Morgunblaðið - 03.10.2019, Page 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019
samskiptin kannski ekki eins tíð
og ég hefði viljað sökum anna
hversdagslífsins, en maður gat
alltaf stólað á að þráðurinn yrði
tekinn upp þar sem frá var
horfið síðast og aldrei dauð
stund á meðan maður var í
heimsókn. Það er kostur sem
ekki margir geta státað af. Það
hjálpaði til að forvitnin var aldr-
ei langt undan, og vildi hún vita
um hreinlega allt sem hafði drif-
ið á daga manns frá síðasta hitt-
ingi.
Eins og á við um alla gefur
lífið manni mörg og mikil verk-
efni, og var amma Margrét alls
ekki undanskilin því. Hún hefur
aftur á móti sýnt að með mikilli
þrautseigju og baráttu er vel
hægt að sigrast á öllum þeim
erfiðleikum sem fyrir manni
standa. Það er eitthvað sem ég
mun ávallt tileinka mér og
koma áleiðis til minna barna
þegar ég segi þeim frá þeirri
manneskju sem langamma
þeirra var.
Nú tekur við nýtt upphaf,
nýtt ferðalag og ný ævintýri hjá
þér, elsku amma mín. Mættu
þeim með opnum hug og leyfðu
forvitninni að ráða för, því þá
muntu njóta hvers einasta
augnabliks á þeirri leið.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín, og við munum svo taka upp
þráðinn þar sem frá var horfið
þegar við hittumst á ný.
Jón Pétur Guðmundsson.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Elskuleg móðursystir okkar
er fallin frá, níutíu og þriggja
ára að aldri. Eftir að hún flutti
frá Akureyri til Reykjavíkur bjó
hún lengst af í Mjóuhlíðinni með
strákunum sínum þremur ásamt
ömmu okkar. En eftir að strák-
arnir uxu úr grasi bjuggu þær
mæðgur þar tvær þar til amma
fór á elliheimili. Ófáar heim-
sóknir áttum við í Mjóuhlíðina í
gegnum árin og lagði Magga
frænka sig alltaf fram um að
taka vel á móti okkur, og bar í
okkur óteljandi sortir og fannst
við aldrei fá nóg. Henni fannst
gaman af fá gesti og spjalla um
allt milli himins og jarðar og í
ættfræði átti hún fáa sína líka.
Magga var útivinnandi, féll
sjaldan verk úr hendi, alltaf fínt
til höfð og hélt fallegt heimili.
Við minnumst móðursystur
okkar með hlýju, og erum þakk-
látar fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum með henni.
Hvíl í friði, Magga frænka.
Guðmundi, Kristjáni, Ingólfi
og fjölskyldum þeirra vottum
við samúð okkar.
Guðbjörg, Soffía,
Ingibjörg, Ragna og
fjölskyldur.
Sumt fólk lendir aldrei í
sviðsljósinu eða í fjölmiðlum en
markar þó spor virðingar og
væntumþykju í huga og hjarta
allra sem kynnast því. Þannig
var Magga frænka okkar, Mar-
grét Ingólfsdóttir sem við
kveðjum í dag.
Hún var sterk kona, þraut-
seig, hjartahlý og elskuleg með
ríka kímnigáfu. Okkur systkin-
um og fjölskyldum okkar sýndi
hún ávallt ástúð og hún var okk-
ur afar kær.
Þegar við vorum lítil bjó hún
í Reykjavík ásamt móður sinni,
ömmu okkar Ingibjörgu Hall-
dórsdóttur og þremur sonum,
þeim Guðmundi, Kristjáni og
Ingólfi. Við þekktum þau eig-
inlega sem eina heild, „ömmu,
Möggu og strákana“ og við viss-
um fátt betra en að koma í
Mjóuhlíð 10 í suðurferðum fjöl-
skyldunnar og njóta gestrisni
sem virtist vera endalaus. Í litlu
íbúðinni tókst þeim mæðgum að
skapa heim hlýju og velvildar
og aldrei virtist skortur á rými
þótt herbergin væru hvorki
mörg né stór. Við litum upp til
strákanna frænda okkar og
fannst þeir allra flottastir.
Magga vann oft langan
vinnudag og áreiðanlega hefur
hún oft verið þreytt þegar hún
kom heim, en hún var alltaf jafn
hress og kát. Þær amma elduðu
svo veislumat í pínulitla eldhús-
inu og við systkinin erum enn í
dag þess fullviss að besti mat-
urinn kemur úr minnstu eldhús-
unum. Það var einhvern veginn
alltaf veisla í Mjóuhlíð 10.
Eftir að amma okkar féll frá
og synir Möggu urðu fullorðnir
breyttist samveran úr dvöl í
heimsóknir. Magga frænka átti
alveg sérstakan sess hjá okkur
og við nutum hverrar heimsókn-
ar til hennar. Strákarnir hennar
og tengdadæturnar hugsuðu um
hana af mikilli ástúð og það var
gefandi að fylgjast með þeirra
sambandi. Hún var afar stolt af
öllum sínum afkomendum og við
fylgdumst vel með þeim öllum í
gegnum hana. Magga hélt and-
legu atgervi, húmor og andleg-
um styrk allt til loka og alltaf
hélt hún góðu sambandi og
rækt við okkur. Við geymum
minningar um allar góðu stund-
irnar og alla ræktarsemina.
Við vottum frændum okkar,
sonum Möggu, tengdadætrum
og öllum afkomendum ásamt
Ástu móður okkar dýpstu sam-
úð. Við þökkum frænku okkar
elskuna, hvíli hún í friði.
Inga Dagný Eydal,
Guðný Björk Eydal,
Ingimar Eydal,
Ásdís Eydal og fjölskyldur.
Hugur einn það veit,
er býr hjarta nær,
einn er hann sér of sefa.
(Úr Hávamálum)
Magga frænka, Magga móð-
ursystir, Magga í Mjóuhlíðinni,
Margrét í Torginu, Miklagarði,
Hagkaupum. Það skiptir ekki
máli í hvaða hólf ég set hana í
minninu, alls staðar er hún
uppáklædd og búin að punta
sig. Þá tók hún alltaf á móti mér
eins ég væri sú eina sem hún
vildi hitta á þeirri stundu, hvort
sem það var heima hjá henni
eða í vinnunni.
Magga eldaði besta hús-
mannskostinn, kótelettur og
lærissneiðar bornar fram með
öllu tilheyrandi og lagði á borð
eins og höfðingjar væru í mat.
Já, hjá Möggu frænku var alltaf
allt svo fínt og fallegt og helst
vildi hún alltaf leysa mig út með
gjöfum. Það skipti engu hvað ég
sagði, ég hlyti nú að þurfa að
kaupa mér ís og seinna meir fá
einn kexpakka eða súpupakka,
bara ekki skyldi ég fara tóm-
hent heim.
Hún elskaði að ferðast og
ófáar ferðirnar fórum við í sam-
an ásamt pabba og mömmu.
Þetta voru ferðir bæði innan Ís-
lands og til útlanda, og vorum
við frænkur þá gjarnan saman í
herbergi. Fátt fannst Möggu
notalegra en að vera í sólinni og
baka sig aðeins og reyndi hún
þegar hún gat að fara í sólar-
landaferðir.
Magga frænka hafði
skemmtilega mikinn áhuga á
kóngafólki og fannst henni hún
heppin að geta heimótt London
þegar ég bjó þar í eitt ár.
Kannski kom þessi áhugi til
vegna þess að Elísabet Eng-
landsdrottning og hún voru
fæddar sama ár, en í langan
tíma hafði ég það að venju að
senda henni kort frá ólíkum
stöðum og var þá kóngafólk
þess lands undantekningarlaust
framan á kortinu.
Magga frænka var trúuð
kona og passaði að fela alla
stórfjölskylduna í sínum bæn-
um. Fjölskyldan skipti hana
miklu máli og vildi hún gjarnan
vita hvað allir hefðu fyrir stafni.
Hún hafði gott minni og hafði
mikinn áhuga á ættfræði.
Fannst henni með ólíkindum
hvernig mér tókst ekki rekja
ættir þeirra sem ég umgekkst
eða þekkja ættartengsl mín við
fólk sem jafnvel var farið áður
en ég fæddist.
Ég hringdi síðast í Möggu á
afmælinu hennar til að láta
hana vita að ég kæmi til Íslands
um jólin. Ekki datt mér í hug
þá, að hún myndi kveðja þennan
heim þremur dögum síðar. Ég
kveð Möggu móðursystur mína
með þakklæti og virðingu fyrir
hennar lífshlaupi sem langt í frá
var alltaf auðvelt.
Ragna Sigurlaug.
Minningarnar hrannast upp
nú þegar Margrét Ingólfsdóttir,
vinkona okkar, hefur kvatt. Við
kynntumst þegar við unnum
saman hjá Fataverslun Andrés-
ar á árunum í kringum 1970.
Þar var einstaklega gott sam-
starfsfólk og vinnuandinn góð-
ur, sem byggðist ekki síst á eig-
endunum þeim hjónunum
Þórarni Andréssyni og Kristínu
Hinriksdóttur.
Margrét var einstaklega
skemmtileg, hlý og umvefjandi.
Alltaf glaðleg og kát. Hún var
fljót að sjá spaugilegu hliðina á
hlutunum og smitaði okkur með
glaðværð sinni. Hún hélt oftast
uppi kátínunni á kaffistofunni
með sögum af skemmtilegum
atvikum í búðinni, en þó engum
til hnjóðs. Hún lét erfiðleika
lífsins ekki smækka sig heldur
tók því sem að höndum bar með
jafnaðargeði og vann úr því með
sinni léttu lund.
Við Margrét urðum góðar
vinkonur í þess orðs fyllstu
merkingu. Í erli daganna leið
stundum langt á milli samfunda.
En þegar við hittumst var alltaf
eins og við hefðum hist í gær.
Við höfðum alltaf um nóg að
spjalla og væru einhver vanda-
mál á ferðinni var gott að leita
til Margrétar. Hún var víðsýn,
sá góðu hliðarnar og átti góð
ráð. Hún var sanntrúuð og
þakklát fyrir gjafir lífsins.
Margrét var afar veitandi og
góð heim að sækja og það
breyttist ekki þótt aldurinn
færðist yfir. Alltaf urðum við að
fá kaffi eða einhverjar veitingar
þegar við litum inn. Minnisstæð
er kaniltertan, sem hún bakaði
oft. Henni fannst ekki mikið mál
að skella í nokkrar tertur að
loknum vinnudegi væri von á
gestum. Sinni andlegu reisn
hélt hún til æviloka þótt lík-
aminn þreyttist. Hún var ætt-
fróð og gaman að spjalla við
hana um ættfræði. Hún fylgdist
vel með og hafði gaman af að
ráða krossgátur til hinsta dags.
Margrét var einstaklega
þakklát fyrir allt sem fyrir hana
var gert. Að koma til hennar á
Sóltún, þar sem hún dvaldi síð-
ustu árin, var sérlega ánægju-
legt enda kunni hún vel að sýna
hvað hún naut þess að fá gesti.
Það var líka svo gott að finna
hve hlýlega hún talaði um
starfsfólkið á staðnum. Sagði
það allt svo gott og elskulegt.
Hún fylgdist vel með fólkinu
sínu og var afar þakklát sonum
sínum og fjölskyldum þeirra
fyrir alla þá umhyggju, sem þau
sýndu henni.
Fjölskyldu Margrétar send-
um við innilegar samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning vinkonu
okkar, Margrétar Ingólfsdóttur.
Bergdís og Ingibjörg.
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
✝ Sigríður Svein-laug Guð-
mundsdóttir fædd-
ist 27. febrúar 1929
að Gerði, Norð-
fjarðarhreppi. Hún
lést á lungnadeild
Landspítalans í
Fossvogi 24. sept-
ember 2019.
Foreldrar Sig-
ríðar voru Þórunn
Guðbjörg Halldórs-
dóttir, húsfreyja og bóndi, f.
4.12. 1894, d. 12.9. 1977, og Guð-
mundur Halldórsson, bóndi og
verkamaður, f. 26.12. 1891, d.
29.4. 1976.
Systkini Sigríðar voru 13 og
var hún níunda í röðinni, Ásgeir
Halldór, f. 1916, d. 1979, Emil S.,
f. 1917, d. 2012, Helgi Sigfinnur,
f. 1919, d. 1975, Guðrún Oddný,
f. 1921, d. 1972, drengur Guð-
mundsson, f. 1922, d. 1922, Ingv-
ar Sigurður, f. 1923, d. 1953, Ól-
ína, f. 1924, Magnús, f. 1926, d.
1997, Hjalti, f. 1927, Karl Guð-
geir, f. 1930, d. 2013, Ásdís, f.
geirsson, eiga þau þrjú börn og
fimm barnabörn. 5) Guð-
mundur Leifsson, f. 4.10. 1960,
maki Kristrún Runólfsdóttir,
eiga þau tvö börn og tvö barna-
börn. 6) Sævar Leifsson, f. 15.3.
1963, maki Hildur Benedikts-
dóttir, eiga þau sjö börn og
fjögur barnabörn, fyrrverandi
eiginkona Sævars var Fríða
Guðmundsdóttir, d. 2001. 7)
Sigrún Leifsdóttir, f. 22.4.
1966, á hún eitt barn
Sigríður ólst upp á Gerði í
Norðfjarðarhreppi við sveita-
störf, hún gekk í farskóla í
sveitinni og barnaskólann í
Neskaupstað, síðar fór hún í
Iðnskólann í Vestmannaeyjum.
Ung var hún send í vist hjá
systur sinni í Vestmannaeyjum,
og í framhaldi af því starfaði
hún við ýmis störf tengd sjáv-
arútvegi. Hin síðustu ár áður
en hún fór á eftirlaun var hún
starfsmaður á Sólvangi í Hafn-
arfirði.
Sigríður var félagsmaður í
Slysavarnarfélagi Hafnarfjarð-
ar /Björgunarsveit Hafnar-
fjarðar og Félagi eldri borg-
ara.
Útför Sigríðar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 3.
október 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
1932, d. 2012, Svav-
ar, f. 1934, og Jós-
ep, f. 1934, d. 1953.
Árið 1956 giftist
Sigríður Leifi
Kristleifssyni,
stýrimanni og
verkamanni, f. 9.11.
1926, d. 5.7. 2003.
Þau hófu búskap á
Lyngbergi í Garða-
hreppi og fluttu síð-
an í Bröttukinn 30
Hafnarfirði, eftir að Leifur lést
bjó hún þar til ársins 2007 og
flutti síðan að Sólvangsvegi 3 í
Hafnarfirði.
Áður átti Sigríður 1) Elsu
Óskarsdóttur, f. 9.9. 1950, maki
Hafsteinn Eggertsson, eiga þau
fjögur börn og sex barnabörn. 2)
Ingvar Sigurðsson, f. 31.10.
1954, maki Pálína Þráinsdóttir,
eiga þau tvö börn og tvö barna-
börn.
Börn Sigríðar og Leifs: 3)
Óskírður, f. 10.9. 1956, d. 11.9.
1956. 4) Birna Leifsdóttir, f.
30.7. 1957, maki Sigurður Val-
Elsku mamma, nú er komið að
kveðjustundinni, nú ertu farin í
ferðalagið langa sem á fyrir okk-
ur öllum að liggja. Nú ertu laus
við veikindin sem hafa hrjáð þig
undanfarin ár.
Nokkur orð sem lýsa þér vel í
lifanda lífi, þú varst jákvæð,
traust, dugleg, bjartsýn, vinnu-
söm og mjög skapgóð. Aldrei
heyrðum við þig hallmæla nokkr-
um manni, eins og þú sagðir hafa
allir eitthvað gott í sér.
Þú varst kletturinn í lífi okkar
á yngri árum, við gátum alltaf
leitað til þín þegar eitthvað bját-
aði á og þú sagðir eftir stutta um-
hugsun: þetta bjargast að lokum.
Þú varst snilldarkokkur, bakari
og þær voru margar flíkurnar
sem þú saumaðir og prjónaðir á
okkur. Allt sem þú tókst þér fyrir
hendur lék í höndum þér, sann-
kölluð listakona.
Þú hafðir gaman af að ferðast,
hvort sem það var innanlands eða
erlendis. Margar sumarbústaða-
ferðir fórstu en alltaf vildir þú
hafa einhver af barnabörnunum
með þér því þú hafðir svo gaman
af að hafa marga í kringum þig
því þú varst mjög félagslynd.
Ekki má gleyma því að þú
varst mikill dýravinur. Þið pabbi
voruð með hund og kött ásamt
því að vera með hesta og kindur,
svokallaðir frístundabændur um
tíma.
Sorgin er mikil en það sem við
viljum helst minnast á er þakk-
læti fyrir allt það sem þú hefur
gert fyrir okkur í gegnum tíðina
og fyrir það verðum við þér æv-
inlega þakklát. Góðar minningar
munu lifa áfram. Þín er sárt
saknað og verður um ókomna tíð,
hvíl í friði elsku mamma.
Kveðja,
Elsa, Ingvar, Birna, Guð-
mundur, Sævar og Sigrún.
Í dag ætlar fjölskyldan Gauks-
ási 39 að leiða „Siggu ömmu“ síð-
asta spölinn yfir í Sumarlandið
góða. Við erum sannfærð um að
hún fær góðar viðtökur, sérstak-
lega hjá „Leifi afa“. Hann verður
örugglega feginn að fá konu sína
aftur og við vitum að það verða
fagnaðarfundir hjá þeim báðum
eftir töluvert langan aðskilnað
eða frá árinu 2003.
Okkur langar að rifja upp
nokkrar góðar minningar um
kjarnakonuna Sigríði Sveinlaugu
Guðmundsdóttur.
Í febrúar á þessu ári varð hún
90 ára og hefur lifað tímana
tvenna, bæði erfiða, krefjandi og
gleðilega á langri ævi. Við þessi
tímamót var haldin óvenjuleg af-
mælishátíð henni til heiðurs.
Börnin hennar sex sáu um allan
undirbúning fyrir þessa uppá-
komu. Afmælisdagur Siggu var á
virkum degi og hún reiknaði með
að allir í stórfjölskyldinni væru í
vinnu eða uppteknir af öðrum
ástæðum. Þegar klukkan var að
nálgast þrjú var ákveðið að eitt
barna hennar færi upp í íbúð
hennar og bæði hana að koma
niður í sameiginlega setustofu að
Sólvangsvegi 3 í Hafnarfirði.
Þegar hún kemur niður í setu-
stofu er margmenni, bæði fjöl-
skyldan, vinir og íbúar hússins.
Glæsilegar kaffiveitingar og
söngtextar á öllum borðum. Að
sjálfsögðu var byrjað á afmælis-
öngnum og harmónikuleikari
spilaði undir. Það var gaman að
sjá hvað hún Sigga var hissa,
undrandi og glöð. Við gátum ekki
annað séð en að gleðitár
streymdu niður vanga hennar.
Þessi uppákoma kom henni al-
gjörlega í opna skjöldu. Þetta var
góð afmælisgjöf frá börnum
hennar.
Það var árið 2006 og við í
Gauksásinum ákváðum að
skreppa í sumarfrí til Þýska-
lands. Við fjölskyldan vorum
sammála um að bjóða Siggu með
okkur. Flugum til Frankfurt og
tókum okkur bílaleigubíl og vor-
um búin að panta gistingu á litlu
hóteli sem staðsett var í fallegu
sveitaþorpi í Rínardalnum. Það
var ekki algengt að hafa GSP-
tæki í bílum á þessum tíma. Við
notuðum bara landakort. Því er
ekki að neita að það reyndi aðeins
á taugarnar, hvort við færum
réttar leiðir. Það gekk nokkuð vel
að ná á áfangastað fyrir nóttina.
Við áttum yndislegan tíma í Rín-
ardalnum og fundum að Sigga
var glöð og þakklát að vera með
okkur í fallegu veðri og stór-
glæsilegu umhverfi. Við erum
sannfærð um að hún naut ferð-
arinnar út í ystu æsar. Þessi sam-
verustund með henni í Þýska-
landi var ógleymileg í alla staði.
Sigríður var sannarlega heil-
steypt, hreinskilin, heiðarleg og
talaði ekki illa um fólk og forð-
aðist allt baktal. Því er ekki að
neita að síðustu ár hennar voru
nokkuð erfið og þurfti hún oft að
fara til læknis enda með þreyttan
líkama, en andlega heilsan var
góð og hún var alltaf með sjálfri
sér.
Við kveðjum góða konu sem
sannarlega hefur skilað sínu
dagsverki á þessari jörðu. Nú fer
hún að sinna nýjum verkefnum,
sem við vitum ekki hver eru. Það
er kristaltært að hún mun sinna
þeim af alúð og láta gott af sér
leiða, eins og hingað til.
Elsa Guðbjörg Óskarsdóttir,
Hafsteinn Eggertsson,
Sigríður María Snæbjörns-
dóttir og Steinn Aron Jós-
epsson.
Elskuleg fóstursystir mín, Sig-
ríður Guðmundsdóttir, er látin 92
ára að aldri. Þegar ég sá hana
fyrst fyrir 68 árum var hún ung
kona sem bjó með foreldrum sín-
um á Gerði á suðurbæjum sunn-
anvert í Norðfirði. Pabbi minn
fór með mig 9 ára gamla til dvalar
hjá foreldrum Siggu, Guðbjörgu
og Guðmundi, sem þá bjuggu að
Gerði.
Þegar við komum einn góðan
júnídag var fátt heimilisfólk á
staðnum, flestir voru í Sandvík að
smala og rýja fé. Sigga var heima
með lítið barn sem hún átti, Elsu
Guðbjörgu, líka Dísa systir Siggu
og föðursystir þeirra Setta. Ég
hafði aldrei hitt þetta fólk og
þekkti ekkert til þess.
Pabbi fór fljótlega en ég varð
eftir. Það skrýtna var að það var
eins og ég hefði alltaf átt heima
þarna.
Sigga og allt heimilisfólkið var
svo umvefjandi, hlýlegt og gott
með stórt hjarta fyrir einmana
barn.
Fólkið flutti frá Gerði til Hafn-
arfjarðar og ég var áfram í návist
þeirra. Sigga giftist honum Leifi
sínum og þau fluttust í Bröttuk-
innina. Unnu fyrir sér og sínum,
voru með hobbíbúskap eins og
kallað var. Margar góðar gleði-
stundir áttum við með þeim, fjár-
húsin voru vinsæll viðkomustað-
ur.
Sigga var glaðlynd og mikil fé-
lagsvera alla tíð, hafði gaman af
söng, dansi og að hitta fólk. Þess
má geta að síðast þegar við
sáumst var það á bráðamóttöku í
Fossvogi tveimur dögum fyrir
andlát hennar.
Hafðu hjartans þökk fyrir alla
hlýjuna sem streymdi til mín
gegnum árin, elsku fóstursystir.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar allra, Elsa Guð-
björg, Ingvar Jósef, Birna, Guð-
mundur, Sævar, Sigrún Jóna,
aðrir aðstandendur, barnabörn,
langömmubörn og til eftirlifandi
systkina Ólínu, Hjalta og Svav-
ars.
Guð geymi þig, elsku Sigga.
Erla, Sigurður Már og börn.
Sigríður Sveinlaug
Guðmundsdóttir