Morgunblaðið - 03.10.2019, Page 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019
✝ Hallgerður Sig-urgeirsdóttir
fæddist í Reykjavík
3. apríl 1928. Hún
andaðist á hjúkr-
unarheimilinu
Hrafnistu í Reykja-
vík 19. september
2019.
Foreldrar Hall-
gerðar voru Sig-
urgeir Finnur
Magnússon, f. 26.5.
1896, d. 30.5. 1987, verkstjóri og
síðar vélgæslumaður og bóndi á
Hólavöllum í Fljótum, og Lín-
björg Árnadóttir, f. 16.6. 1896, d.
16.10. 1966, húsfreyja og verka-
kona í Reykjavík. Þau eignuðust
sjö börn og var Hallgerður
þriðja yngst þeirra. Systkini
hennar voru Lárus, f. 2.10. 1923,
d. 1.8. 2017, Guðrún, f. 23.11.
1924, d. 21.3. 2004, Steinunn, f.
12.11. 1925, d. 27.8. 2002, Haf-
steinn, f. 6.2. 1927, d. 20.5. 1927,
Áslaug, f. 26.4. 1929, d. 5.5.
1987, og Ragna, f. 22.6. 1930, d.
19.9. 1937. Línbjörg og Sig-
urgeir slitu samvistum um 1940.
Hallgerður giftist 9. mars
13.12. 1965, framkvæmdastjóri.
Börn þeirra eru: a) Aldís Geirdal
Sverrisdóttir, f. 7.10. 1987, dóttir
Arnheiðar. Hún er gift Gunnari
Inga Ágústssyni, f. 15.11. 1987,
börn þeirra eru Þórunn, f. 11.4.
2016 og Ágúst Högni, f. 30.9.
2018. b) Vigdís Halla, f. 19.10.
1996, sambýlismaður hennar er
Flóki Þorleifsson, f. 12.2. 1996.
c) Gunnlaugur Eiður, f. 7.3.
2002.
Hallgerður gekk í Skildinga-
nesskóla og síðar Kvennaskól-
ann í Reykjavík og útskrifaðist
þaðan árið 1946. Þá fór hún að
vinna í Landsbankanum, þar
sem hún kynntist Gunnlaugi.
Hallgerður starfaði hjá Lands-
bankanum og síðar Seðlabank-
anum þegar hann varð að sjálf-
stæðri stofnun, síðast sem ritari
bankastjóra. Hún hætti að vinna
í bankanum fljótlega eftir fæð-
ingu yngri sonarins.
Hallgerður og Gunnlaugur
bjuggu á Fálkagötu 30 í Reykja-
vík, þar sem Hallgerður er fædd
og uppalin, þar til þau fluttu á
Kaplaskjólsveg 67 árið 1968 þar
sem þau bjuggu lengst af. Þar
bjó Hallgerður til ársins 2006
þegar hún flutti á Grandaveg 47
en síðustu tvö æviárin dvaldi
hún á Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Hallgerðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 3. október
2019, klukkan 13.
1957 Gunnlaugi
Kristjánssyni, f. 6.4.
1929, d. 21.7. 1991,
aðstoðarbanka-
stjóra úr Reykjavík.
Foreldrar hans
voru Kristján Finn-
ur Jónsson, f. 30.10.
1902, d. 29.9. 1971,
kaupmaður, og
Ingibjörg Gunn-
laugsdóttir, f. 4.1.
1905, d. 10.6. 1930.
Ingibjörg lést þegar Gunnlaugur
var eins árs gamall og var hann
því alinn upp hjá fósturfor-
eldrum Ingibjargar, þeim Jóni
Sigurðssyni skipstjóra og konu
hans Elínu Sigurðardóttur á
Blómsturvöllum við Hverfisgötu
í Reykjavík.
Synir Hallgerðar og Gunn-
laugs eru: 1) Jón Bragi Gunn-
laugsson, f. 28.6. 1958, viðskipta-
fræðingur. Dóttir hans og Huldu
Guðmundsdóttur, f. 5.8. 1958,
verkfræðings, er a) Heiða Dögg,
f. 31.12. 1975. 2) Björgvin Lárus
Gunnlaugsson, f. 21.4. 1961, tölv-
unarfræðingur. Kona hans er
Arnheiður Guðmundsdóttir, f.
Komið er að leiðarlokum hjá
Hallgerði tengdamóður minni.
Eftir sitja minningar um glæsi-
lega konu sem átti innihaldsríka
og góða ævi. Hallgerður tók mér
opnum örmum þegar við Björgvin
fórum að vera saman og strax kom
í ljós sá eiginleiki hennar að láta
öllum líða vel í návist sinni. Hún
átti auðvelt með að halda uppi
samræðum og hafði gaman af því
að segja frá enda var Hallgerður,
eða Halla eins og hún var oftast
kölluð, búin að ferðast víða og
hafði frá ýmsu skemmtilegu að
segja. Systkini Höllu voru henni
kær og missti hún mikið þegar
eldri systur hennar dóu með
stuttu millibili. Af stórum systk-
inahópi fór það svo að hún og Lár-
us náðu bæði háum aldri og ræddi
hún það stundum að því hefði aldr-
ei neinn trúað sem þekkti þau þeg-
ar þau voru lítil enda voru þau oft
lasin.
Halla var svo heppin að ganga í
Kvennaskólann en það var ekki
sjálfgefið á þeim tímum sem hún
ólst upp á að fá tækifæri til að fara
í nám eftir grunnskóla. Kvenna-
skólinn var henni hugleikinn og
eignaðist hún góðan vinkvenn-
ahóp þar sem hittist reglulega og
fylgdust þær að í lífinu. Sauma-
klúbburinn hennar var mjög sam-
heldinn og ferðaðist saman til út-
landa í mörg ár, lögðu þær pening
í sjóð í hverjum saumaklúbbi og
fóru svo í ferðir fyrir það sem hafði
safnast. Hún átti margar fleiri
góðar vinkonur sem hafa reynst
henni einstaklega vel í gegnum líf-
ið og voru duglegar að ferðast með
henni og hitta hana og sinntu
henni af mikilli alúð fram á loka-
dag.
Halla fylgdist vel með öllum
barnabörnunum og sinnti þeim af
umhyggju. Þegar þau fóru til
hennar ýtti hún öllu til hliðar og
fengu þau alla hennar athygli á
meðan þau voru hjá henni. Sagna-
listin var henni töm og sagði hún
þeim oft sögur. Hún var natin við
að spila við þau lönguvitleysu,
kenndi þeim að gera himinháar
spilaborgir og var alltaf tilbúin til
að lesa fyrir þau. Halla leitaðist við
að elda uppáhaldsmatinn þeirra
þegar þau komu til hennar og vildi
allt fyrir þau gera. Hún ljómaði
þegar hún hitti barnabarnabörnin
og þá komst lítið annað að.
Halla var eins og hefðarkona í
útliti og háttum og fas hennar allt.
Hún fylgdist vel með því sem var
að gerast í þjóðfélaginu enda bráð-
gáfuð og skörp. Ferðalög til út-
landa voru eitt af því sem hún
elskaði að skipuleggja og einnig
sýndi hún ferðalögum annarra
mikinn áhuga, gaf sér tíma til að
skoða ljósmyndir og hlusta á
ferðasögur. Það var gaman að
ferðast með Höllu og fórum við
m.a. með henni um bæði Þýska-
land og Frakkland og var henni
hugleikið að sýna okkur staði sem
hún hélt upp á eftir að hafa ferðast
oft með Gunnlaugi manni sínum
um Evrópu. Hún las enskar bæk-
ur eins og enginn væri morgun-
dagurinn og óskaði sér einskis
heitar en að fá bækur í jólagjöf.
Eftir að einkenni alzheimers fóru
að verða meiri hjá henni var skrýt-
ið að sjá hvernig hennar sterku
áhugamál skinu í gegn og hún tal-
aði oftar en ekki ensku við starfs-
fólkið sem sinnti henni, hélt að hún
væri á ferðalagi á fínu hóteli og
vildi handfjatla bækur. Ég kveð
með sorg í hjarta glæsilega og
hjartagóða tengdamóður, hvíl í
friði kæra Halla.
Arnheiður.
Amma Hallgerður var yndisleg
í alla staði. Bæði var hún góð
amma sem hafði alltaf tíma fyrir
mig þegar ég kom í heimsókn og
einnig var hún kona sem ég var
svo lánsöm að kynnast vel og eiga
sem góða vinkonu. Ekki bara eftir
að ég komst á fullorðinsárin held-
ur varð taugin snemma sterk.
Mér leið alltaf vel í návist henn-
ar og ég elskaði að koma á Kapla-
skjólsveginn eftir skóla og spjalla,
stundum læra heimalærdóminn
við eldhúsborðið og ekki síst til að
heyra sögurnar hennar. Stundum
skrapp ég líka til ömmu og afa í
hádeginu, tók þá strætó utan af
Seltjarnarnesi þar sem ég gekk í
skóla og fékk þá jafnvel skutl frá
afa Gunnlaugi aftur í tæka tíð fyrir
tímana eftir hádegi. Hann kom yf-
irleitt heim úr bankanum í hádeg-
ismat, nógu tímanlega fyrir há-
degisfréttirnar í Ríkisútvarpinu
og átti það til að segja „bíddu við“
ef honum fannst við amma spjalla
helst til mikið og það kom frétt
sem hann vildi heyra betur.
Krossgátur voru partur af lífinu
á Kaplaskjólsvegi. Bæði amma og
afi voru yfirleitt með krossgátu-
bók í seilingarfjarlægð. Ég lærði
orðaforðann smám saman og við
dunduðum okkur saman yfir
krossgátum en stafarugl og
myndagátan um áramót voru
einnig vinsæl heilabrot. Landap-
arís var líka vinsæll en það er snið-
ugur punkta- og strikaleikur sem
amma kenndi okkur barnabörn-
unum.
Amma var sagnaþulur af guðs
náð og sagði skemmtilega frá. Líf-
inu af Grímsstaðaholtinu lýsti hún
þannig að mér finnst ég nánast
hafa verið á staðnum. Ég fékk
einnig nýja sýn á sögurnar hennar
úr Landsbankanum þegar ég fékk
sjálf sumarvinnu í aðalútibúinu í
Austurstræti eitt sumar. Að
ganga um sömu gólfin rúmum
þremur áratugum eftir að hún
hætti þar gæddi frásagnirnar nýju
lífi í huga mér.
Síðan voru það ferðalögin. Hún
talaði um að fara í siglingu sem
var ferðamátinn framan af en það
breyttist auðvitað þegar flugið tók
við. Þau afi ferðuðust mikið og ég
beið spennt eftir fullu fatapokun-
um sem biðu mín eftir utanlands-
ferðirnar þeirra en ég held að
amma hafi haft mjög gaman af því
að kaupa á litlu ömmustelpuna
sína.
Henni þótti óskaplega gaman
að heyra ferðasögur og varð alltaf
spennt þegar hún heyrði að ég
ætti ferðalag í vændum. Ég varð
líka þeirrar gæfu aðnjótandi að
ferðast nokkrum sinnum með
henni, m.a. til London ásamt
mömmu og móðurömmu minni, til
Kaupmannahafnar með báðum
ömmunum mínum í aðventuferð
eitt árið og ógleymanleg er menn-
ingarferð til Ítalíu með mömmu,
ömmu og Ólöfu vinkonu ömmu.
Við ferðuðumst líka innanlands og
sumarbústaðaferðirnar voru ófá-
ar, bæði í Selvík og á aðra staði
eftir að afi dó. Þá leigði mamma
stundum bústað og H-in fjögur,
Hulda, Herdís, Hallgerður og
Heiða lögðu land undir fót. Þetta
voru yndislegar ferðir.
Amma var stór partur af mínu
lífi og allt fram á síðasta dag fann
ég að í hjarta sér vissi hún hver ég
væri þótt nafnið væri gleymt.
Lundin léttist oft þegar ég var bú-
in að sitja með henni í svolítinn
tíma og þá glitti í hennar gamla
sjálf.
Minningarnar um ömmu eru
margar og ljúfar. Ég kveð með
djúpu þakklæti „og ef það er pláss
þá hittumst hinum megin“.
Heiða Dögg.
Hallgerður Sigurgeirsdóttir er
látin.
Halla var móðursystir mín og
sú síðasta af systkinahópnum af
Fálkagötunni til að kveðja. Systk-
inin stóðu þétt saman í gleði sem
sorg og gömlu gildin voru í heiðri
höfð. Halla var traust og alltaf til
staðar og engum var gleymt. Hún
var góð fyrirmynd og góð heim að
sækja þar sem hlýja, gestrisni og
góð nærvera umvöfðu mann. Orð
gátu verið óþörf. Ég þakka af öllu
hjarta allt það góða sem mér og
mínum var gefið. Minningin mun
lifa.
Innilegar samúðarkveðjur til
Nonna, Heiðu, Björgvins, Arn-
heiðar og fjölskyldunnar allrar.
Ragna Hafdís og fjölskylda.
Mín kæra vinkona og amma
dóttur minnar hefur nú sagt skilið
við þennan heim, níutíu og eins
árs að aldri. Ég þakka þær stund-
ir sem við áttum saman, það er
víst ekki öllum gefið að ná svo
háum aldri.
Ég kynntist þeim hjónum Hall-
gerði og Gunnlaugi fyrir 44 árum
þegar dóttir mín og ömmubarnið
þeirra kom í heiminn. Okkur varð
strax vel til vina og tengdust fjöl-
skyldur okkar góðum vinabönd-
um þó við Jón Bragi værum ekki í
föstu sambandi. Minningar um
þann tíma sem við fjölskyldurnar
áttum saman verða vel geymdar
því nú eru bæði Gunnlaugur og
Hallgerður látin.
Einn vetur tók Hallgerður að
sér að passa Heiðu Dögg á meðan
ég var í skólanum. Ég kom því
daglega á Kaplaskjólsveginn
þennan veturinn og hitti þau hjón-
in eftir skóla og áttum við ánægju-
legt spjall saman.
Hallgerður og Gunnlaugur
höfðu gaman af því að ferðast og
kom maður aldrei að tómum kof-
unum hjá þeim um hvert væri
skemmtilegt að fara og hvað ætti
að skoða. Hallgerður hélt dag-
bækur um allar sínar ferðir og gat
hún flett upp hvað t.d. bílaleigubíll
eða kaffibolli kostaði á þeim stöð-
um sem þau fóru á. Þegar Heiða
Dögg var unglingur þá fór ég með
hana til Riccione. Þar hittum við
Hallgerði og Gunnlaug sem voru á
ferðalagi um Ítalíu. Við eyddum
með þeim degi og fórum meðal
annars í skemmtigarðinn „Italia
in Miniatura“ og út að borða um
kvöldið.
Eftir að Gunnlaugur lést fór
Hallgerður að ferðast með okkur
mæðgum, Heiðu Dögg barna-
barni, mér og móður minni Her-
dísi. Við vitnuðum oft í okkur sem
H-in fjögur, Hallgerður, Heiða,
Hulda og Herdís. Við fjórar fórum
oft saman í ferðir bæði innanlands
og utan. Á sumrin ókum við um
landið og þræddum áhugaverða
staði og gistum í svefnpokapláss-
um á Edduhótelum eða í bænda-
gistingum. Við höfðum nesti með-
ferðis til að geta sest út í
náttúruna og fengið okkur að
drekka þar sem okkur datt í hug.
Við fórum meðal annars tvisvar
til Þýskalands þar sem við leigð-
um okkur bílaleigubíl og ókum á
milli borga og skoðuðum það sem
merkilegt var að sjá og síðan fór-
um við einnig til Ítalíu og London.
Við vorum stundum bara þrjár
saman, því Heiða Dögg var búin
að ráða sig í sumarvinnu og komst
ekki með. Við Hallgerður fórum
síðan tvær saman í aðventuferð til
Frankfurt í Þýskalandi og upp-
lifðum jólastemninguna þar og
var sú ferð mjög ánægjuleg.
Hallgerður hafði gaman af því
að fræðast um allt mögulegt.
Endurmenntun Háskóla Íslands
bauð upp á námskeið og námsferð
til Ítalíu. Á námskeiðinu var
brugðið upp mynd af náttúru og
sögu Suður-Ítalíu eins og hún
birtist í myndum og máli róman-
tísku stefnunnar. Hallgerður og
Ólöf vinkona hennar ákváðu að
fara á námskeiðið og slógum við
Heiða Dögg til líka. Í ferðinni var
farið til Mílanó, siglt frá Genóa til
Sikileyjar, farið til Napólí og end-
að í Róm.
Hallgerðar sakna ég töluvert
en hugga mig við að ég á mjög
margar ljúfar minningar sem ég
geymi í hjarta mínu.
Við Hilmar sendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur til Jóns
Braga, Björgvins og fjölskyldu og
Heiðu Daggar.
Hulda Guðmundsdóttir.
Mig langar að minnast góðrar
vinkonu minnar, Hallgerðar Sig-
urgeirsdóttur, sem lést 19. sept-
ember síðastliðinn, með nokkrum
orðum.
Gamlárskvöld 1975 fæddist
yndisleg stúlka sem var fyrsta
ömmubarn okkar beggja. Dóttir
okkar Hulda og sonur hennar Jón
Bragi eru foreldrarnir. Á nýárs-
dag 1976 kynntumst við þessar
tvær fjölskyldur og var það upp-
haf góðrar vináttu okkar. Batt
þessi litli sólargeisli okkur mjög
sterkum böndum og nutum við
þess að fá að passa hana, foreldr-
arnir bæði nemendur í Mennta-
skólanum í Reykjavík.
Hallgerður var heimavinnandi
húsmóðir og átti glæsilegt heimili
með manni sínum og tveimur son-
um á Kaplaskjólsvegi. Þau hjónin
voru mjög samrýnd og fóru mörg
sumur í utanlandsferðir þar sem
þau tóku bílaleigubíl og óku um
alla Evrópu. Við fjölskyldan
bjuggum á Seltjarnarnesi, ekki
langt frá.
Árin liðu og Heiða Dögg var
oft hjá þeim og pabbi hennar og
afi kenndu henni meðal annars að
tefla. Árið 1991 lést Gunnlaugur
snögglega langt um aldur fram.
Hallgerður var mjög bók-
hneigð og las jafnt íslenskar og
enskar bækur og var fljót með
hverja bók. Hún seldi síðan þegar
fram liðu stundir raðhúsið sitt á
Kaplaskjólsvegi og keypti íbúð á
Grandavegi. Þar bjó hún sér fal-
legt heimili og þangað var nota-
legt að koma.
Aðstæður voru þannig að Hall-
gerður var ekkja og ég fráskilin
og fórum við saman í nokkrar ut-
anlandsferðir og Hulda og Heiða
Dögg stundum með. Hallgerður
var mjög fróð og gaman að njóta
kunnáttu hennar og visku. Eitt
sinn flugum við út til Trier og tók-
um bílaleigubíl sem Hulda ók og
við ömmurnar nutum okkar. Við
fórum stundum hraðbrautirnar
og stundum fallega sveitavegi og
gistum í fallegum bæjum í Þýska-
landi.
Ég var svo heppin að eiga góð-
an lítinn bíl og Hallgerður fór
með mér í kringum landið og svo
skruppum við stundum til Þing-
valla, á Gullfoss og Geysi og fleiri
staða og verð ég henni ævinlega
þakklát fyrir þessar ferðir.
Því miður kom að því að hún
hætti að muna og þekkja okkur
og alzheimer-sjúkdómurinn tók
völdin. Hún lést á hjúkrunar-
heimilinu Hrafnistu í Reykjavík
og ég sakna hennar og þakka
henni innilega samfylgdina.
Fjölskyldu hennar sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Hvíl í friði.
Herdís Óskarsdóttir.
Það er táknrænt að þegar Jón
Bragi hringdi til að tilkynna mér
lát mömmu sinnar var ég á ferða-
lagi um Snæfellsnes. Ég minntist
með gleði ferðar sem ég var svo
lánsöm að fá að fara í fyrir tíu ár-
um. Kvennaferð um Vestfirði sem
Halla, Ólöf og mamma höfðu
ákveðið að fara í. Þetta var hin
besta ferð, fróðleg og mikið fjör.
Halla naut sín. Við Halla fórum í
„mörg önnur ferðalög saman“
sitjandi inni á Kaplaskjólsvegin-
um, Grandaveginum eða á Hrafn-
istu. Halla sagði líflega frá ferð-
um sínum. Með Gunnlaugi
ferðaðist Halla víða og stóðu ferð-
ir um Mið-Evrópu upp úr. Þau
fóru einnig í sólalandaferðir með
sonum sínum, vinafólki og fjöl-
skyldu. Eftir að Gunnlaugur féll
frá ferðaðist Halla m.a. með
Ólöfu.
Ég kynntist Höllu fyrir 40 ár-
um þegar við tengdumst fjöl-
skylduböndum. Ég þekkti Jón
Braga sem vin bróður míns. Halla
tók mér strax vel. Mamma og
Halla náðu einnig vel saman.
Halla ólst upp í stórum sam-
heldnum systkinahópi. Mamma
þeirra hélt þétt utan um börnin.
Heimilið var fátækt af veraldleg-
um gæðum en ríkt andlega. Halla
hafði góða nærveru, var léttlynd,
fróð, víðlesin og vel menntuð þó
að hún væri ekki langskólageng-
in. Eldri systkin hennar og kona
ótengd fjölskyldunni studdu hana
til náms. Fyrir það var Halla
óendanlega þakklát.
Sumarið 1981 hittumst við fyr-
ir tilviljun að morgunlagi fyrir ut-
an Húnavelli. Við vorum sex ung-
lingar sem vorum í tjaldi við
Svínavatn. Halla og Gunnlaugur
höfðu gist á hótelinu og voru að
halda af stað út í daginn. Höllu
fannst sniðugt að við skyldum hitt-
ast þarna. Hún hló svo innilega að
við fórum öll að skellihlæja. Hún
fræddi okkur um svæðið, enda
ættuð úr Húnavatnssýslunni í
báðar ættir. Í ljós kom að við höfð-
um verið á slóðum mömmu henn-
ar. Eftir að við kvöddum þau hjón-
in fórum við auðvitað að Mosfelli
til að kíkja á staðinn þar sem
mamma hennar Höllu fæddist.
Þó það sé fyrst núna komið að
leiðarlokum er langt síðan við
misstum Höllu eins og við þekkt-
um hana. Það var erfitt að horfa á
eftir henni inn í sjúkdóm minnis-
leysis. Það var líka erfitt fyrir
Höllu, sem varð týnd og óörugg.
Lengi vel gat Halla spjallað um
ferðalög, skólagöngu sína og sam-
félagið á Grímsstaðaholtinu. Svo
hvarf það líka. Hún var alltaf glöð
þegar ég kom í heimsókn og enn
glaðari þegar ég kom með sonar-
son minn. Undir það síðasta fórum
við Halla inn í herbergið hennar,
hlustuðum á íslensk sönglög og
trölluðum með. Þegar Halla varð
níræð vildi svo skemmtilega til að
Stefán tenór kom á deildina og
söng og sprellaði fyrir heimilis-
fólk. Halla lallaði brosandi með.
Þetta var ekki í fyrsta skipti sem
hann söng fyrir Höllu því að fyrir
nokkrum árum fékk Halla Stefán
og félaga hans í afmælisgjöf.
Halla hafði yndi af ferðalögum.
Nú er Halla lögð af stað í sína
hinstu för. Eftir lifa góðar minn-
ingar. Það er táknrænt að ég get
ekki fylgt Höllu minni síðasta
spölinn þar sem ég verð á ferða-
lagi um framandi slóðir í Asíu. Ég
kveð góða konu og minnist hennar
með þakklæti fyrir vináttu, tryggð
og hlýju í minn garð. Jóni Braga,
Heiðu og Björgvini og fjölskyldu
sendi ég innilegar samúðarkveðj-
ur.
Sigurbjörg (Idda).
Kær vinkona og ferðafélagi til
margra ára er látin, 91 árs að
aldri, eftir erfið veikindi.
Við Hallgerður kynntumst
fyrst við bankastörf árið 1951, en
hún vann í mörg ár í Landsbank-
anum og síðar sem einkaritari
seðlabankastjóra. Hún hafði lokið
kvennaskólaprófi með láði og hlot-
ið silfurskeið í verðlaun. Hallgerð-
ur var afbragðsnemandi og var
sérlega góð í ensku. Hún hafði fyr-
ir sið þegar hún fékk útborgað úr
bankanum að kaupa sér enska
skáldsögu í Bókabúð Snæbjarnar
(The English Bookshop). Lestur
enskra bóka varð hennar ástríða
alla tíð.
Í Landsbankanum kynntist
Hallgerður lífsförunauti sínum,
Gunnlaugi Kristjánssyni, sem síð-
ar varð aðstoðarbankastjóri. Þau
bjuggu sér fallegt heimili í Vest-
urbænum og eignuðust tvo
hrausta og myndarlega drengi,
sem Hallgerður helgaði krafta
sína, og bar hún mikla umhyggju
fyrir fjölskyldu sinni alla tíð. Þau
hjónin nutu þess að ferðast til ann-
arra landa, enda fróðleiksfús og
miklir fagurkerar, og komu þau
oft með marga fallega muni heim
með sér. Gunnlaugur og Bjarni,
eiginmaður minn, voru æskuvinir
og nutum við oft skemmtilegra
stunda við endurminningar og
ferðasögur. Gunnlaugur lést árið
1991, og var það mikið áfall.
Fyrir rúmum tuttugu árum, er
við Hallgerður vorum orðnar
ekkjur en vorum enn með ferða-
bakteríuna, hófum við að ferðast
saman. Við fórum fyrst til Taí-
lands, síðan til ýmissa Evrópu-
landa og þrisvar til Kanada. Hall-
gerður var sérlega góður
ferðafélagi. Við vorum duglegar
að ganga og skoða ýmsar gersem-
ar borganna sem við heimsóttum.
Þessum ferðum lauk fyrir nokkr-
um árum við veikindi Hallgerðar.
Við höfum þó átt góð ár saman,
þar sem við höfum búið í sama
húsi í tólf ár og notið vináttunnar
áfram.
Blessuð sé minning góðrar
konu. Samúðarkveðjur til fjöl-
skyldunnar.
Ólöf Pálsdóttir.
Hallgerður
Sigurgeirsdóttir