Morgunblaðið - 03.10.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.10.2019, Qupperneq 25
AFGERANDI ANDSTAÐA REKSTRARAÐILA VIÐ GÖTULOKUNUM Í MIÐBORGINNI 70% Á MÓTI LOKUNUM Samkvæmt könnunum sem Zenter rannsóknir gerði fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar og þjónustu, þá eru 70% rekstraraðil á Laugavegi og Skólavörðustíg andvígir lokunum. Samkvæmt sömu könnun munu 27% íbúa höfuðborgarsvæðisins koma sjaldnar eða mun sjaldnar í miðbæinn ef um víðtækar götulokanir verður að ræða. Verslun og þjónusta í miðbænum hefur ekki efni á því að missa fjórða hvern viðskiptavin! Á þeim kafla Laugavegar er lokað var í sumar eru 36% verslunarrýma auð. Staðreynd sem segir margt (Aftur á móti er meirihluti rekstraraðilar utan svæðisins fylgjandi lokun, þá helst aðilar í Kvosinni, Granda / Hafnartorg.) Þá kemur einnig fram í sömu könnun að meirihluti borgarbúa er andvígur lokunum á Laugavegi og Skólavörðtustíg. Borgaryfirvöld ætla ekki að standa við gefið loforð um að opna Laugaveg og Skólavörðustíg fyrir bílaumferð 1. október, heldur ætlar að hafa lokað allt árið, þrátt fyrir afgerandi andstöðu rekstraraðila. Mikill flótti fyrirtækja hefur verið úr miðbænum og hafa flestir forsvarsmanna þeirra talað um lélegt aðgengi að fyrirtækjum þeirra vera ástæðuna. Lokun gatna hjálpar þar ekki til. Það er með ólíkindum að borgaryfirvöld hafi undanfarin ár verði í stríði við verslun í miðbænum um lokanir og gengið þvert gegn vilja þeirra í þeim efnum. Það á að vera stolt hverrar höfuðborgar að vera með fjölbreytta þjónustu sem höfðar til allra landsmanna. Rekstraraðilar við Laugaveg og Skólavörðustíg vilja fá að keppa við önnur verslunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu af sanngirni og án afskipta borgaryfirvalda af sínu rekstrarumhverfi. Verslun í miðbænum hefur þurft að sætta sig við hærri stöðumælagjöld auk skert aðgengi að miðbæ- num. Veðrið spilar stóran þátt í því hvort fólk kemur í miðbæinn eða ekki, göngugötur skipta þar ekki máli. Fyrst að það er stefna borgaryfirval- da að fjölga göngugötum í Reykjavík því byrja þeir ekki á þeim svæðum þar sem meirihluti rekstraraðila er fylgjandi lokunun eins og í Kvosinni og úti á Granda. Ekkert raunverulegt samráð hefur átt sér stað um lokanir gatna í miðbænum. Það er ekki samráð þegar borgaryfirvöld kalla okkur rekstraraðila á fund til að tilkynna okkur hvað þeir hyggist fyrir og láta síðan allar mótbárur sem vind um eyru þjóta. Nei, það er ekki samráð heldur valdníðsla og yfirgangur! En hvað er til ráða? Við leggjum til eftirfarandi: 1. Horfið verði frá öllum götulokunum en tekið upp raunverulegt samstarf við rekstraraðila í miðbænum um lokanir á góðviðrisdögum, líkt og gefið hefur góða raun á Akureyri. Allt verði þetta unnið í sátt við rekstraraðila. 2. Bílastæðagjöld verði aflögð og teknar upp framrúðuskífur í staðinn, líkt og gefið hafa góða raun á Akureyri. Frítt verði að leggja í eina til þrjár klukkustundir eftir staðsetningu frá helstu verslunargötum. 3. Frítt verði að leggja í bílastæðahúsum í allt að tvær klukkustundir. 4. Litlir rafmagnsstrætisvagnar verði teknir í notkun sem aki um miðbæinn, milli Lækjartorgs og Hlemmtorgs. Vagnarnir stöðvi ört og einn miði gildi í þrjár klukkustundir svo viðskiptavinir geti komið víða við á ferð sinni. Þessar tillögur leggjum við fram að vandlega ígrunduðu máli sem hófstillta og raunhæfa málamiðlun til að efla verslunina í miðbænum á nýjan leik. Þannig getum við stöðvað viðskiptaflóttann og skapað blómlegan miðbæ fyrir alla landsmenn. Þetta er hluti af þeim 247 rekstaraðilum á Laugaveigi, Skólavörðustíg, Bankastræti og hliðargötum sem skrifuðu undir mótmælalistann gegn lokunum sem afhenntur var Borgarstjóra í vor og ekki var tekinn til greina. Lækjarbrekka, Islandia, IMG, Stella, B5, Tóbaksverslunin Björk, Gullbúðin, Sólon Bistro, ZO-ON Iceland Spaksmannsspjarir, GÞ Skartgripir og úr, Delí, Álafoss, MD Reykjavík, Whats On, Söluturninn Vikivaki, Reir, Litlajólabúðin, Viking Portrait, Fjallakofinn, CNTMP, Lebowski bar, HGK, Tiger Ísland, Gullkúnst, GR hús Steinakúnst, Loftmyndir, Michelsen úrsmiðir, Lyfja Laugavegi, IHC ehf, Kaffih. Rúblan/Mál og menning, Shop Icelandic, Kaldi bar, Hótel Frón, Scandinavia, Ísey, Reykjavik Look, Gleraugnasalan Provil-Optik, White hille ehf, Soffía Inter ehf, Papilla, EVA, Hárgallerí, Ion City Hotel, Sumac Grill Drinks, Verslunin Brynja, Bókakjallarinn, Bókamiðstöðin, DEAD GAL- LERÍ, Dillon, Kirkjuhúsið – Skáholtsútgáfan, Ilse Jacobsen, disdis, AOL, Herrafataverslun Guðsteins, Sand Hotel, Lantan, Brá, Smekkleysa, Sand- holt, Rossopomodoro, Art Gallery 101, Myconceptstore, Íslandsapótek, Herrahúsið, KRON, Guðbrandur Jezorski, Slippurinn, Gjafir jarðar, HÚN2, Úrvinda, Alphe Active, Foure Pluse, Reykjavik foto, Down Town Café, Gull & Silfur, Dimmalimm, Hereford Steikhús, Flash, Trip, Sápa, Benjamín, Jón & Óskar, Vitinn, Hárskeri almúgans, Gilbert úrsmiður, KRONKRON, Geisladiskabúð Valda, Gleraugnasalan 65, Alda Hotel, Brass Kirchen & Bar, Barber rakarastofa, Daði MG, Art 67, Irezumi, Hókus Pókus, Torfi Hjálmarsson, 101 Spa, Stefán Barði Chocolatier, Vinnufatabúðin, Penninn Eymundsson, Dollar, Casino, Sigurboginn, Oval gullsmiðj, Lífstykkjabúðin, Couture, Dún & Fiður, Brekkuhús, Jökla, Kormákur og Skjöldur, Verslunin Kós, Tösku- og hanskabúðin, Benefits, Metal Design, JÁS Lögmenn, Penninn Eymundsson, Immortal Collective, Galleri Korka, Ófeigur gullsmiðja, Kaolin, GK Reykjavík, Hár 101, Rauðhetta og úlfurinn, Núðluskálin, Block Burger, Guðlaugur A. Magnússon, Argenta fasteignir, Kaffifélagið, Sjávargrillið, ORR, Stígur, SK-18, Handprjónasamband Íslands, Gjóska, Skúmaskot, Nikulásarkot, Viking, Dýralæknastofa Dagfinns, Magnolia, Reykjavík Street Dog, Kol, Linsan, Cana Matusa Art Ceramic, Listvinahús, Humarhúsið, Effect, TækniverkHár og Heilsa, Nomad Ísland, Steik, Gullkistan, Sólbjartur og Sumarliði, Morkinskinna, Þráinn skóari, Sangitamiya, Sjáðu, Reykjavik Raincoats, Hárhornið, Den danske kro, Íslenzka húðflúrstofan, Hildur Hafstein, Irishman Pub, Aðalkvikmyndaleigan, Antikmunir, Fló, Nordic Store, M14, Galleria Reykjavík, Rvk Day Spa, HU-veitingar/Bastard
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.