Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Nú er það löngu orðið svo að við búum í heimi þar sem ná- lægðin við fjarlæg og framandi menningar- svæði, lífsskoðanir og gildi verður æ meiri og blöndun kynþátta og fólks af ólíkum uppruna æ algengari. Hvort sem okkur líkar betur eða verr lifum við flest eftir einhvers konar viðmiðum um hvað er æskilegt og hvað er óæskilegt. Hvað telst rétt og hvað rangt. Hvað má og hvað ekki. Hvernig heppilegast er að umgangast náungann. Hverju eigum við að trúa og á hvað eigum við að trúa og þá hvers vegna? Eða eigum við yfir höfuð að vera að trúa ein- hverju eða á eitthvað eða treysta á eitthvert ósýnilegt bakland yfir höfuð? Feimnismál Trúmál eru í dag orðin slík feimnismál að margir forðast að ræða þau og eru feimnir og fullir af fordómum og ótta við að vilja fræðast um þau með hlutlausum hætti enda kannski ekki auð- hlaupið þar sem boð þess efnis eru verulega af skornum skammti. Þarna finnst mér að fjölmiðlar, ekki síst ljósvakamiðlar, gætu komið sterkir inn og boðið upp á samtal um trúmál og lífs- skoðanir yfirleitt. Flestir hafa ein- hverjar skoðanir á trúmálum og lífsskoð- unum en þora ekki og hafa ekki vettvang til að tjá sig, eiga samtal og fræðast. Það þarf að fræða fólk um trú- mál að mínu mati og ræða þau opið. Áherslur og gildi Innan kristninnar eru róm- versk-kaþólskir, grísk-kaþólskir, lúterskir og fjölbreyttar fríkirkj- ur, söfnuðir og hópar, hvítasunnu- kirkjur, baptistar, meþódistar og fleiri. Svo erum við að tala um önnur trúarbrögð eins og íslam, gyðingdóm, búddatrú, hindúisma og vafalaust jafnvel ólík afbrigði og afleggjara þeirra allra og svo auðvitað svo miklu fleiri auk alls kyns fjölbreyttra lífsskoðunar- félaga. Hverjar eru áherslurnar og gildin? Um hvað snýst þetta allt saman? Hvers vegna aðhyllist ég þetta og þú hitt og hvað varð til þess að svo varð? Af því bara? Arfleifðin? Persónuleg upplifun, reynsla eða trúarafstaða? Er það að velja sér trú eða lífsskoðun bara eins og að velja sér bíltegund eða íþróttafélag til að halda með? Um hvað snýst þetta allt saman? Hvað höfum við að leiðarljósi í líf- inu og hvers vegna? Má allt eða ekkert? Hvernig haga þessir hóp- ar sér eða einstaklingar í nafni trúar sinnar og hvers vegna? Hvað eigum við sameiginlegt og hvað sundrar? Getum við lifað saman í sátt og samlyndi með því að taka tillit hvert til annars eða er það bara lífsins ómögulegt? Er hugmyndafræði tiltekinna hópa hugsanlega svo mannskemm- andi og hættuleg að æskilegt væri hreinlega að koma í veg fyrir að þeir geti grasserað? Hver eða hverjir ætla að taka að sér að vita alltaf allt best og telja sig reiðu- búna að hafa endalaust vit fyrir öðrum? Heiðarleg fræðsla og upplýst umræða Að mínu mati þurfum við upp- lýsta fræðslu og kynningu. Heið- arlegt samtal til dæmis í fjöl- miðlum, ekki síst sjónvarpi. Hvað liggur fólki á hjarta? Hvers vegna erum við svona óttaslegin og kvíð- in? Af hverju má ekki ræða það sem innst inni skiptir fólk jafnvel mestu máli um líðan þess í sam- félaginu? Væri ekki bara áhuga- vert þroskamerki að upplýsa fólk svo við getum myndað okkur skoðanir og tekið sjálfstæða upp- lýsta afstöðu á okkar forsendum án leyndar eða hræðsluáróðurs? Og hallað okkur svo þangað sem andinn og hjartað leiðir okkur. Eru kannski jafn margar áherslur, hugmyndir og skoðanir innan sömu kirkjunnar eða hóp- anna eins og fólk er margt? Hvers vegna er það? Efnum til samtals og fræðslu til að auka skilning og minnka for- dóma. Forðumst öfga. Tölum sam- an. Hjálpumst að við að komast að því hver við erum, hvaðan við komum og hvert við þráum að stefna. Einsleitt pukur í horni er bara til að ala á fordómum í garð annarra. Með uppbyggilegri og vandaðri fræðslu og samtali finnur fólk fljótt hvað er ekta og hvað er hræðsluáróður. Þetta segi ég ekki og skrifa til að valda sundrung eða til að við getum toppað hvert annað með innistæðulausum gylliboðum, held- ur til að skapa upplýsta heilbrigða umræðu um það sem skiptir okkur máli. Umræðu sem leiðir svo von- andi til skilnings og samstöðu, uppörvunar og kærleika í hrædd- um og hrjáðum heimi sem virðist einhvern veginn því miður á helj- arþröm. Með einlægri kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Opinbert spjall um trúmál og lífsskoðanir Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Trúmál eru orðin slík feimnismál að marg- ir forðast að ræða þau og eru feimnir og fullir af fordómum og ótta við að fræðast um þau og tengja sig við þau. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 V ð f á 2024 SLT L iðLé t t ingur Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is er r 3.190.000 án vsk. Um nokkurt skeið hefur rekstur hjúkr- unarheimila verið afar erfiður. Fjármagn er af skornum skammti á meðan kröfur til þjón- ustunnar hafa aukist, bæði kröfur hins op- inbera en einnig sam- félagsins í heild. Á sama tíma er það fólk sem kemur inn á hjúkrunarheimili að verða veikara og hópur þjónustuþega er einnig orðinn fjölbreyttari eftir að aldurstakmörk inn í hjúkrunarrými voru afnumin úr lögum. Samkvæmt gildandi fjár- málaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki ætlunin að grípa til aðgerða út af þessari stöðu. Þvert á móti er í fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 2020 gert ráð fyrir að áframhaldandi skerðingu á fjárframlögum til hjúkrunarheim- ila, eins og gert hefur verið á þessu ári og gert var á því síðasta. Árið 2018 nam „aðhaldskrafan“ 215,5 milljónum króna, árið 2019 nam hún 201,3 milljónum og í drögum að næsta fjárlagafrumvarpi er gerð til- laga að 279,6 milljóna króna „að- haldskröfu“ á árinu 2020. Samtals nemur skerðingin 1,3 milljörðum króna frá ársbyrjun 2018 og árlegt rekstrarfé hjúkrunarheimila verður um 700 milljónum króna lægra en ef ekki hefði komið til umræddra „að- haldskrafna“. Samtök fyrirtækja í velferðarþjón- ustu hafa margoft upplýst alþing- ismenn um þessa hættulegu stefnu stjórnvalda. Ef til vill er það ein ástæða þess að fjárlaganefnd lagði til í meirihlutaáliti sínu um fjár- málaáætlunina í vor að „ráðherra skipi þverpólitíska nefnd sem fari yf- ir rekstur og framtíðarfyrirkomulag á byggingum og rekstri hjúkr- unarheimila“. Heilbrigðisráðherra hefur hins vegar ekki skipað slíka nefnd og nú, tæpu hálfu ári síðar, eru komin fram drög að nýju fjárlaga- frumvarpi sem kveður á um áfram- haldandi niðurskurð á rekstrarfé hjúkrunarheimila. Stundum er sagt að á uppgangstímum í hag- kerfinu sé mikilvægt að ríkissjóður gæti aðhalds í fjárútlátum en gefi frekar í þegar horfir til efnahagslægða. Þegar efnahagshrunið skall á samfélaginu árið 2008 voru útgjöld ríkissjóðs skorin niður á sem flest- um sviðum. Fjármagn til hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana var skorið markvisst niður. Undanfarin ár hefur ríkt ákveðinn stöðugleiki í fjármálum og jafnvel „góðæri“ á flestum sviðum eins og t.d. sést í stór- auknum útgjöldum ríkissjóðs. Marg- ar heilbrigðisstofnanir hafa fengið aukið rekstrarfé á hverju ári und- anfarin ár, en hvorki hjúkrunarheim- ilin né dagdvalirnar. Samt stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá árinu 2017: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila.“ Fagaðilar sem starfa á hjúkr- unarheimilum og dagdvölum lands- ins eru farnir að óttast næstu efna- hagslægð því hvar er hægt að draga saman ef aldrei er gefið í? Hvar skal bera næst niður við niðurskurð í rekstri, í samræmi við aðgerðir stjórnvalda eins og þær birtast í drögum fjárlagafrumvarpsins. Eftir því sem líður á hagsveifluna og „að- haldskröfunni“ er oftar beitt verður sú spurning áleitnari hvort aldrei komi að góðæri hjá hjúkrunarheim- ilum. Kemur þá aldrei góðæri hjá hjúkr- unarheimilum? Eftir Eybjörgu H. Hauksdóttur Eybjörg H. Hauksdóttir »Eftir því sem líður á hagsveifluna og að- haldskröfunni er oftar beitt, verður sú spurn- ing áleitnari hvort aldrei komi að góðæri hjá hjúkrunarheimilum. Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- taka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Sköpunarsaga Biblíunnar er frábær texti og innblásin táknmynd um lífið á jörðinni frá því það tók að þróast og til vendipunktsins, hins sjötta dags, þegar maðurinn kom til skjalanna. Skaparinn lét reyndar þau boð út ganga að náttúran öll skyldi vera „eign“ mannsins og honum til nytja. Líka var hann að tala um að konan ætti að vera manninum undirgefin en það vill enginn heyra lengur svo að við tökum það út fyrir sviga. En þetta með dýrin og grösin. Með þessum fyrirmælum um eignarhald mannsins á gæðum jarðar hefur ver- ið plantað samvisku í manninn gagn- vart náttúrunni sem sýnir sig núna glögglega um allan heim. Allir vilja bjarga náttúrunni, menga minna, hætta með plast og gasblöðrur og keyra á rafmagni. Það má leiða líkur að því að lítið verði gaman að lifa við þessar skerð- ingar allar. Rétttrúnaðurinn í kirkjunni og kommúnismanum var strangur og gleðisnauður. Þessi verður varla betri ef hann fær að magnast en nátt- úran nýtur vafans. Er það ekki krútt- legt? Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. ...en svo kom hinn sjötti dagur Adam og Eva. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Wikipedia: Peter Paul Rubens
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.