Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrirhugað samgönguátak á höfuð- borgarsvæðinu verður meðal annars fjármagnað með nýrri skattlagningu og innviðagjöldum á íbúðir. Fram hefur komið að sveitarfélög- in á höfuðborgarsvæðinu muni leggja til um 15 milljarða af 120 milljörðum sem renna til samgöngusátt- málans. Þessir 15 millj- arðar króna munu skiptast niður á 15 ár og sveitar- félögin greiða einn milljarð á ári. Hann skiptist milli sveitarfélag- anna eftir íbúafjölda 1. desember árið áður. Sú skiptiregla er viðhöfð í ýmsu samstarfi sveitarfélaganna. Skipting- in milli þeirra er hér sýnd á grafi, miðað við íbúafjöldann í byrjun þessa árs. Sú áætlun gefur til kynna hver skiptingin geti orðið. Hverri sveitarstjórn er í sjálfsvald sett hvernig hún aflar fjármuna til þessarar uppbyggingar. Fjármögn- unin hefur ekki verið ákveðin á sam- eiginlegum vettvangi þeirra vegna verksins. Þá koma 45 milljarðar frá ríkinu. Annars vegar 30 milljarðar á 15 árum, eða 2 milljarðar á ári, sem munu birtast á samgönguáætlun. Hins vegar stendur til að afla 15 milljarða með ábatanum af sölu Keldnalandsins. Þróunarfélag verður stofnað um það verkefni. Uppbyggingin mun kalla á upp- byggingu innviða, t.d. leikskóla, en hverfið gæti rúmað þúsundir íbúa. Loks hyggst ríkið afla 60 milljarða til verkefnisins með sérstakri fjár- mögnun. Rætt er um umferðargjöld/ flýtigjöld og sölu ríkiseigna í því sam- hengi. Hjá fjármálaráðuneytinu er ný tekjuöflun af samgöngum í skoðun samhliða orkuskiptum. Ljóst þykir að skattar af jarðefnaeldsneyti muni skila ríkissjóði minni tekjum í fram- tíðinni með innleiðingu annarra orku- gjafa. Munu selja borgarlóðir Óli Örn Eiríksson, deildarstjóri at- vinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, segir aðspurður að innviðagjöld verði innheimt á þéttingarreitum sem þró- aðir verða við stokkana. „Þegar við til dæmis skipuleggjum stokkinn á Sæbraut við Vogabyggð gerum við ráð fyrir að þar verði til margar lóðir, borgarlóðir, sem við munum selja til uppbyggingaraðila. Byggingarrétturinn og gatnagerðar- gjöldin munu koma til móts við fram- lag borgarinnar í innviði, þar með talda samgönguinnviði,“ segir Óli Örn og bendir á að slík uppbygging geti oft falið í sér mikil útgjöld fyrir borgina. 100-200 þúsund fermetrar Spurður hversu margar íbúðir geti risið á nýjum þéttingarreit við Sæ- brautarstokkinn segir Óli Örn rætt um 100-200 þúsund fermetra í þessu samhengi. Á reitnum verði svonefnd Vogabyggðarstöð, sem verði lykil- stöð borgarlínu. Þá bendir hann á að miðað við 90 fermetra meðalstærð gætu risið 1.100-2.200 íbúðir á Sæ- brautarreitnum. Mikilvægt sé þó að stór hluti af væntanlegu byggingar- magni fari undir atvinnuhúsnæði til þess að tryggja að Vogabyggðarstöð- in verði áfangastaður en ekki aðeins skiptistöð. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þannig bendir Óli Örn á að í rammaskipulagi Vogabyggðar sé gert ráð fyrir 100 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði við Sæbrautina. Með því að setja hluta götunnar í stokk skapist hins vegar tækifæri til að byggja nær Sæbrautinni og eins til að nýta hluta atvinnufermetranna undir íbúðir. Þá meðal annars vegna bættrar hljóðvistar. Samkvæmt deiliskipulagi mega vera alls 1.300 íbúðir á öllum skipu- lagssvæðum Vogabyggðar og að há- marki 1.560 íbúðir með 20% efri vik- mörkum. Með nýju hverfi milli Vogabyggðar og Vogahverfis, Sæbrautarreit, og fjölgun íbúða á kostnað atvinnuhúsnæðis við Sæbraut gæti svæðið því rúmað 3.000 íbúðir miðað við efri mörk. Óli Örn bendir á að íbúðir í Reykja- vík séu í dag að meðaltali 110 fer- metrar. Hins vegar hafi íbúðir á þétt- ingarreitum verið að meðaltali minni á undanförnum árum. Nýtt borgarhverfi við spítalann Spurður hversu langt undirbún- ingur að skipulagningu uppbygging- ar húsnæðis við fyrirhugaðan Miklu- brautarstokk, milli Snorrabrautar og Kringlumýrarbrautar, sé kominn segir Óli Örn að vinna við deiliskipu- lag sé ekki hafin. „Það var gerð frumathugun á mögulegu byggingarmagni sem gæti myndast vegna stokksins við Miklu- braut. Langmest uppbygging yrði væntanlega í kringum gatnamót Snorrabrautar og Miklubrautar, þ.e. á svæðinu sem tengir Landspítalann og Hlíðarendahverfið. Stokkurinn myndi leiða Snorrabrautina beint í Vatnsmýrina en því fylgir mikil upp- bygging og nýtt borgarhverfi verður til,“ segir Óli Örn. Spurður um áhuga verktaka á byggingarlóðum um þessar mundir segir Óli Örn að tilboð í lóðir í síðustu útboðum hafi verið færri en áður. Þá segir hann aðspurður að jafnvægi sé að skapast í uppbyggingu og spurn eftir íbúðum. Það sé ekki útlit fyrir offramboð. „Þvert á móti sýnist mér markaðsaðilar halda að sér höndum og jafnvel full mikið,“ segir Óli Örn. Hlutur ríkisins Skipting fjármuna eftir verkefnumFjármögnun samgöngusáttmála Hlutur sveitar - félaganna sex á höfuðborgar svæðinu í fjármögnun 45 ma. kr. 15 ma. kr. 60 ma. kr. 60 ma. kr. Hlutur sveitarfélaganna Sérstök fjármögnun (ríkið) Aðrar fyrirhugaðar framkvæmdir, alls 94 ma.kr. 24 ma. kr. 10 ma. kr. Flýti- og umferðargjöld. Ríkið kanni aðrar fjármögnunarleiðir.* Dreifi st á 15 ár, 2 milljarðar á ári á fjárlögum. 15 milljarðar eiga að fást með ábata af sölu Keldnalandsins. Dreifi st á 15 ár, 1 milljarður á ári. Skiptist milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eftir íbúafjölda Hlutur sveitarfélags, milljónir kr. Sveitarfélag Íbúafjöldi Árleg greiðsla Alls á 15 árum Reykjavík 129.000 565 8.500 Kópavogur 37.000 162 2.400 Hafnarfjörður 30.000 131 2.000 Garðabær 16.000 71 1.100 Mosfellsbær 11.000 50 800 Seltjarnarnes 5.000 20 300 Alls 228.000 1.000 15.000 Borgarlína, 2. áfangi** Stokkur á Sæbraut*** Sundabraut**** Alls 15 milljarðar kr. *Verður tryggt við endur- skoðun gjalda af ökutækjum og umferð í tengslum við orkuskipti eða með beinum framlögum við sölu á eignum ríkisins. 120 milljarðar króna alls 120 milljarðar króna alls **Heimild: SSH. ***Heimild: Reykjavíkurborg. ****Samgönguráðherra hefur rætt um 50-70 ma. kr. Verkefni í vinnslu. Hjólastígar, göngubrýr og undirgöng Umferðarstýr- ing og öryggis- aðgerðir Fjármagns- kostnaður8,2 ma.kr. 7,2 ma.kr. 49,6 ma.kr. Innviðir fyrir Borgarlínu 2,7 ma.kr. 57% 16% 13% 7% 2% 5% Stofnvegir á höfuðborgarsvæðinu 52,2 ma.kr. Borgin nýtir aukagjald á íbúðir í þágu samgöngusáttmálans  Fjármögnun sveitarfélaga er til skoðunar  Allt að 3.000 íbúðir í Vogabyggð og á Sæbrautarreit Óli Örn Eiríksson 3.000 nýjar íbúðir í Vogabyggð og við Sæbrautarreit Elliðaárvogur Sæbraut Sæbraut í stokki M ik la br au t Borgarlína VOGABYGGÐ Teikning: Teiknistofan Tröð Þeistareykjavirkjun, jarðvarmavirkj- un Landsvirkjunar á Norðaustur- landi, hefur hlotið gullverðlaun Al- þjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga – IPMA Global Project Excellence Award. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun. Verðlaunin eru stærstu verðlaun sem veitt eru í fagi verkefnastjórn- unar á heimsvísu. Meginstef verð- launanna í ár var sjálfbærni. Hlaut Þeistareykjavirkjun verðlaunin í flokknum „Large-Sized Projects“ – stór verkefni. Úrskurður dómnefndar tilgreinir sem helstu styrkleika verk- efnisins framúrskarandi samskipti við hagsmunaaðila á undirbúnings- og framkvæmdastigi og samhentan verkefnishóp með áherslur á öryggis- og umhverfismál, í anda stefnu Landsvirkjunar um ábyrga nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda með sjálfbærni að leiðarljósi. Fram kemur að Hin alþjóðlega IPMA-verðlaunahátíð fór nú fram í 18. skipti og var haldin í Mexíkó í ár. Sóttu hana yfir 250 fagmenn á sviði verkefnastjórnunar, hvaðanæva úr heiminum. Landsvirkjun sendi inn umsókn um að taka þátt í samkeppn- inni í mars á þessu ári og í framhald- inu kom hingað til lands fimm manna sendinefnd á vegum IPMA til að taka verkefnið út. Í úttektinni fólst meðal annars heimsókn á verkstað og ítar- leg samtöl við innri og ytri hagsmuna- aðila verkefnisins. Þeistareykjastöð er fyrsta jarð- varmastöðin sem Landsvirkjun hefur byggt frá grunni en hún samanstend- ur af tveimur 45 MW vélasamstæðum og er því alls 90 MW. Frá upphafi hönnunar og undirbúnings að upp- byggingu stöðvarinnar var megin- markmiðið að reisa hagkvæma og áreiðanlega aflstöð sem tekur mið af umhverfi sínu og náttúru. Rekstur stöðvarinnar hefur gengið vel og er virkni búnaðar umfram væntingar. Þeistareykjavirkjun hlaut gullverðlaun IPMA Morgunblaðið/Golli Virkjun Þeistareykir eru fyrsta jarðvarmastöðin byggð frá grunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.