Morgunblaðið - 03.10.2019, Side 46

Morgunblaðið - 03.10.2019, Side 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 ✝ Margrét Ing-ólfsdóttir fæddist á Ak- ureyri 19. sept- ember 1926 og ólst upp á Strand- götu 25b. Hún andaðist á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 22. september 2019. Foreldrar hennar voru hjón- in Ingibjörg Hall- dórsdóttir, húsmóðir og verka- kona, f. 15. nóvember 1904, frá Þorsteinsstöðum í Grýtu- bakkahreppi, d. 24. október 1994, og Ingólfur Guðmunds- son Seyðfjörð, vélstjóri og verkamaður, f. 23. júlí 1897, frá Akureyri, d. 13. febrúar 1962. Systir Margrétar var Sigurlaug Ingólfsdóttir, hús- móðir og starfsmaður Sjúkra- samlags Akureyrar, f. 2. apríl 1928, d. 1. nóvember 2014, og fóstursystir hennar er Ásta Sigurðardóttir, sjúkraliði á Akureyri, f. 20. febrúar 1943, systurdóttir Ingibjargar Hall- dórsdóttur. Margrét giftist Kristjáni Ró- bertssyni. Þau skildu. Þeirra synir eru: 1) Guðmundur Ingi Kristjánsson, f. 25. maí 1950, ann í Reykjavík. Hún vann svo í Rúgbrauðsgerðinni og síðar einnig í Hveragerði hjá frænda sínum Georg Michel- sen bakara. Árið 1950 fluttist hún með manni sínum til Raufarhafnar þar sem hann var prestur, síðan til Siglu- fjarðar árið 1951 og fluttist svo aftur til Akureyrar 1954. Árið 1960 fór Margrét til Reykjavíkur og bjó fyrst hjá ömmusystur sinni Rósu Páls- dóttur á Laufásvegi 65, en síð- ar í Mjóuhlíð 10, þangað sem hún flutti ásamt sonum sínum þremur og móður sinni Ingi- björgu. Í Reykjavík starfaði Margrét fyrst hjá klæðaversl- un Andrésar Andréssonar Laugavegi 3, upphaflega við saumastörf, en síðan við af- greiðslu. Einnig vann hún í versluninni Gefjun Austur- stræti, síðar Torginu, þá í verslun Sambandsins í Holta- görðum, en endaði starfsfer- ilinn í Hagkaup í Kringlunni. Margrét fluttist eftir það á Rekagranda 3 í Reykjavík. Hún tók þátt í félagsstörf- um um tíma hjá Framsóknar- flokknum og vann sjálf- boðaliðastörf við fatasöfnun Hjálpræðishersins við Vest- urgötu í Reykjavík. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útför Margrétar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 3. október 2019, og hefst athöfn- in klukkan 15. kvæntur Árdísi Ív- arsdóttur, f. 27. janúar 1954. Börn þeirra eru: a) Hildur Guðmunds- dóttir, eiginmaður hennar er Thor Magnus Berg, b) Jón Pétur Guð- mundsson, kvænt- ur Lilju Guðrúnu Jóhannsdóttur. 2) Kristján Róbert Kristjánsson, f. 27. febrúar 1954, kvæntur Soffíu Thor- arensen, f. 18. ágúst 1961. Börn þeirra eru: a) Birgir Ís- leifur Gunnarsson, kvæntur Ernu Bergmann, b) Unnur El- ísabet Gunnarsdóttir, í sambúð með Þorgils Helgasyni, c) Jón- as Ingi Thorarensen Krist- jánsson, í sambúð með Elísu Rún Geirdal. 3) Ingólfur Björgvin Kristjánsson, f. 4. nóvember 1957, kvæntur Þóru Hjartardóttur, f. 11. septem- ber 1957. Þeirra börn eru: a) Anna Þorbjörg Reynisdóttir, b) Margrét Ingólfsdóttir, maki Guðni Rúnar Gíslason, c) Ingi- björg Sól Ingólfsdóttir. Lang- ömmubörnin eru orðin sextán. Þegar unglingsárum sleppti fór Margrét í Húsmæðraskól- Í dag er ástkær móðir mín lögð til hinstu hvílu og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum þó svo að orð fái seint fullþakkað allt það sem hún gerði fyrir mig og mína. Fyrstu minningar mínar um móður mína eru frá því ég var á fjórða ári að hún flyst með mig og bróður minn upp á háa- loft á Laufásveginum. Var hún þá orðin einstæð móðir og þurfti að ala önn fyrir þremur sonum. Voru þetta mikil um- skipti á hennar högum og hefur eflaust ekki alltaf verið auðvelt. En þá sem alltaf sýndi hún styrk sinn og þolgæði og ekki fann ég fyrir því að lífið ætti að vera eitthvað öðruvísi en það var. Tveimur árum síðar flutti svo amma Ingibjörg til okkar ásamt þriðja bróðurnum og fjölskyldan settist að í Mjóuhlíð 10. Mamma vann ein fyrir heimilinu og amma sá um heimilið. Þetta voru góðir tímar, góð ár, sem ljómar af í minningunni. Það er óhætt að segja að mamma kostaði öllu til að skapa mér og bræðrum mínum öruggt heimili og ásamt ömmu kenndi hún okkur muninn á réttu og röngu og lagði grunn- inn að þeim gildum sem við héldum með út í lífið og þau gildi hafa reynst vel eins og annað veganesti sem hún útbjó okkur með. Í gegnum árin mátti hún þola sinn skammt af mótlæti og er það hreint með ólíkindum hvernig henni tókst að fóta sig á erfiðum vegum. Þar spilaði góða skapið stóra rullu ásamt norðlensku seiglunni sem hún hafði nóg af. Og þar birtist kannski stærsta lexían sem hún kenndi mér, það að gefast ekki upp. Mamma var stórbrotinn per- sónuleiki. Hún var afskaplega lífsglöð kona og mikil fé- lagsvera. Hún hafði mjög sterka frásagnargáfu og var hrein unun að heyra hana segja frá. Þá hafði hún gaman af að lesa, ekki síst ljóð. Þegar skóla- kerfið gerði sitt ýtrasta til að vekja hjá mér lífstíðaróbeit á þeirri göfugu list voru það hún og amma sem héldu ljóðinu á lífi í mér. Og ekki má heldur gleyma áhuga hennar á ætt- fræðinni. Þar var mamma alltaf fremst meðal jafningja og er ég viss um sú þjálfun og hugar- leikfimi sem ættfræðin var hjálpaði henni að halda hugan- um virkum fram á síðasta dag. Blessuð sé minning hennar. Ingólfur B. Kristjánsson. Í dag kveðjum við elskulega móður og tengdamóður, Mar- gréti Ingólfsdóttur. Á lífsins vegi mætum við alls kyns verkefnum, smáum og stórum, sem misauðvelt er að leysa. Margrét fékk svo sann- arlega sinn skerf og sum þeirra verkefna sem henni mættu voru bæði stór og erfið. Ung stóð hún ein með þrjá barnunga syni. Þá tóku við erfiðir tímar, en hún mætti erfiðleikum með seiglu og reisn. Hún hafði ekki úr miklu að moða en átti góða að sem stóðu við bakið á henni og sonunum. Með seiglunni og góðra manna hjálp kom hún sonum sínum til manns. Síðustu misserin varð henni tíðrætt um að tími hennar hér á jörð væri senn á enda og þegar hún leit yfir farinn veg sagðist hún þrátt fyrir allt vera sátt við lífshlaup sitt. Hún var stolt af öllum afkomendum sínum og fylgdist vel með því sem þeir tóku sér fyrir hendur. Okkar ósk er að barnabörnin tileinki sér styrk hennar og þrautseigju og segi sínum börnum frá þess- ari sterku formóður og að þau þekki lífssögu hennar sem markaðist af baráttu þar sem uppgjöf var aldrei inni í mynd- inni. Þegar nóttin kemur taktu henni feginshugar. Hún mun loka hurðinni að baki deginum og lyfta byrði hans af herðum þínum. Hún, sem geymir fortíðina og safnar óskunum, mun vita hvert skal leiða þig og vídd hennar er önnur. (Þóra Jónsdóttir) Blessuð sé minning Mar- grétar Ingólfsdóttur. Guðmundur Ingi og Árdís. Margrét tengdamóðir mín til tuttugu og fimm ára er látin. Mikið var ég heppin að kynnast henni. Hún var einstaklega hlý, skemmtileg, fróð og höfðingi heim að sækja. Ég man hvað móttökurnar voru góðar þegar ég hitti hana í fyrsta skipti í Mjóuhlíð. Uppdekkað borð að svigna undan veitingum og spjallið áreynslulaust – eins og við hefðum alltaf þekkst. Og fyrr en varði var hún búin að komast að því að við værum töluvert skyldar. Hún var nefni- lega mikill ættfræðingur og gat rakið fólk saman langt aftur í ættir. Og hún tók börnunum mínum opnum örmum og sýndi þeim alla tíð mikinn áhuga og ástúð, hún var frábær amma. Stuttu eftir að Jónas Ingi okkar fæddist flutti Margrét á Rekagrandann og bjó á sömu hæð og við. Það var því mikið skotist yfir til ömmu Margrétar enda stutt að fara og alltaf komu krakkarnir sælir, glaðir og mettir af þeim fundum. Hjá henni var spilað og spjallað og oftar en ekki leysti hún þau út með gjöfum. Margrét var ótrúlega dugleg og þrautseig í sínu lífi og mikil fyrirmynd. Hún gafst aldrei upp og hélt alltaf mikilli reisn. Hún varð ung eina fyrirvinnan á heimilinu með þrjá syni en móð- ir hennar Ingibjörg flutti til hennar og var henni ómetanleg stoð. Í sameiningu tókst þeim að komast í gegnum erfiða tíma og heimili þeirra var fallegt og gestkvæmt. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir allar okkar góðu stundir saman; spjallið, kaffiboðin, ferðalögin og bæjarferðirnar. Ég kveð mína yndislegu tengda- móður með söknuði og þakk- læti. Soffía Thorarensen. Kær tengdamóðir mín hefur kvatt þessa jarðvist eftir 93 ár. Ég kynntist henni fyrir rúmum 38 árum þegar við Ingi sonur hennar fórum að rugla saman reytunum. Ég gleymi aldrei okkar fyrstu kynnum, hennar og Ingi- bjargar móður hennar en þær bjuggu þá saman í Mjóuhlíðinni. Mér og Önnu minni, tveggja ára, var boðið í sunnudagskaffi. Þegar ég leit yfir kaffiborðið hélt ég að von væri á fjölda manns, svo flottar voru veiting- arnar. Þetta lýsir vel hennar höfðingsskap því það var hún alla tíð, höfðingi heim að sækja. Margar minningar eigum við fjölskyldan um skemmtilegar ferðir, en hún elskaði að ferðast. Fórum við fjölskyldan tvisvar með henni til útlanda, árið 1990 til Austurríkis en þá var móðir mín einnig með í för. Það var ógleymanleg ferð í alla staði og ekki síst þegar ömmurnar sett- ust á reiðhjól með okkur fjöl- skyldunni og við hjóluðum kringum vatnið í Walchsee. Þá hafði Margrét ekki hjólað að hennar sögn í 40 ár. Þær tengd- ust líka vel móðir mín og Mar- grét í þeirri ferð og er ég henni ævinlega þakklát fyrir þá vin- áttu. Einnig fórum við saman til Mallorca ásamt Kristjáni og hans fjölskyldu, það var góð ferð. Hún elskaði sól og hita og þoldi það betur en nokkur ann- ar í þeirri ferð. Við ferðuðumst líka með henni innanlands á sumrin, fórum m.a. hringinn um landið og dvöldum oft í sum- arbústöðum. Hún hafði einstaka frásagnargáfu og kunni mörg ljóð sem hún fór með af stakri snilld og alltaf var stutt í gleðina og hláturinn. Jólin með Margréti og Ingi- björgu þegar hennar naut við eru okkur dýrmæt minning. Margrét var hjá okkur á jólum í mörg ár, meðan heilsan leyfði. Hún var meðal annars sótt suð- ur jólin sem við bjuggum á Hvammstanga. Alltaf var mikil jólastemning og tilhlökkun að fá hana til okkar, og þessi stemn- ing hefur fylgt okkur fjölskyld- unni alla tíð. Hún var líka góður kennari, kenndi Ingu Sól, yngstu dóttur okkar, að lesa þriggja ára meðan við foreldr- arnir unnum hörðum höndum að því að koma okkur upp hús- næði í Mosfellsbænum. Hún þekkti vel sína ættfræði og naut þess að rekja ættir samferða- fólks. Var hún oft búin að skrifa nöfn á miða sem hún vildi að Ingi liti á í Íslendingabók þegar við heimsóttum hana. Gleði hennar og ást á barna- börnum og langömmubörnum var einstök. Hún elskaði sitt fólk og fólkið hennar elskaði hana, enda einstakur karakter. Síðastliðin þrjú ár dvaldi hún í Sóltúni við gott atlæti og þar leið henni vel á sínu ævikvöldi. Takk fyrir öll okkar góðu ár, Margrét mín, megi ljósið taka vel á móti þér og umvefja þig. Þóra Hjartardóttir. Elskuleg amma mín og langamma dætra minna, Mar- grét Ingólfsdóttir, hefur nú kvatt okkur eftir langt líf. Eftir situr væntumþykja og ljúfar minningar um skemmtilega og góða konu. Amma var ættuð að norðan og bjó á Akureyri sín uppvaxt- ar- og fyrstu fullorðinsár. Þegar aðstæður í lífinu breyttust skyndilega flutti hún til Reykja- víkur með tvo syni og síðar komu móðir hennar og þriðji sonurinn. Lífsbaráttan tók við, en Margrét var vinnusöm og starfaði m.a. hjá Andrési klæð- skera, í versluninni Torginu, Miklagarði og Hagkaupum. Hún vann líka sjálfboðastarf fyrir Hjálpræðisherinn. Mínar fyrstu minningar um ömmu eru úr Mjóuhlíðinni. Góð- ar minningar um fjölskylduboð, laufabrauðsgerð, jólabakstur og „löngu-vitleysu“. Fallegar skál- ar og mávastellið. Við frænk- urnar settum upp leikrit og klæddum okkur í kápur og hatta. Frómas í fallegri gler- skál, rjómarönd, hangikjöt og fiskur á fati. Vínarpylsur og Libby’s-tómatsósa og spilastund með langömmu Ingibjörgu sem sagði sögur af Þorgeirsbola og fleiri kynjaverum. Alltaf var gott að koma í heimsókn í Mjóu- hlíð og síðar á Rekagrandann og Sóltún. Amma hélt gestabók og það var eins gott að muna eftir að skrifa kveðju eftir hverja heimsókn. Hún tók strax mjög vel á móti manninum mín- um og það skipti ekki máli, að til að byrja með talaði hann bara norsku og hún bara ís- lensku, þau náðu vel saman og spjölluðu eins og gamlir vinir. Amma kom oft til okkar Thors Magnusar á Marargrund á með- an við bjuggum á Íslandi. Við fórum tvær saman að kaupa jólagjafir í mörg ár og skelltum okkur á kaffihús í leiðinni, það voru alveg sérstakir dagar. Í önnur skipti kíktum við í fata- verslanir eða í ísbíltúr. Amma hafði áhuga á ætt- fræði og rakti ættir fólks langt aftur í tímann. Hún hafði skoð- anir og fylgdist með dægurmál- um og pólitík. Las dagblöð og bækur, réð krossgátur og fylgd- ist með sjónvarpsdagskránni. Hún átti mörg myndalbúm sem gaman var að glugga í. Hún var höfðingi heim að sækja, bauð upp á kaffi og ríflegt meðlæti. Á áttræðisafmælinu kom hún, ásamt Kristjáni frænda, að heimsækja okkur Thor Magnus í Kaupmannahöfn. Hún var orð- in léleg til gangs, en lét það ekki hindra sig í að skoða borg- ina. Við áttum saman ógleym- anlega daga, fórum m.a. í sigl- ingu, Jónshús, kaffihúsaferðir, búðarölt og afmælisdinner á Det lille apotek. Þessar minn- ingar eru sérstaklega dýrmætar nú þegar hún er farin. Margrét var stolt af sonum sínum, barnabörnum og lang- ömmubörnum. Hún gaukaði oft einhverju smáræði að lang- ömmubörnunum. Eldri dætur okkar Thors Magnusar, Agnes og Elín, hugsa hlýlega til henn- ar. Hún hrósaði þeim og hvatti þær áfram. Í síðustu heimsókn okkar til Íslands í vor dönsuðu þær fyrir hana inni á herbergi á Sóltúni, sátu hjá henni og prjónuðu og sýndu henni afraksturinn. Yngsta dóttir okkar, Eva, náði að hitta langömmu sína og ég mun gæta þess að hún heyri margar skemmtilegar sögur af Margréti í framtíðinni. Ég kveð þig með söknuði og hlýhug, takk fyrir allt, amma mín, hvíl í friði. Hildur Guðmundsdóttir. Í mínum augum var amma Margrét engin venjuleg kona. Hún átti magnað lífshlaup og gafst aldrei upp fyrir mótlæti, enda ótrúlega dugleg og vel gerð manneskja. Hún kenndi manni að ekkert væri óyfirstíg- anlegt og gat hlegið og fundið skoplegar hliðar á málum, sem höfðu annars alvarlegan undir- tón. Þrátt fyrir að búa yfir ein- hverri óútskýranlegri norð- lenskri seiglu hélt hún alla tíð í sína barnslegu einlægni og gleði og það var alltaf stutt í hlát- urinn. Hún hafði ríka og tíma- lausa nærveru og laðaði þannig til sín allskonar fólk sem sótti mikið í návist hennar. Hún gat líka hlegið að sjálfri sér. Ég á margar minningar um pabba gera óspart grín að gömlu kon- unni sem hló þá dátt með og las honum hlæjandi pistilinn á með- an gleðin skein úr augum henn- ar. Þetta voru góðar stundir. Ég á óteljandi góðar minn- ingar úr Mjóuhlíðinni, og kom þá góður matur iðulega við sögu. Ég skal ekkert fara leynt með það að ég hef alltaf haft matarást á ömmu. Hún gerði besta lambalærið, sósuna og kartöflurnar, svo ekki sé talað um kaniltertuna og sérrítrifflið. Hjá ömmu gat maður alltaf gengið að því vísu að fá ný- uppáhellt kaffi og ótakmarkað magn af ást í formi rjóma og sætabrauðs. Eftir átið og mátu- legan skammt af samfélagsrýni var kaffibollunum svo snúið við á meðan legið var á meltunni. Alltaf beið mín björt framtíð í bollunum hennar ömmu og góð heilræði. Amma Margrét fæddist og ólst upp á Akureyri, stað sem hefur alltaf haft ákveðinn draumkenndan blæ í minni fjöl- skyldu. Þegar hún sagði okkur sögur af uppvaxtarárunum lifn- aði ævinlega yfir henni og oft tókst henni að taka mann með sér áratugi aftur í tímann, svo ljóslifandi voru lýsingar hennar. Amma hafði sérstakt dálæti á því að fara yfir góðar minningar og var það hennar fjársjóður, vel geymdar í stálminni hennar og skreyttar með litríkum ljós- myndum úr fjölmörgum mynda- albúmum hennar. Þar var henn- ar dýrmæta samferðafólk með henni öllum stundum hvort sem það var ennþá statt í þessari jarðvist eða ekki. Hún amma elskaði fólkið sitt og var ein af þeim sem var svo auðvelt að elska. Hún gaf ríkulega til baka með sinni einstöku nærveru og gleði. Elsku dásamlega amma mín, takk fyrir samfylgdina og góðu stundirnar. Ég mun alltaf geyma þig í hjarta mínu. Þín Margrét (Magga). Takk amma fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og alla. Þú kenndir mér að spila ólsen-ól- sen, lönguvitleysu og Svarta- Pétur og við eyddum óteljandi stundum saman þegar ég bjó á Rekagrandanum, spilandi og spjallandi um allt og ekkert, borðandi Remi-kex eða eitt- hvert annað gúmmelaði, hlæj- andi og bölvandi yfir heppni hvort annars. Þ.e. ég bölvaði. Þú lést það sem vind um eyru þjóta, hélst góða skapinu og bauðst mér upp á annað Remi- kex svo ég gleymdi tapinu. Ég gat alltaf hlaupið yfir ganginn og bankað upp á ef mér leiddist eða ef ég gerði of mikinn hávaða heima og hélt að Kristín væri á leiðinni upp, þá gat ég alltaf leitað í hlýjuna til þín og allt varð betra. Það var ekki fyrr en löngu seinna að ég áttaði mig á því hvað góða skapið, gjafmildin og hlýjan voru mögnuð, hafandi lent í öllum þessum leiðindum fyrir norðan og þurft síðan að berjast fyrir hverjum eyri eftir að hafa sest að í Reykjavík, þar á meðal að ala ein upp þrjá stráka. Í gegnum öll harðindi, alls konar veður, hélstu áfram að berjast fyrir þig og þína. Þrátt fyrir öll þín ár erfiðleika og þrældóms var samt alltaf hægt að hlaupa yfir ganginn í góða skapið þitt. Það er erfitt að sætta sig við að það sé ekki lengur hægt. Ég veit alla vega að afkomendur þínir eru allir færir um að takast á við hvað sem er og standa uppréttir eftir á með bros á vör. Við getum aldrei þakkað þér nóg fyrir það. Jónas Ingi Th. Kristjánsson. Það er með söknuði sem ég kveð hana Margréti ömmu mína, en hún er farin á vit nýrra ævintýra eftir viðburðaríka ævi. Þegar ég lít til baka yfir farinn veg með henni koma upp góðar minningar úr Mjóuhlíðinni, þangað sem ég var stundum sendur í pössun til hennar og langömmu Ingibjargar. Ég man vel eftir því hvað andrúmsloftið var alltaf nota- legt og hversu gaman hún hafði af því að spjalla um alls kyns hluti. Þá stendur sérstaklega upp úr ættfræðin, en hún var einstaklega lunkin við að finna alls kyns tengingar við hina og þessa. Það skoplega við það var að oft hafði ég ekki minnstu hugmynd um hvaða fólk hún talaði um, en þar sem sögurnar sem hún sagði voru oftast áhugaverðar og skemmtilegar þá spilaði ég bara með. Það var nefnilega málið með hana ömmu mína, að hún var virkilega forvitin að eðlisfari. Það tel ég hafa verið einn af hennar helstu kostum, samhliða því að vera hlý, skemmtileg og með húmorinn í lagi. Þegar ég varð eldri urðu Margrét Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.