Morgunblaðið - 03.10.2019, Page 18

Morgunblaðið - 03.10.2019, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég hef stundum sagt að ef beit er skaðleg fyrir gróður þá hafi Drottni heldur betur mistekist. Beit er lykil- atriði í hringrás næringarefna í öll- um vistkerfum,“ sagði dr. Anna Guð- rún Þórhallsdóttir, beitarvistfræð- ingur og prófessor við Háskólann á Hólum. Hún hefur lengi skoðað áhrif beitar og er eini sérfræðingur lands- ins með doktorspróf á því sviði. Anna sagði að mikið hefði verið fullyrt en lítið rannsakað um áhrif beitar bú- fjár á gróður- lendi. Grasbítar bíta plöntur og skila frá sér auð- leysanlegum næringarefnum með skítnum sem gengur niður í jarðveginn og nærir gróður. Þannig myndast hringrás. Því er gjarnan haldið fram að beit sé skaðleg fyrir gróðurlendi og er sauðkindin sögð helsti sökudólgurinn. Anna sagði að fleiri dýr nærðust á jurtum, til dæm- is væru skordýr og margir fuglar áhrifamikil beitardýr. Álftapar bítur t.d. á við tvílembu. Hún benti á að fyrir landnám hefði verið mikil beit í landinu af hálfu þessara tegunda – beit hófst ekki við landnám. Beit til viðhalds graslendum Vistkerfum vindur fram. Í byrjun er lítið gróið land, svo koma fléttur, mosar, jurtir og graslendi. Síðan koma runnar og skógar, í okkar nátt- úru birkiskógar. Anna sagði að til að viðhalda graslendi þyrfti beit því annars breyttist graslendið í mosa- breiðu. Grasplantan þróaðist með beit og er aðlöguð beitinni. Ef hún er bitin eða klippt vaxa upp fleiri blöð, blaðmassinn eykst og tekur upp meira kolefni. „Við höfum verið að rannsaka upptöku kolefnis í graslendi og hvaða áhrif beit hefur á upptöku kolefnisins. Mælingarnar sýna að jafnvel í nokkuð þéttbeittum hrossa- högum hafi mælst aukin kolefnis- upptaka. Grösin taka upp kolefnið úr andrúmsloftinu. Stærsti hluti þessa kolefnis er færður niður í jarðveginn og bundið í rótunum. Stærsti hluti grasplöntunnar er neðanjarðar, allt að 70-80%. Ræturnar eru sífellt að endurnýja sig, vaxa, deyja og rotna og verða að jarðvegi. Kolefnið safn- ast fyrir í jarðveginum og jarðveg- urinn bara þykknar,“ sagði Anna. Hún sagði að graslendi byndi mun meira kolefni í jarðveginum en skóg- ur gerir, þegar til lengri tíma væri litið. Hún bendir á a’ bestu akuryrkju- lendur heims, t.d. í Bandaríkjunum, Úkraínu, Rússlandi séu þar sem náttúrulegt graslendi var og að það hafi verið plægt upp og breytt í akra vegna þess að þar var næringarrík- asti og dýpsti jarðvegurinn. Við ræktunina, með plæginguna og opn- un svarðarins, hafi hins vegar mikið tapast af því mikla kolefni sem þar hafi verið. Jarðvegur sem hafi kannski verið 2-3 metra þykkur sé kominn niður í 30-40 sentímetra þykkt í dag. Náttúrulegt graslendi sé eitt af þeim vistkerfum sem mest hafi verið gengið á og sé í hvað mestri hættu í dag. Það sé því mikið til að vinna að viðhalda því graslendi sem er enn eftir. Graslendi og binding kolefnis Hún bendir á að í nýjustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóð- anna (IPCC), sem kom út fyrir um mánuði, sé bent á að graslendi bindi mjög mikið kolefni og við að planta skógi í graslendi tapist kolefni. Það var einnig niðurstaða samantektar á rannsóknum, m.a. frá Íslandi að við að planta skógi í graslendi tapist kol- efni. Meðan graslendið safnar kolefni í jarðveginn þá safna trén, aftur á móti, kolefninu að mestu í trjástofn- inn. Tréð stækkar, og bolurinn verð- ur stærri og stærri og krefst meiri öndunar sem losar koltvísýring. Það kemur síðan að því að skógurinn nær jafnvægi eftir 50-70 ár þegar hann bindur jafn mikið kolefni og hann los- ar með öndun. Þá þarf að höggva skóginn og byrja upp á nýtt. Fjar- lægja þarf trjástofninn og nýta hann í annað en eldivið svo að kolefnið losni ekki aftur. Graslendi og hærra hitastig Þegar talað er um loftslagsbreyt- ingar er aukningu koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti gjarnan kennt um. Anna bendir á að margt fleira en aukning koltvísýrings í andrúmslofti hafi áhrif á hitastigið. Þar má nefna gróðurhúsalofttegundina metan sem mikið hefur verið til umræðu og kem- ur m.a. frá jórturdýrum og úr ófram- ræstu mýrlendi, ruslahaugum og ol- íuiðnaði. Ísótóparannsóknir sýna að mikið af því metani sem bæst hefur í andrúmsloftið undanfarna áratugi hafi komið frá SA-Asíu og Afríku – en lítið hafi bæst við frá Evrópu. Það þarf mun víðtækari rannsóknir til að skilja hvað veldur aukningu metans í andrúmslofti á síðari árum, hún segir að það sé mikil einföldun að kenna jórturdýrunum um það eingöngu. Annað atriði sem hefur áhrif á hitastig er skýjafar. Anna nefndi t.d. þegar liði á ágústmánuð og væri heiðskírt og mikil útgeislun vissi fólk að hætta væri á næturfrosti og betra að breiða yfir kartöflugrösin. Ef það er skýjað er minni hætta á nætur- frosti. „Skóglendi tekur upp mjög mikið upp af vatni og skógar stuðla því að skýjamyndun. Hins vegar er heið- skírt yfir eyðimörkum. Skýjamynd- un vegna aukins trjágróðurs á norð- urslóðum leiðir til hækkunar lofthita vegna minni útgeislunar frá jörðinni. Það hefur verið tengt saman að hita- stig á norðslóðum eftir síðustu ísöld hafi hækkaði hratt þegar trjágróður fór að taka við sér,“ sagði Anna. Skógar á norðurslóðum hafa einn- ig mikil áhrif á endurkast á geislum sólar og þar með hitastigið. Snjór hylur gjarnan jörð frá nóvember og fram í maí og endurkastar 70-80% af hitageislum sólar. Dökkur greni- skógur dregur hins vegar jafn mikið af hitanum í sig og hitar svo and- rúmsloftið. Þetta hefur mikil áhrif á hitastig á norðurslóðum. Samantekið er það niðurstaða sem kemur skýrt fram í skýrslu IPCC ekki eigi að planta skógi í graslendi á norður- slóðum. „Það á ekki að planta skógi á norðurslóðum því það kælir ekki heldur hitar,“ sagði Anna. Líffræðileg fjölbreytni „Líffræðilegur fjölbreytileiki kem- ur líka inn í þetta. Við erum aðilar að alþjóðlegum samningi um að stuðla að og varðveita líffræðilegan fjöl- breytileika. Hann er að tapast á heimsvísu; við erum að tapa teg- undum. Aðalástæða taps á tegundum er víða ágengar tegundir sem hafa verið fluttar inn í vistkerfi. Lúpínan hjá okkur er ágeng tegund. En það er sitkagrenið líka og hér hefur verið hvatt til þess að planta því og ösp því þær tegundir séu stórtækari í kolefn- isbindingu en birkið. Sitkagreni er komið á svartan lista í Noregi því það er ágengt og hættulegt. Það er löngu hætt að planta því þar. Sama er að segja um alaskaösp. Hún er mjög ágeng og erfitt að losna við hana. Öspin ber öll einkenni ill- gresis. Ösp hefur hvergi verið plant- að eins og við höfum gert. Aspir eru ekki á listanum í Noregi því Norð- mönnum dettur ekki í hug að planta þeim.“ Anna sagði að í loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna (IPCC) væri gerður greinarmunur á náttúru- legum skógum og plöntuðum skóg- um sem kallaðir eru plantekrur (plantations). Birkiskógarnir okkar séu náttúrulegir skógar. En sú skóg- rækt sem stunduð er hér sé fremur í ætt við plantekrur. „Við tökum náttúrulegt land með náttúrulegum gróðri, plægjum það upp og plöntum trjám. Búum til fá- breytta ræktun með einni, tveim eða þremur tegundum,“ sagði Anna. Hún sagði að þessir ræktunar- skógar væru „eyðimerkur líffræði- legs fjölbreytileika“. Íslensk nátt- úruleg vistkerfi á borð við mólendi, graslendi og sæmilega opna birki- skóga séu hins vegar líffræðilega fjölbreytt. Anna benti á að hér væri samsetning gróðurlendis mjög sér- stök og oft öðru vísi en í nágranna- löndunum. „Hér eru tegundir á hálendinu sem eru strandtegundir annars stað- ar, t.d. geldingahnappur (Armeria maritima) er dæmi um það. Hér eru tegundir saman sem aldrei eru sam- an í öðrum löndum. Það er mikilvægt að vernda þetta en þess í stað erum við að plægja þetta gróðurlendi upp og planta í landið ágengum teg- undum. Lausaganga búfjár Anna sagði að það væri niðurstaða sín eftir að hafa skoðað þetta í 30-40 ár að ef graslendi væri ekki beitt tæki mosinn yfir. Hann er ekki með rótakerfi og bindur ekki kolefni í sama mæli og grasplöntur. Þar sem mosinn sest að verður hann þurr og fýkur af á hæðum á vetrum og landið blæs upp. Grös og háplöntur eru hins vegar með rætur og binda jarðveg- inn. Framvinda birkis á Skeiðarár- sandi var rannsökuð en þar er víð- femðasti skógur landsins að vaxa upp án nokkurra afskipta manna. Meðal annars voru áhrif sauðfjárbeitar skoðuð. Kindaskíturinn var eins og litlar eyjar með næringu og fræ og geymdi vatn. Skepnurnar voru því bæði að bíta, sá og bera á. Anna sagði að vissulega gæti land verið ofbeitt en ofbeit yrði helst þar sem skepnur væru settar í girðingar. Girðingakostnaður er mikill og oft settar of margar skepnur í girð- inguna til að hafa upp í kostnaðinn. Þá getur þéttleikinn í haganum orðið of mikill og því fylgja sníkjudýra- vandamál. Ormasmit magnast upp. Þá þarf að gefa ormalyf sem fara úr skítnum í jarðveginn og drepa jarð- vegsdýrin. Anna sagði að þetta væri orðið verulegt vandamál í landbúnaði t.d. í Danmörku og Hollandi. Uppblástur og jarðvegseyðing hafa víða verið áberandi. Anna benti á að Ísland væri jarðfræðilega mjög ólíkt nágrannalöndum sem við ber- um okkur gjarnan saman við. Landið er eldfjallaeyja og hér hafa orðið tíð öskugos sem gera landið viðkvæm- ara en ella. „Rannsóknir hafa sýnt að það er fylgni á milli stórra eldgosa og uppblásturs. Það er ekki rétt að upp- blástur hafi hafist við landnám,“ sagði Anna. Hún sagði að þegar fjöldi búfjár væri skoðaður væri næsta ljóst að hann hefði verið fremur mikill allt frá landnámi. Til dæmis um það er sá fjöldi kálfa sem þurfti að lóga til að fá skinn í öll handritin. Búfjárhaldið kallaði á mikla ræktun. Síðan komu erfið ár. Svartidauði geisaði hér í byrjun 15. aldar og lagði stóran hluta þjóðarinnar að velli. Margar jarðir fóru í eyði og við það fækkaði búpen- ingi væntanlega töluvert. Samkvæmt manntalinu frá 1703 voru hér um 250 þúsund sauðfjár. Anna sagði ljóst að hér hefði ekki verið nægilega margt fé á þeim tíma til að valda ofbeit á af- réttum, auk þess sem þá voru stund- aðar fráfærur og ánum haldið heima allt sumarið til að mjólka þær. Fé tók að fjölga þegar kom fram á 19. öld og 1850 voru hér um 450 þús- und fjár. Markaður fyrir kindakjöt hafði skapast í Bretlandi og bændur fóru að fjölga fé og reka á afrétt. Kuldaskeið var hér á landi á árunum 1880 og fram yfir aldamótin 1900. Það hafði slæm áhrif að fara með féð á land sem ekki hafði verið bitið, ekki síst vegna kuldans. Meiri hætta er á ofbeit þegar er kalt og gróður við- kvæmur. „Landið er fljótara að lagast en við teljum oft,“ sagði Anna Guðrún. „Góð ár frá síðustu aldamótum hafa breytt miklu. Birkiskógurinn sem er að vaxa upp á Skeiðarársandi, þrátt fyrir að þar sé sauðfjárbeit, er gott dæmi um það. Hitastigið skiptir öllu máli. Norðurhjaraplönturnar okkar eru fjölærar og þurfa ekki að bera fræ á hverju ári. Þær bera bara fræ þegar vel árar. Þegar hlýnar fara rofabörðin að lokast þegar gróðurinn nær sér á strik eins og er að gerast víða á landinu.“ Anna sagðist ekki vera á móti skógi og vilja gjarnan fá meiri skóg, ekki síst náttúrulegan birkiskóg. Hann bryti vind og gæti stuðlað að auknum líffræðilegum fjölbreyti- leika, laðað að fleiri fuglategundir og prýtt landslagið. En það skipti öllu máli til hvers við plöntuðum skógi. „Ef við ætlum að vinna gegn lofts- lagsbreytingum þá plöntum við ekki greniskógum hér á norðurslóðum,“ sagði Anna. Graslendi bindur mikið kolefni  Til að viðhalda graslendi þarf beit, segir beitarvistfræðingur  Bindur kolefni í jarðvegi  Kolefni tapast við að planta skógi í graslendi  Greniskógur á norðurslóðum stuðlar að loftslagsbreytingum Morgunblaðið/Eggert Beit Sauðkindin hefur fylgt landsmönnum frá fyrstu tíð. Graslendi styrkist við hóflega beit búfjár og bindur kolefni. Anna Guðrún Þórhallsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.