefnunni Breytingar í þágu barna sem haldin var í Norðurljósasal Hörpu í gær. Eru tillögurnar afrakstur vinnu þverpólitískrar þingmannanefndar sem skipuð var af félags- og barna- málaráðherra og stýrihóps stjórn- arráðsins í málefnum barna sem skipaður er fulltrúum sex ráðuneyta. „Það sem þarna er verið að leggja til er alveg ný hugsun í velferðar- þjónustu við börn sem byggist á því að við ætlum að búa til þrjú stig í þjónustu fyrir börn óháð því hver þjónustuveitandinn er,“ segir Ás- mundur. „Óháð því hvort það er ríki eða sveitafélög, óháð því hvort það er heilbrigðiskerfi eða grunnskólinn, fé- lagsþjónusta sveitarfélaga eða eitt- hvað annað,“ útskýrir Ásmundur. Að sögn hans miðar fyrsta stigs þjónustan að því að veita mun meiri grunnþjónustu til barna á fyrsta stigi, það er að segja að koma fyrr inn í líf barns sem þarfnast ein- hverrar aðstoðar. Annars stigs þjónustan segir Ás- mundur að felist í því að þegar fyrsta stigs þjónustan dugi ekki til séu útbúin sérstök teymi í kringum barn- ið með fulltrúum allra þjónustuaðila þess. Þriðja stigs þjónustan felst síð- an í samstarfi aðila eins og greining- armiðstöðvarinnar og barna- og ung- lingageðdeildar og að boðin yrðu sértækari úrræði í barnavernd. „Við ætlum okkur að forma þetta í sérstakri löggjöf og yfirskriftin með þeirri löggjöf væri þjónusta við börn óháð kerfi,“ segir Ásmundur sem segir að nú hefjist vinna í að búa til beinagrind fyrir löggjöfina. Ekki innleitt á einni nóttu „Þetta er ekki eitthvað sem verður innleitt á einni nóttu. Þetta er stór kerfisbreyting,“ segir hann „Við ætlum okkur að leggja fram þetta frumvarp á vorþingi sem miðar að því að innleiða þessi þjónustustig og tryggja samtalið á milli allra kerf- anna. Samhliða þurfa að koma breyt- ingar á ýmsum sérlögum, til dæmis hvað varðar félagsmálaráðuneytið. Það þarf breytingar á barnavernd- arlögum, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um greiningar og ráðgjafarmiðstöð ríkisins og svo framvegis og framvegis. Við þurfum að breyta kerfinu svo að það tali við þessa nýju hugsun,“ segir Ásmund- ur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Breytingar í þágu barna Tillögur að óháðri þjónustu fyrir börn voru kynntar á ráðstefnu í Hörpu í gær. Vilja bjóða betri þjónustu fyrir börn óháð kerfi  Tillagan sögð ný hugsun í velferðarþjónustu við börn Fimm tonna fiskibáti með einum manni um borð var bjargað eftir að leki kom að bátnum norður af Bakka- firði í gær. Báturinn var tekinn í tog og dreginn af nærstöddum fiskibát, Tóta, inn til Bakkafjarðar og var hífð- ur í land um korter fyrir sjö í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um aðstoð rétt fyrir fjögur síð- degis en fiskibáturinn Tóti var kom- inn á vettvang um hálftíma eftir beiðnina og var því dregið töluvert úr viðbúnaði en björgunarbáturinn Jón Kr. kom á vettvang um kl. 17.20. Jón Kr. og Tóti fylgdust svo að með lask- aða bátinn til hafnar á Bakkafirði. Davíð Már Bjarnason, upplýsinga- fulltrúi Landsbjargar, segir að björg- unaraðgerðin hafi tekist merkilega vel og þakkar nærstöddum bátum að ekki hafi farið verr. „Það sem í raun og veru bjargaði þessu öllu saman og gerði það að verkum að þetta fór betur en á horfð- ist í fyrstu voru nærstaddir bátar, þessi Tóti sem kom að hinum tiltölu- lega fljótt,“ segir Davíð í samtali við Morgunblaðið. „Þegar hann var kom- inn gat hann veitt aðstoð sem skipti sköpum og allt fór betur en á horfðist í fyrstu.“ rosa@mbl.is Björguðu manni á fiskibáti í Bakkafirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.