Morgunblaðið - 03.10.2019, Side 32

Morgunblaðið - 03.10.2019, Side 32
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Garnaveiki hefur fundist íþremur kindum hér álandi það sem af er ári.Er það sami fjöldi og greinst hefur á ári síðustu árin. Ekki hefur tekist að útrýma veik- inni með bólusetningum en mun færri tilvik koma þó upp en fyrir nokkrum árum. Riðuveiki hefur greinst á tveimur sauðfjárbúum í Héraðshólfi á þessu ári; Refsmýri í Fellum og Blöndubakka í Hróarstungu. Er þetta í fyrsta skipti sem garnaveiki kemur upp á Refsmýri en kindin sem veiktist á Blöndubakka er þriðja staðfesta greiningin þar auk þess sem eitt tilvik hefur verið stað- fest í nautgrip. Þriðja tilvikið er í Tröllaskaga- hólfi, nánar tiltekið á Brúnastöðum í Fljótum. Er það töluvert áfall því garnaveiki hefur ekki greinst í þessu hólfi í áratug eða lengur. Ólæknandi sjúkdómur Garnaveiki barst til landsins með karakúlfénu árið 1933, ásamt fleiri sauðfjársjúkdómum sem urðu landlægir og ekki hefur tekist að út- rýma með fjárskiptum og stað- bundnum niðurskurði. Garnaveiki er ólæknandi sjúk- dómur í jórturdýrum. Hann finnst aðallega í sauðfé hér á landi en hef- ur einnig greinst í nautgripum og geitfé en ekki í hreindýrum. Orsök veikinnar er lífseig bakt- ería af berklaflokki. Helstu einkenni eru hægfara vanþrif með skitu- köstum. Sýklarnir sem berast út með saurnum geta lifað í eitt eða eitt og hálft ár í óhreinindum og pollum umhverfis gripahús, við af- réttargirðingar og á fleiri stöðum og sýking verður um munn skepna með saurmenguðu fóðri eða vatni. Dauðsföll í óbólusettu fé geta orðið 10-40% árlega. Skylt að bólusetja líflömb Stjórnvöld hafa sett það mark- mið að útrýma garnaveiki með skyldu til bólusetningar allra líf- lamba á sýktum svæðum og tak- mörkunum á starfsemi smitaðra búa, til dæmis banni við flutningi fjár og heyja, til að hindra dreif- ingu. Ekki hefur tekist að útrýma garnaveiki í landinu með þessum hætti, eins og árleg dæmi sanna. Þó hefur tekist að útrýma henni úr ein- staka hólfum. Sigrún Bjarnadóttir, dýralæknir sauðfjár- og nautgripa- sjúkdóma, bendir á að góður árang- ur hafi náðst á undanförnum árum. Þannig hafi veikin greinst á 13 sauð- fjárbúum á árinu 2008 en undanfarin ár hafi hún greinst á þremur kindum á ári. „Bólusetning er öflugt vopn gegn veikinni,“ segir Sigrún. Hún segir einnig mikilvægt að huga að smitvörnum. Taka þurfi lömbin frá fullorðna fénu strax og þau komi heim og setja þau sér á tún sem ekki hafi áður verið beitt af jórturdýrum. Bólusetningin á að duga út ævi kindanna. Sigrún segir að hún sé þó ekki alveg örugg, reynslan sýni að 2-5% ásetningslamba myndi ekki mótefni. Þau geti tekið smit og borið áfram. Þá geti smitefni lifað ótrúlega lengi í umhverfinu. Þess vegna verði að bólusetja öll lömb, líka þau sem komi seint af fjalli. Ef öll hjörðin sé bólusett skapist minni hætta þótt ein og ein kind beri smitið. Segir Sigrún að það gerist stundum að menn sofni á verðinum við bólusetningar þegar langt sé um liðið frá síðasta garnaveikitilviki í varnarhólfinu. Hún segir að menn verði að fara að fyrirmælum reglu- gerðar og bólusetja þar til bólusetn- ingarskyldu hafi verið aflétt form- lega. Loks nefnir hún að mikilvægt sé að hver bóndi verji sitt bú, til dæmis með því að gæta þess að fá ekki til sín ósótthreinsuð tæki. Þá sé mik- ilvægt að fylgjast með heilsufari fjárins og taka frá og tilkynna um kindur sem ekki virðist þrífast. Ekki tekist að út- rýma garnaveikinni Morgunblaðið/Golli Sauðfé Veikar kindur finnast oft á haustin þegar féð er heimt af fjalli. 32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórnvöld íPjongjangvoru varla búin að senda frá sér tilkynningu um að þau myndu hefja aftur við- ræður við bandarísk stjórn- völd um kjarnorkuafvopnun og afléttingu efnahags- þvingana þegar þau skutu í gærmorgun flaugum í átt að Japan. Japanir segja flaug- arnar, sem skotið hafi verið úr kafbáti, hafa verið tvær og önnur hafi lent innan 200 mílna landhelgi Japans. Það mun ekki hafa gerst frá árinu 2017 en að auki bendir flug- hæð og -lengd eldflaugaskot- anna til þess að um nýjar og betri flaugar sé að ræða en áð- ur var talið að Norður-Kórea byggi yfir. Eldflaugaskotið kemur út af fyrir sig ekki á óvart og er í takti við hegðun stjórnar Kim Jong-un hingað til. Hann vill sýna hvers hann er megnugur fyrir samningafundi til að láta líta út fyrir að hann semji út frá styrk. Og þessi skot eru aðeins framhald af fjölda slíkra skota á þessu ári eftir að upp úr viðræðum slitnaði við Donald Trump í febrúar og eftir að Kim reiddist her- æfingum um mitt ár. Þrátt fyrir það hve sam- skiptin hafa verið skrykkjótt er jákvætt að samtöl haldi áfram og þeir fundir sem nú eru fram undan koma í fram- haldi af óvæntum stuttum fundi Trumps og Kims í sumar þar sem þeir urðu ásáttir um að taka upp viðræður á nýjan leik. Enn virðist þó óleyst deilan um það hvernig kjarn- orkuafvopnun Norður-Kóreu á að eiga sér stað og meðal annars þess vegna hefur Trump sagt ótímabært að hann heimsæki „vin sinn“ Kim. Stjórnvöld í Norður-Kóreu lýstu mikilli ánægju með það á dögunum þegar John Bolton þjóðar- öryggisráðgjafi hætti og sögðu hann „andstyggilegan vandræðagemsa“. Ástæðan fyrir þeirri huggulegu ein- kunnagjöf er eflaust sú að Bolton hefur talið nauðsynlegt að fyrst verði farið í afvopnun og svo verði efnahagsþving- unum aflétt. Norðurkóresk stjórnvöld hafa viljað að þetta verði tekið í skrefum, þannig að þau minnki kjarnorku- vopnagetuna gegn afléttingu hluta efnahagsþvingananna. Þegar um jafn óáreiðanlega viðsemjendur og Norður- Kóreu er að ræða væri þetta hins vegar mjög líklegt til að mistakast. Norður-Kóreu- menn gætu með þessu lappað upp á efnahaginn, sem er allt- af jafn bágborinn og lýsir sér meðal annars í matarskorti, en gætu hætt afvopnun áður en þeir hefðu afvopnast að fullu. Þar með væri ógnin enn til staðar og samningarnir til lítils annars en að viðhalda því ófremdarástandi sem verið hefur frá því að Norður-Kóreu tókst með klækjum að koma sér upp kjarnorkuvopnum þvert á vilja annarra ríkja. Nauðsynlegt er að viðsemj- endur þeirra átti sig á að þeir semja í raun ekki út frá styrk þó að þeir vilji láta það líta þannig út. Landið er á brauð- fótum og Kim þarf nauðsyn- lega á því að halda að ná samningum. Það getur tekið nokkurn tíma enn að fá hann til að sannfærast um þetta, en sá tími styttist ekki ef gefið er eftir. Mikilvægt er að halda uppi fullum þrýstingi á stjórn- völd í Pjongjang} Óáreiðanlegur Kim Ummæli seðla-bankastjóra í tengslum við vaxtalækkunina í gær, þá fjórðu á árinu, gefa vonir um að ís- lenskt hagkerfi standi betur en á horfðist fyrr á árinu. Seðlabankastjóri orðar það svo að hagkerfið „virðist vera að lenda ágætlega“ og við- spyrna þess virðist meiri en gert hafði verið ráð fyrir þrátt fyrir blikur á lofti er- lendis. Fram kom að aðlögun í kerfinu væri meiri en áður og nefndi seðlabankastjóri utan- ríkisviðskipti sérstaklega í því sambandi. Að- lögun hefði hingað til farið í gegnum gengið en að þessu sinni hefði gengið ekki fallið mjög mikið. Þá bentu verðbólguvæntingar til þess að meiri trú væri á peningastefnunni en áður. Allt er þetta jákvætt og bendir til að hagkerfið geti rétt fyrr úr kútnum en óttast var. Stjórnvöld geta stutt við þetta með jákvæðum aðgerð- um eins og að létta sköttum af fyrirtækjum hraðar og meira en áformað er. Eðlilegt er að horfa til tryggingagjaldsins í því sambandi. Horfur nú eru betri en óttast hafði verið}Fjórða vaxtalækkun ársins Tónlistarlíf hér á landi er öflugt ogfrjótt. Íslensk tónlist hefur áttdrjúgan þátt í að auka orðspor Ís-lands á alþjóðavettvangi endafinnur íslensk menning og sköp- unarkraftur sér farveg um allan heim. Vel- gengni íslenskrar tónlistar og tónlistarmanna hefur þó ekki sprottið úr engu. Þar eigum við tónlistarkennurum og starfsfólki tónlistar- skóla landsins margt að þakka. Fólki sem hef- ur metnað, trú og ástríðu fyrir sínu fagi og sí- vaxandi möguleikum menntunar á því sviði, og ber öflugu starfi tónlistarskólanna fagurt vitni. Starfsemi flestra tónlistarskóla er sam- starfsverkefni ríkis og sveitarfélaga en í gildi er samkomulag um greiðslu framlags ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þess. Nemendur í framhaldsnámi í hljóðfæraleik og á fram- halds- og miðstigi í söng, og aðrir nemendur sem þurfa af gildum ástæðum að sækja tónlistarskóla utan lög- heimilis sveitarfélags, njóta stuðnings samkvæmt ákveðnum reglum. Á þessu ári nær samkomulagið til tæplega 600 nemenda í 35 tónlistarskólum og nema framlögin rúmlega 550 milljónum kr. eða um 935.000 kr. á hvern nemanda. Samkomulagið var end- urnýjað í lok síðasta árs og gildir til ársloka 2021. Með tilkomu Menntaskólans í tónlist árið 2017 fækkaði nemendum sem samkomulagið nær yfir en ákvörðun var tekin að lækka þó ekki framlög til þess. Með þeirri aðgerð varð því umtalsverð hækkun á framlagi til hvers nemenda. Framlög til Menntaskólans í tón- list nema 390 milljónum kr. á þessu ári. Því má segja að fjármögnun tónlistarkennslu hér á landi hafi sjaldan verið betri en nú. Framundan eru mikilvæg verkefni sem unnin verða í góðri samvinnu við hagaðila. Ráðgert er að endurskoða lagaumhverfi tón- listarskóla og aðalnámskrá þeirra sem ekki hefur enn verið uppfærð í takt við gildandi aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla. Þá verður einnig metið hvort ástæða sé til að setja heild- stæð lög um listkennslu hér á landi. Við treystum á gott samstarf um þau mikilvægu verkefni sem verða án efa til þess að efla enn frekar tónlistarfræðslu og starf tónlistarskóla hér á landi. Lilja Alfreðsdóttir Pistill Öflugir tónlistarskólar Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen 35 garnaveikitilfelli hafa komið upp í sauðfé hér á landi frá árinu 2009, eða rúmlega 3 á ári að jafnaði. Flest voru garna- veikitilvikin á árinu 2009, sjö talsins, og á árinu 2015 þegar veikin greindist á 6 býlum. Hins vegar greindist ekkert tilfelli á árinu 2012. Undanfarin ár hafa greinst þrjú garnaveikitilvik á ári. Ekki er útséð með árið í ár. Þrjú tilfelli greinast á ári GARNAVEIKI Greind garnaveiki Staðfest tilfelli 2008-2019* Fjöldi búa7 6 5 4 3 2 1 0 *Það sem af er 2019 Heimild: Matvælastofnun ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.