Morgunblaðið - 03.10.2019, Side 12

Morgunblaðið - 03.10.2019, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Lagersala Tískufatnaður og heimilsvara Föstudag 4. okt. kl. 15-19 Laugardag 5. okt. kl. 11-16 2.-5. október Í dag 3. okt. kl. 15-19 EDDA HEILDVERSLUN Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Loftslagsmál voru í deiglunnií Flensborgarskóla í Hafn-arfirði sl. þriðjudag, 1.október, sem er raunar af- mælisdagur skólans, sem hóf starf- semi sína árið 1882. Dagur þessi er jafnan nýttur í skólanum til þess ræða og fræða um álitamál sem ber hátt í samfélaginu á hverjum tíma. Fjallað hefur verið um jafn- réttismál og flóttamenn og nú má segja að blasað hafi við að ræða um hlýnun andrúmsloftsins og þær breytingar sem af því leiða. Þannig mætti á annan tug fyrirlesara í Flens- borg á mánudaginn og sagði hver frá ákveðnum þáttum umhverfismála sem síðan voru rökræddir frekar. Meðal þeirra sem lögðu orð í belg var Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra, nýkomin af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Meðvituð um ógnir „Umhverfismálin eru mikilvæg og mikið rædd meðal ungs fólks. Flestir á mínum aldri eru meðvitaðir um ógnirnar sem að okkur steðja og þá líka að við þurfum að breyta lífs- venjum okkar í þágu umhverfisins,“ segir Arna Rún Skúladóttir. Hún er á þriðja ári, nemandi á raunvísinda- braut Flensborgarskóla og mun – ef að líkum lætur – útskrifast með stúd- entspróf næsta vor. Að undanförnu hefur Arna tekið þátt í umhverfisstarfi sem fer fram innan skólans, sett fram ýmsar áhugaverðar spurningar og tekið þátt í verkefnum. Er hún einnig í nýstofn- aðri umhverfisnefnd nemendafélags Flensborgar. Þá er umhverfisfræði orðin skyldugrein allra nemenda við skólann. „Öll þurfum við og getum lagt eitthvað af mörkum í umhverfis- málum og unnið gegn hlýnun jaðar og lofslagsbreytingum Sjálf er ég að vinna í því að ganga eða hjóla oftar í skólann en ég geri, draga úr plast- notkun og sömuleiðis að minnka matarsóun. Þar byrjar maður á ein- földu atriðunum eins og því að taka bara mátulega mikið á diskinn í einu. Býð öðrum að klára skammtinn minn ef ég er orðin södd,“ segir Arna Rún og heldur áfram: „Við Íslendingar hendum miklu af mat. Til að draga úr matarsóun getum við farið frekar oft- ar í verslun og keypt minna í einu í stað þess að fara sjaldnar og gera stór innkaup. Sem dæmi má nefna að ef mikið er til í ísskápnum, er alltaf hætta á að eitthvað gleymist og skemmist og endi í ruslinu.“ Frábært frumkvæði Fræðsla er mikilvæg í um- hverfismálum; að leita sér upplýsinga og taka þátt í krafti þekkingar. „Við fylgjumst öll með Gretu Thunberg. Frumkvæði hennar er frábært. Ef fólk hlustar ekki á Gretu ætti það að leggja sig eftir því sem sérfræðingar segja, því staðreyndirnar liggja fyrir. Jörðin er að hlýna og haldi fram sem horfi getur farið illa. Því er ég sam- mála og vil leggja þessu málefnum lið,“ segir Arna og að lokum: „Nei, ég hef ekki farið á baráttufundina vegna loftslagsmála sem verið hafa að und- anförnu, enda eru þeir á skólatíma. Hins vegar ættu skólar að gefa nem- endum eitthvert svigrúm til að taka þátt í slíkum viðburðum enda snertir málefnið alla.“ Þess má geta að við upphaf dag- skrár í Flensborg afhentu Kolbrún María Einarsdóttir, oddviti nemenda, og Magnús Bernharðsson skóla- meistari Berginu – Headspace – ráð- gjafarstöð fyrir ungt fólk – 400 þús- und króna styrk sem safnað var í Flensborgarhlaupinu 17. september. Sigþóra Bergsdóttir frá Berginu veitti upphæðinni viðtöku. Við þurfum að breyta lífsvenjum Fróðleikur í Flensborgar- skóla í Hafnarfirði. Lofts- lagsmálin voru rædd og forsætisráðherra lagði orð í belg. Allir þurfa að leggja sitt af mörkum, segir nemandi. Ljósmynd/Aðsend Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir ræddi umhverf- ismál við nemendur, nýkomin af loftslagsráðstefnu SÞ. AFP Fyrirmynd Greta Thunberg hefur haft mikil áhrif á viðhorf ungs fólks. Ljósmynd/Aðsend Stuðningur Magnús Þorkelsson skólameistari, Sigur- þóra Bergsdóttir og Kolbrún María Einarsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Framtíðin Umhverfismálin eru mikilvæg. Flestir á mínum aldri eru meðvitaðir um ógnirnar, segir Arna Rún. Vetrarstarf Karlakórs Hveragerðis er nú hafið og verður kórinn með tónleika í Hveragerðiskirkju næst- komandi laugardag, 5. október, klukkan 16. Heiðursgestir þarna verða söngvararnir Ólafur M. Magn- ússon, Jón Magnús Jónsson og Ás- dís Rún Ólafsdóttir. Undirleikari með þeim verður Arnhildur Val- garðsdóttir. Sérstök hljómsveit kemur fram á tónleikunum, skipuð Sigurgeir Skafta Flosasyni, Unni Birnu Björnsdóttur, Rögnvaldi Pálmasyni og Örlygi Atla Guð- mundssyni, en sá síðastnefndi er stjórnandi og undirleikari kórsins. Lagaval á tónleikunum verður létt og skemmtilegt. Einsöng með kórn- um syngur Arnar Gísli Sæmunds- son. Undirleikari og stjórnandi kórs- ins er Örlygur Atli Guðmundsson. Miðaverð verður kr. 2.500 en frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Nú eru þrjú ár frá því að Karlakór Hveragerðis var stofnaður og hefur þátttaka í kórnum farið fram úr björtustu vonum, en að jafnaði syngja á milli 35 og 40 karlar með kórnum á öllum aldri. Eftir haust- tónleikana heldur kórinn í söng- ferðalag til Suður-Tíról á Ítalíu þar sem allt það helsta á svæðinu verð- ur skoðað, auk þess sem tónleikar verða haldnir og félagar og makar þeirra munu skemmta sér saman í vikutíma. Hausttónleikar Karlakórs Hveragerðis Lögin eru létt og skemmtileg Söngur Karlakór Hveragerðis er fjölmennur og hér sjást nokkrir liðsmenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.