Morgunblaðið - 03.10.2019, Page 57

Morgunblaðið - 03.10.2019, Page 57
ÍÞRÓTTIR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 V E R T Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum. - því að sumt virkar betur saman Stundum þarf tvo til Evrópumeistararnir í Liverpool náðu í sinn fyrsta sigur í keppninni á þessu keppnistímabili þegar liðið fékk Salz- burg í heimsókn í E-riðli Meist- aradeildar Evrópu í gær. Sigurinn var ekki auðsóttur því Liverpool missti niður þriggja marka forskot en hafði sigur 4:3. Ekki lá vandi Liverpool í því að lið- ið hafi byrjað illa í leiknum. Sadio Mane skoraði eftir níu mínútna leik og liðið var 3:0 yfir eftir 36 mínútur. Þá höfðu Andrew Robertson og Mohamed Salah bætt við mörkum. Hee-Chan Hwang, Takumi Mi- namino og Erling Braut Håland höfðu jafnað þegar enn var hálftími eftir. Ekki lækkar verðmiðinn á Norðmanninum unga við þetta en hann hefur skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum Salzburgar í keppninni. Salah skoraði sitt annað mark og sigurmarkið á 69. mínútu. Liverpool tapaði fyrsta leiknum fyrir Napolí og þurfti því á sigri að halda til að komast á beinu brautina. Genk og Napolí gerðu óvænt markalaust jafntefli í Belgíu og Belgarnir hafa tekið varnarleikinn í gegn eftir að hafa fengið á sig sex mörk í fyrsta leik í Austurríki. Barcelona lagði toppliði á Ítalíu, Inter, að velli 2:1 á heimavelli. Ítal- irnir voru yfir í tæpan klukkutíma því Lautaro Martinez skoraði strax á 3. mínútu. Luis Suarez svaraði með mörkum á 58. og 84. mínútu. Bar- áttan í riðlinum verður mikil því þar er Dortmund einnig sem er komið með fjögur stig eftir sigur í Prag. Ajax sem var svo nærri úrslita- leiknum í sumar er í toppmálum í H- riðli með 6 stig eftir 3:0 sigur gegn Valencia á útivelli. Chelsea hafði 2:1 sigur gegn Lille í Frakklandi og er með 3 stig eins og Valencia. kris@mbl.is Liverpool vann í sjö marka leik  Suarez tryggði Barcelona sigur gegn Inter AFP 4:3 Roberto Firmino og Mohamed Salah fagna sigurmarki Salah gegn Salzburg á Anfield í gærkvöldi. Haukur Helgi Pálsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, lék í gær sinn fyrsta mótsleik með sínu ný- liða liði, UNICS Kazan, frá Rúss- landi. Liðið heimsótti ítalska liðið Brescia Leonessa í Evrópubik- arnum og höfðu Ítalirnir betur 84:75. Liðin eru í C-riðli keppninnar en þar er einnig franska liðið Nanterre sem Haukur lék svo vel með á síðasta tímabili. Haukur skoraði 6 stig og tók 3 fráköst í leiknum en hann var inni á í rúmar 19 mínútur. Tap hjá Hauki í Evrópuleik Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Evrópuleikur Haukur Helgi Páls- son er kominn á ferðina með Kazan. Ólafur Jóhannesson, fráfarandi þjálfari karlaliðs Vals í knatt- spyrnu, segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um framhaldið. „Ég ætla ekkert að gera hug minn upp fyrr en eftir 15. október. Það eru nokkur félög búin að hafa samband við mig en ég hef ekki tek- ið ákvörðun um það hvort ég haldi áfram að þjálfa eða ekki,“ sagði Ólafur í samtali við mbl.is í gær en hann er staddur í fríi á Spáni. Ólaf- ur er 62 ára gamall og hefur gert bæði Val og FH að Íslandsmeist- urum. sport@mbl.is Ólafur hefur ekki tekið ákvörðun Morgunblaðið/Hari Reyndur Ólafur Jóhannesson hefur marga fjöruna sopið í sparkinu.  „Takk fyrir allt elsku fótbolti og allt og allir sem honum tengjast!“ Þetta skrifaði Garðar Gunnlaugsson á Insta- gram þegar hann tilkynnti að hann hefði lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Garðar, sem er 36 ára gamall, lauk ferlinum sem leikmaður Vals eftir að hafa komið frá ÍA fyrir nýafstaðið tímabil. Hann lék aðeins fjóra leiki í úr- valsdeildinni í sumar eftir að hafa greinst með brjósklos í baki. Garðar lék samtals 162 leiki í efstu deild, með ÍA og Val, og skoraði 58 mörk. Hann lék í atvinnumennsku í Búlgaríu, Sví- þjóð og Þýskalandi og á að baki 1 A- landsleik.  Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við bandaríska bakvörð- inn Keiru Robinson um að leika með meistaraflokki kvenna í úrvalsdeild- inni, Dominos-deildinni, í vetur en 1. umferðin var leikin í gær. Keira er 25 ára gömul og lék með Virginia Com- monwealth-háskólanum í háskólabolt- anum í Bandaríkjunum. Á atvinnu- mannaferlinum hefur hún leikið með liðum á Spáni og í Argentínu. Skallagrímur endaði í sjöunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Eitt ogannað Hin breska Dina Asher-Smith stóð undir væntingum og sigraði í 200 metra hlaupi á heimsmeistara- mótinu í frjálsum íþróttum í Doha í Katar í gærkvöldi. Asher-Smith er þá bæði Evrópu- og heimsmeistari í greininni þótt hún sé einungis 23 ára gömul. Þeg- ar HM var haldið í London fyrir tveimur árum hafnaði hún í 4. sæti í greininni en að þessu sinni þótti hún langsigurstranglegust. Ljóst var eftir 100 metra hlaupið á dög- unum að Asher-Smith væri í fínu formi en þar fékk hún silf- urverðlaun og setti landsmet. As- her-Smith hljóp á 21,88 sekúndum í gær og setti aftur landsmet. Ekki er nóg með að tími hennar sé lands- met heldur varð hún fyrsta breska konan til að sigra í spretthlaupi á stórmóti eins og HM eða ÓL. „Því- líkt augnablik,“ sagði vefsíða BBC. Asher-Smith byrjaði hlaupið vel og sigur hennar var mjög sannfær- andi þú hún gaf ekki færi á sér í síð- ari hluta hlaupsins. Bandaríkin áttu þrjá fulltrúa í úrslitahlaupinu og ein þeirra, Brittany Brown varð önnur á 22,22 sekúndum. AFP Viðbrögð Dina Asher-Smith þegar hún áttaði sig á afrekinu í gær. Asher-Smith stóð undir væntingum Í KVÖLD! KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Ásvellir: Haukar – Þór Akureyri .........19.15 Dalhús: Fjölnir – Valur.........................19.15 Seljaskóli: ÍR – Njarðvík ......................19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Keflavík...19.15 1. deild karla: Smárinn: Breiðablik – Selfoss..............19.15 HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla: Víkin: Víkingur – ÍR..............................19.30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.