Morgunblaðið - 03.10.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 03.10.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 LAGERSALA LÍN DESIGN FLATAHRAUNI 31 HAFNAFIRÐI Á MÓTI KAPLAKRIKA HEFST Á MORGUN KL.15:00 ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjöldi þeirra sem áhuga hafa á að kvikmynda á suðursvæði Vatnajök- ulsþjóðgarðs hefur aukist verulega á síðustu árum. Flest leyfi sem gefin eru út til kvikmyndatöku eru vegna verkefna sem færri en tíu starfs- menn koma að. Reglulega koma þó upp verkefni þar sem fjöldinn fer vel yfir það og á næstu vikum eru á dag- skrá tvö stór kvikmyndaverkefni, þar sem fjöldi starfsmanna er vel á þriðja hundrað í hvoru verkefni. Í báðum tilvikum mun vera um fram- tíðartrylla að ræða, sem gerðir eru af erlendum stórfyrirtækjum. Fram hefur komið að bandaríski leikarinn George Clooney sé vænt- anlegur til landsins í október vegna kvikmyndar sem hann hyggst leik- stýra og leika aðalhlutverkið í. Myndin er framleidd af Netflix og byggist á bókinni Good Morning Midnight. Þá er leikarinn Chris Pratt sagður væntanlegur til lands- ins til að leika í kvikmyndinni Ghost Draft en tökur á kvikmyndinni munu fara fram hér á landi og í Atl- anta í Bandaríkjunum. Mikil fjölgun umsókna Öll kvikmyndagerð, auglýsinga- gerð og önnur slík starfsemi, sem og notkun dróna innan Vatnajökuls- þjóðgarðs, er háð leyfi viðkomandi þjóðgarðsvarðar. Á starfsmanna- fundi þjóðgarðsins nýlega var tekin ákvörðun um að lengja umsóknar- frest þessara leyfa. Á síðasta ári hef- ur fjöldi umsókna um leyfi marg- faldast og vinna við afgreiðslu leyfanna aukist jafnhliða, segir á heimasíðu þjóðgarðsins. Með lengri umsóknarfresti gefst starfsfólki meira svigrúm til þess að svara um- sóknum. Lengi hefur verið vinsælt að taka upp efni í bíómyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar við jökla á svæðinu. Einstök fegurð og gott aðgengi að skriðjöklum eiga þar stóran þátt. Helga Árnadóttir, þjóðgarðsvörð- ur í Skaftafelli, og Steinunn Hödd Harðardóttir, aðstoðarmaður þjóð- garðsvarðar, hafa tekið saman upp- lýsingar um fjölda leyfa á suður- svæði þjóðgarðsins og kemur þar fram að í ár hafa þegar verið gefin út 63 kvikmynda- og auglýsingaleyfi og í einhverjum tilvikum má nota leyfin til myndatöku á fleiri en einum stað. Talsverð breyting varð á fjölda umsókna og umsýslu þjóðgarðsins árið 2017 er Jökulsárlón á Breiða- merkursandi varð hluti Vatnajökuls- þjóðgarðs, en sandurinn er vinsæl- asti staðurinn á suðursvæði fyrir kvikmynda- og auglýsingatökur. Af 53 leyfum sem gefin hafa verið út fyrir kvikmyndatöku á Breiðamerk- ursandi í ár voru 37 leyfi við Jökuls- árlón og átta á Fjallsárlóni. Önnur leyfi voru t.d. fyrir önnur lón á svæð- inu, svæði á Breiðamerkurjökli og í íshellum. Drónahlé vegna kríunnar Umsóknir um notkun á dróna hafa stórlega aukist enda orðið al- gengara að fólk eigi eða hafi aðgang að slíkum flygildum. Í yfirliti um Vatnajökulsþjóðgarð í heild kemur fram að í ár eru sérstök drónaleyfi orðin 87. Flest leyfi hafa verið gefin út vegna myndatöku á Breiðamerk- ursandi, Svínafellsjökli, og Skafta- fellsjökli. Á vestursvæði er oftast sótt um að fá að fljúga dróna við Laka, Eldgjá og Langasjó; á norð- ursvæði yfir Dettifoss og Ásbyrgi, og á austursvæði við Snæfell og Kverkfjöll. Ekki er mörgum umsóknum hafn- að, en þó var ekki heimilt að nota dróna við Jökulsárlón á komu- og varptíma kríunnar og annarra far- fugla í vor og fram í miðjan júlí. Morgunblaðíð/Ásdís Jökulsárlón á Breiðamerkursandi Margir leggja leið sína í Vatnajökulsþjóðgarð allan ársins hring. Margir vilja kvikmynda fegurð jökla og sanda  Tvö stór kvikmyndaverkefni á suðursvæði þjóðgarðsins Steinunn Hödd Harðardóttir Chris Pratt George Clooney Helga Árnadóttir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Neytendur í Bretlandi hafa verið hvattir til að forðast þorsk úr Norð- ursjó. Í staðinn er þeim bent á að borða meira af síld, rauðsprettu og lýsingi. Þeim sem eru ákveðnir í að fá sér þorskmáltíð er hins vegar bent á að leita að fiski frá Íslandi og úr Barentshafi. Alþjóðahafrannsóknaráðið greindi nýlega frá slæmri stöðu þorskstofns- ins í Norðursjó og mikilli lækkun stofnmats á milli ára. Ástæður þess að stofninn er kominn undir viðmið- unarmörk liggja ekki fyrir, en hlýn- un sjávar og minni nýliðun eru meðal líklegra skýringa. Í kjölfarið afturkölluðu vottunar- stofur MSC (Marine Stewardship Council) vottun sína á þorski veidd- um í Norðursjó, en óháðar vottunar- stofur meta m.a. sjálfbærni fisk- stofna og veiða. Bresku umhverfis- samtökin MCS (The Marine Conservation Society) hafa nú hvatt almenning til að kaupa frekar þorsk frá Íslandi og úr Barentshafi heldur en þorsk veiddan í Norðursjónum, að því er fram kemur í breska blaðinu Guardian. Þar segir að norðursjávarþorskur gæti horfið úr hillum stórmarkaða á næsta ári batni ástand stofnsins ekki, en tekið er fram að stærri hluti þorsks, sem seldur sé í Bretlandi, sé af öðrum uppruna. Í Morgunblaðinu kom fram fyrir nokkru að Bretar leggja sér til munns um 115 þúsund tonn af þorski á ári hverju. Um 15 þúsund tonn komi úr Norðursjó en hin hundrað þúsundin að mestu úr Barentshafi, af Íslandsmiðum eða séu veidd undan ströndum Noregs. Íslenskur þorskur með hæstu einkunn Gísli Gíslason, svæðisstjóri MSC fyrir Ísland, Fræeyjar og Grænland, segir að afturköllun vottunar á norð- ursjávarþorski gæti haft áhrif á sölu á íslenskum þorski í Bretlandi. Stór- markaðir í Bretlandi geri margir kröfur um MSC-vottun og vilji geta sagt að þeir selji eingöngu sjávaraf- urðir úr sjálfbærum stofnum. Nú standist norðursjávarþorskur ekki lenngur staðla MSC og þá gerist annað tveggja að ástandið batni og tegundin fái vottunarskírteini á ný eða að afturköllunin verði varanleg og til að fá skírteini að nýju þurfi að byrja ferilinn varðandi vottun frá grunni. Gísli segir að það sé ekki ólíklegt að þessi afturköllun geti frekar orðið sölu á íslenskum þorski til fram- dráttar í Bretlandi, þar sem þetta minnki framboð á MSC-vottuðum þorski. Hann segist hafa fengið fyr- irspurnir úr ýmsum áttum, ekki síst frá Bandaríkjunum, þar sem spurt sé hvort þessi afturköllun hafi ein- hverja þýðingu fyrir þorsk frá Ís- landi. „Því er til að svara að þorskur frá Íslandi er með einhverja hæstu einkunn sem vottunarstofur hafa gefið fyrir sjáfbærni stofns og veiða, samkvæmt MSC-staðli“ segir Gísli. Hvattir til að borða íslenskan þorsk  Norðursjávarþorskur kominn undir viðmiðunarmörk  Aftuköllun á MSC-vottun gæti orðið sölu á þorski frá Íslandi til framdráttar í Bretlandi  Stórmarkaðir gera margir kröfu um vottun Morgunblaðið/Hari Fiskur og franskar Bretar hafa lengi kunnað að meta góðan þorsk. Ráðgjafi sem starfaði fyrir sér- fræðilækni á Klíníkinni Ármúla miðlaði nöfnum fjölda sjúklinga í fjöldapósti sem hann sendi á sjúk- linga og gerðist þar með brotlegur við persónuverndarlög, samkvæmt úrskurði Persónuverndar í gær. Kvörtun vegna málsins barst frá konu einni síðasta sumar, en hún hafði undirgengist aðgerð hjá lækn- inum og verið fullvissuð um að ýtr- asta trúnaðar um téða aðgerð yrði gætt. Rúmu hálfu ári eftir aðgerð- ina fékk konan svo að heyra af því að nafn hennar og tölvupóstfang hefðu komið fram í fjöldapósti sem sendur var á einstaklinga sem hefðu verið í ráðgjöf eftir að hafa farið í aðgerð á Klíníkinni, en í póstinum var greint frá því hvenær næst væri hægt að fá tíma hjá lækninum. Kon- an fékk sjálf ekki umræddan póst, né heldur afsökunartölvupóst sem sendur var út í kjölfarið og var ekki látin vita af upplýsingalekanum af hálfu Klíníkurinnar fyrr en hún sjálf spurði lækninn sinn út í atvikið. Í útskýringum læknastofunnar til Persónuverndar vegna málsins seg- ir að um mistök hafi verið að ræða og að þau séu hörmuð, en í afsök- unartölvupósti sem sendur var út í kjölfarið stóð „VINSAMLEGAST EYÐA FYRRI PÓSTI“ í efnislínu. Þá sagði Klíníkin að ekkert kæmi fram í umræddum tölvupósti sem tengdi viðkomandi einstaklinga, við- takendur tölvupóstsins, við skurð- lækninn sem um ræðir eða aðgerðir vegna [einhvers tiltekins heilsufars- vandamáls sem afmáð er úr úr- skurði Persónuverndar]. Í athugasemdum konunnar í kjöl- farið kemur fram að konan telji sig hafa átt að vera á meðal viðtakenda þessa tölvupósts og að hún hefði átt að vera látin vita af upplýsingalek- anum. Þá mótmælti hún því að ekk- ert í umræddum tölvupósti tengdi viðkomandi skurðlækni eða aðgerð og sagði að auðvelt væri að draga ályktanir og tengja saman nöfn þeirra sem komi fram í póstinum við aðgerðir sem framkvæmdar séu á Klíníkinni. Konan sagði atvikið hafa valdið sér miklum áhyggjum, kvíða og vanlíðan enda hefðu við- kvæmar einkalífsupplýsingar kom- ist í dreifingu þvert gegn hennar vilja. Persónuvernd segir í úrskurðin- um að öryggi við vinnslu persónu- upplýsinga hafi þarna ekki verið í samræmi við lög. Að mati Persónu- verndar var hins vegar gripið til fullnægjandi ráðstafana til að lág- marka það tjón sem hlotist gat af þessum öryggisbresti. Nöfn sjúklinga óvart í fjöldapósti  Klíníkin braut persónuverndarlög

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.