Morgunblaðið - 03.10.2019, Side 33

Morgunblaðið - 03.10.2019, Side 33
33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Sól í borg Kvöldsólin speglast hér skemmtilega í gluggum stórhýsanna við Borgartún. Á daginn er þarna iðandi líf en fáir á ferli þegar kvölda tekur. Árni Sæberg Nýverið mælti ég fyrir þings- ályktunartillögu í annað sinn frá því á 149. löggjafarþingi um auðlindir og auðlindagjöld, tillagan var áður lögð fram á 147. þingi af háttvirtum þingmanni Gunnari Braga Sveins- syni. Þingsályktunartillagan fjallar um að fela fjármála- og efnahags- ráðherra að skipa starfshóp sem: 1. Skili tillögum hvort innheimta eigi afnotagjald fyrir nýtingu auð- linda og þá hvaða auðlinda. 2. Leggi fram tillögu um aðferð við álagningu auðlindagjalds sem gæti gengi fyrir allar auðlindir og geri grein fyrir kostum og göllum mismunandi aðferða. 3. Taki saman upplýsingar um hvernig gjald- töku er háttað í nágrannaríkjum. Hópurinn skili ráðherra tillögum eigi síðar en 1. maí 2020. Á tillögunni eru allir þingmenn Miðflokksins. Í tillögu þessari er einnig lagt til að starfshópurinn leggi fram tillögu um aðferð við álagningu auðlindagjalds sem gæti gengið fyrir allar auðlindir og geri grein fyrir kostum og göllum mismunandi aðferða. Einnig hvernig innheimtu sé háttað í nágrannaríkjunum og þá sérstaklega í hinum ríkjum Norðurlandanna. Þessi þingsályktunartillaga er náskyld eða framhald af tillögu um skilgreiningu auðlinda sem ég mælti fyrir 19. október 2018 og var samþykkt 20. júní á nýliðnu sumri. Þeirri tillögu hafði áður verið mælt fyrir á fjórum löggjafarþingum af þáverandi þingmanni, Vigdísi Hauksdóttur. Tillagan fjallaði um að fela umhverfis- og auðlinda- ráðherra að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frum- varp til laga sem skilgreini hvað flokkast til auðlinda hér á landi og hverjar auðlindir Íslands eru, og er von á frum- varpi þess efnis á vorþingi 2020. Auðlindaréttur er nýleg fræðigrein í íslenskri lögfræði og er nátengdur umhverfisrétti. Eðli málsins samkvæmt fjallar auðlindaréttur um þær réttarreglur sem varða stjórnun, nýtingu og meðferð auðlinda. Heildstæð stefna um nýt- ingu auðlinda hefur ekki verið mótuð að neinu marki hérlendis. Eitt af því sem stuðlar að ábyrgri umhverfishegðun er að líta svo á að náttúruauðlindir og réttur þess til að nýta þær hafi verðgildi þó að í sumum tilfellum kunni að vera erfitt að meta slíkt til fjár. Lengi hafa verið uppi væntingar um að auð- lindir landsins skili þjóðinni fjárhagslegum arði með einum eða öðrum hætti. Í gegnum tíðina hafa fyrirtæki í eigu ríkisins greitt arð í ríkis- sjóð og nægir að nefna Landsvirkjun í því sam- bandi. Auðlindir sem almennt er talað um sem auðlindir þjóðarinnar geta verið af ýmsum toga. Það eru auðlindir í sjó, lofti eða á landi. Þekkt er veiðigjald í sjávarútvegi og þar ríkir þokkaleg samstaða þó greint sé á um hve hátt það skuli vera. Varla getur talist eðlilegt að aðeins sé lagt auðlindagjald á eina atvinnugrein. Mikilvægt er því að mótuð verði heildstæð stefna enda hefur nýting auðlinda áhrif á umhverfið og brýnt er að auðlindir séu nýttar á skynsamlegan og arðbær- an hátt. Hugmyndir hafa verið uppi um stofnun stöðugleikasjóðs að fyrirmynd norska olíu- sjóðsins þar sem arður af auðlindum ríkisins muni renna allur eða að hluta til í slíkan sjóð. Auðlindanefnd sem kosin var á alþingi 1998 rit- aði álitsgerð fyrir forsætisráðuneytið sem kom út árið 2000 um meðal annars gjaldtöku af auð- lindum til að standa að rannsóknum á þeim til að stuðla að vernd og sjálfbærri nýtingu þeirra svo og til að tryggja að afrakstur sameiginlegra auðlinda skilaði sér á réttmætan hátt til þeirra sem hafa hagsmuni að gæta. Í niðurstöðu nefndarinnar kom fram að hún teldi gjaldtöku af nýtingu náttúruauðlinda styðjast við eftirfar- andi rök: 1. Að standa undir þeim kostnaði sem hið op- inbera hefði með rannsóknum á eftirliti um nýt- ingu auðlindanna. 2. Að tryggja þjóðinni sýnilega hlutdeild í þeim umframarði (auðlindarentu) sem nýting auðlinda í þjóðareign skapaði. 3. Þar sem um er að ræða leiðréttandi skatta og uppbætur (græna skatta). Þær auðlindir sem nefndin tilgreindi voru: nytjastofnar á Íslandsmiðum, og auðlindir á eða undir sjávarbotni, vatnsfall, jarðhiti, námur og rafsegulbylgjur til fjarskipta. Með þessum tveim þingsályktunartillögum erum við að taka stórt skref í átt að fjárhags- legum arði af auðlindum landsins. Eftir Sigurð Pál Jónsson »Mikilvægt er því að mótuð verði heildstæð stefna enda hefur nýting auðlinda áhrif á umhverfið og brýnt er að auð- lindir séu nýttar á skynsam- legan og arðbæran hátt. Sigurður Páll Jónsson Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. sigurdurpall@althingi.is Auðlindir og auðlindagjöld Í síðustu viku stóð ég fyrir sérstakri umræðu á Alþingi um atvinnumöguleika fólks eldra en 50 ára með þátttöku félagsmála- ráðherra. Langtímaatvinnuleysi al- gengara meðal þeirra eldri Þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunni voru sammála um að hér væri um brýnt málefni að ræða. Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi ekki mælst hátt hérlendis á undanförnum árum má finna sterkar vísbend- ingar um langtímaatvinnuleysi. Eldri aldurs- hópar meðal atvinnulausra eru lengur atvinnu- lausir en þeir yngri, eins og sést á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Nýjustu tölur frá síðasta ári staðfesta þessa brotalöm gagnvart eldra fólki á vinnumarkaði. Þetta á bæði við um kon- ur og karla og hið sama er upp á teningnum hvort sem horft er til höfuðborgarsvæðisins eða landsbyggðarinnar, þannig að vandamál langtímaatvinnuleysis meðal eldra fólks er til staðar óháð báðum þessum þáttum. Verðmætasóun Hvað segir þetta um vinnumarkaðinn? Ríkir hér aldursmisrétti á vinnumarkaði? Eru ís- lenskir atvinnurekendur haldnir aldursfor- dómum þegar kemur að því að ráða fólk í vinnu? Fólk sem missir vinnuna um eða eftir fimmtugt virðist eiga erfitt með að fá vinnu að nýju. Er þetta fólk úr leik hvað at- vinnuþátttöku varðar? Erum við með fólk í gildru síðustu ár starfs- ævi þess? Margt fólk á þessum aldri er vel menntað og það sem meira er, það hefur unnið sér inn dýrmæta reynslu sem er eftirsókn- arverð og ætti að nýtast vel. Þá hafa margir vinnuveitendur þá reynslu af eldri starfsmönnum að þeir eru gjarnan ábyggilegasta starfsfólk hvers vinnustaðar ef horft er til mætingar og stundvísi. Að vinnufúst fólk á þessum aldri fái ekki atvinnu er merki um mikla só- un í samfélaginu. Hér er verið að kasta verð- mætum á glæ og dýrmæt reynsla nýtist ekki sem skyldi. Lengri ævi og betri heilsa Meðalaldur hér á landi hefur hækkað um heil fimm ár frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar, um fjögur ár hjá konum og sex ár hjá körlum. Þetta hefur leitt til þess að nú um stundir ræða menn af kappi um nauðsyn þess að hækka eftirlaunaaldur. Einnig er rætt um að gera eigi fólki kleift að vinna lengur en til sjötugs. Ríkið hefur í hendi sér að taka upp slíka reglu gagnvart starfsmönnum hins opin- bera. Hverjar gætu lausnirnar verið? Hvað er til ráða? Ég tel að þeim sem auglýsa eftir starfsfólki beri skylda til þess að svara öll- um þeim umsóknum sem berast. Allt of margir þeirra sem ég hef rætt þetta mál við kvarta yfir því að þeir séu ekki virtir viðlits. Einnig þyrftu atvinnurekendur að veita miðaldra fólki oftar möguleika á að sanna sig með því að boða það í viðtal. Þá fær eldra fólk tækifæri til að sýna að það hefur ýmislegt til brunns að bera, ekki síð- ur en yngra fólkið. Gæti verið lausn að leggja ákveðnar skyldur á ríkið í þessum efnum, leggja á aldurskvóta í anda kynjakvóta eða ætt- um við að fella út kennitöluna í umsóknum til að hindra að þeim sé kastað í ruslið strax í upp- hafi? Væri lausn að nýta atvinnuleysisbætur til greiðslu hluta launa við nýráðningar fólks á þessum aldri til að hliðra til í þessum efnum? Starfsþjálfun, menntun og fræðsla Aukin fræðsla er auðvitað sjálfsagt mál, að auka hæfni þessa fólks og auðvelda því að bæta við sig menntun, en ekki síður þarf að auka þekkingu almennt í samfélaginu á vinnufærni eldri starfsmanna. Á hverjum brennur? Þáttur ríkisins hefur hér verið nefndur í sambandi við opinbera vinnumarkaðinn og skyldur gagnvart umsækjendum um störf hjá því. En á verkefnasviði verkalýðsfélaganna ætti málefnið einnig að vera ofarlega til að bæta hag umbjóðenda sinna í þessum efnum. Hér má einnig nefna að það mætti hugsa sér að atvinnuleysisbætur yrðu í auknum mæli tengd- ar tímalengd greiðslu tryggingagjalds vegna viðkomandi starfsmanns. Fyrirspurn Ég hef lagt fram fyrirspurn til skriflegs svars til fjármálaráðherra um aldur þess fólks sem ráðið hefur verið til ríkisins á seinustu ár- um. Svar við þeirri fyrirspurn gæti leitt í ljós hvernig ríkið stendur sig gagnvart þeim hópi sem hér er til umfjöllunar. Hugarfarsbreyting nauðsynleg Þingmenn voru sammála um að hér þyrfti hugarfarsbreytingu til og svo sannarlega þarf að taka umræðuna lengra um þetta þarfa mál- efni, sem ég veit að brennur á mjög mörgum úti í samfélaginu. Að vera atvinnulaus um lengri tíma veldur viðkomandi höfnunartilfinn- ingu, kvíða, þunglyndi og endar á stundum með örorku. Hér blasir við óæskileg staða þessa hóps á vinnumarkaði sem sporna þarf við. Opinberir aðilar sem oft eru stórir vinnuveit- endur gætu tekið að sér að vera til fyrirmyndar í þessu efni. Þeim ber að sýna gott fordæmi enda felast í því miklir þjóðfélagslegir hags- munir að nýta starfskrafta og reynslu eldra fólks. Eftir Karl Gauta Hjaltason » Að vinnufúst fólk á þessum aldri fái ekki atvinnu er merki um mikla sóun í sam- félaginu. Verið er að kasta verðmætum á glæ. Karl Gauti Hjaltason Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi kgauti@althingi.is Atvinnumöguleikar eldra fólks

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.