Morgunblaðið - 03.10.2019, Side 62

Morgunblaðið - 03.10.2019, Side 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Diðrik Kristófersson Nekron opnar einkasýningu í sal SÍM, Hafnarstræti 16, í dag kl. 17 og mun einnig sýna á samsýningunni Torgi-listamessu sem opin verður 4.-6. október á Korpúlfs- stöðum. Verk Diðriks eru um 40 talsins og gerð sérstaklega fyrir þessar tvær sýningar. Um helmingur verkanna verður á sal SÍM og helm- ingur á messunni. „Myndirnar eru einfaldlega svart- ar og gerðar með akrýlmálningu á striga, en þykk málningin er nýtt til að byggja upp formin svo að þau rísi þrívíð upp úr striganum sem „re- lief“,“ segir Diðrik m.a. í tilkynn- ingu. Andlit Eitt af verkum Diðriks, unnið með þykkri akrýlmálningu á striga. Þykk málning byggir upp form Claire Denis, heiðursgestur Alþjóð- legrar kvikmyndahátíðar í Reykja- vík, RIFF, tekur við heiðursverð- launum hátíðarinnar á Bessastöð- um í dag úr hendi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar. Denis er frönsk og hefur leikstýrt kvik- myndum sem hlotið hafa mikið lof og hlýtur hún verðlaunin fyrir framúrskarandi listræna sýn. Denis verður í meistaraspjalli í Norræna húsinu í dag kl. 11, mun þar ræða við rithöfundinn Auði Övu Ólafsdóttur um feril sinn og verk. Klukkan 15 verður kvikmynd henn- ar Chocolat sýnd í Bíó Paradís og mun Denis kynna hana. Denis er ein þekktasta kvik- myndagerðar- kona heims og er hvað þekktust fyrir kvikmynd sína Beau Trava- il frá árinu 1999 og segir á vef RIFF að sú mynd sé talin ein besta kvikmynd tíunda áratugarins. Nýjasta kvikmynd hennar, High Life, kom út í fyrra og er einnig sýnd á RIFF sem og Chocolat, Nenette et Boni og Un beau soleil intérieur. „Denis er þekkt fyrir áhugaverð sjónarhorn þar sem jaðarhópar og mismunandi menn- ingarheimar fá vægi og rödd sína heyrða,“ segir m.a. um leikstjórann á vef RIFF. Hátíðin stendur yfir til og með 6. október og má nálgast frekari upplýsingar á riff.is. Denis og Auður í meistaraspjalli Claire Denis Forlagið er umsvifamest íslenskra bókaútgefenda að vanda og gefur út fjölda nýrra skáldverka, ævi- sagna og fræðirita fyrir börn og fullorðna. Sterkasta kona í heimi er skáld- saga eftir Steinunni Helgadóttur, fjölskyldusaga um leitina að ham- ingjunni, breyskleika og óvænta krafta. Korngult hár, grá augu eftir Sjón er einnig skáldsaga en segir frá Gunnari Kampen, ungum Reykvík- ingi í málaflokki þjóðernissinna í Vesturbænum á 6. áratug síðustu aldar. Væntanlegt er sjálfstætt fram- hald Verjanda Óskars Magnús- sonar og heitir Dýrbítar. Við erum ekki morðingjar er önnur skáldsaga Dags Hjartar- sonar, sem var tilnefndur til Bók- menntaverðlauna Evrópusam- bandsins fyrir fyrstu skáldsögu sína. Helköld sól Lilju Sigurðardóttur er glæpasaga um fjölskyldur og flókin sambönd, leynilega banka- reikninga og ást á villigötum. Einnig er væntanleg skáldsaga eftir Arnald Indriðason en að vanda fæst ekkert uppgefið um titil eða innihald fyrr en bókin kemur út. Delluferðin heitir söguleg skáld- saga eftir Sigrúnu Pálsdóttur og varpar ljósi á meðferð Íslendinga á menningarverðmætum og afstöðu þeirra til þeirra. HKL ástarsaga eftir Pétur Gunnarsson dregur upp mynd af metnaðarfullu skáldi í upphafi ferils síns, ástum hans og lífsátökum. Pétur leitar fanga víða, til dæmis í einkabréfum, minnisbókum, tíma- ritum og verkum Nóbelsskáldsins. Tilfinningabyltingin er skáldsaga um skilnað eftir Auði Jónsdóttur, sem byggð er á persónulegri reynslu hennar. Frásögnin spannar fyrsta árið eftir að söguhetjan gengur út úr hjónabandi sínu á nýj- um, rauðum strigaskóm, en fjallar ekki síður um árin þar á undan, jafnvel alla ævi parsins og fólksins sem að því stendur. Vetrargulrætur er smásagnasafn eftir Rögnu Sigurðardóttur sem fer með lesandann í tímaferðalag frá samtíma aftur á átjándu öld. Forlagið gefur út sex ljóðabækur fyrir jólin. Í vikunni kom út bókin Velkomin eftir Bubba Morthens, þar sem Bubbi yrkir meðal annars um hlutskipti flóttamanna og við- horf þeirra sem ekki eru á flótta. Væntanleg er bókin Heimskaut eftir Gerði Kristnýu. Í bókinni er víða leitað fanga í heimskautaferð- um, blíðri og óblíðri náttúrunni og sögulegum atburðum. Dimmumót Steinunnar Sigurðar- dóttur kemur út á 50 ára útgáfuaf- mæli Steinunnar, sem er eitt af höf- uðskáldum okkar. Bókin er hug- vekja um jökla og framtíð þeirra með áherslu á Vatnajökul, sem Steinunn sjálf tengist föstum bönd- um og hefur horft á hann hverfa smám saman sl. ár. Einnig eru væntanlegar ljóða- bækur frá Fríðu Ísberg, sem nefn- ist Leðurjakkaveður, Hönnu Óla- dóttur, sem nefnist Stökkbrigði og er fyrsta bók hennar, og Kristínu Eiríksdóttur, sem ber heitið Kær- astinn er rjóður. Af bókum almenn efnis er fyrst að nefna Skjáskot Bergs Ebba, sem kom út fyrir stuttu, en á morgun kemur út Um tímann og vatnið eft- ir Andra Snæ. Rauður þráður bók- arinnar er hlýnun jarðar og bráðn- un jökla. Þessi bók er að mörgu leyti persónulegri en Drauma- landið, hér tekur hann ýmsar frá- sagnir úr eigin reynsluheimi, t.a.m. viðtöl við Dalai Lama og fjölskyldu- sögur, og setur þær í stærra sam- hengi. Samhliða útgáfu bókarinnar verður Andri með fyrirlestraröð í Borgarleikhúsinu undir sama nafni. Árni Snævarr rekur ævi franska vísindamannsins Josephs Pauls Gaimard (1793-1858) í bókinni Mað- urinn sem Ísland elskaði. Jónas Hallgrímsson tileinkaði Gaimard ljóð sitt „Þú stóðst á Heklu tindum hám“, sem af mörgum er talið eitt það fegursta sem ort hefur verið á íslensku. Bókin er afrakstur margra ára heimildarvinnu höfund- ar og í henni eru birtar margar sögulegar ljósmyndir. Síldarævintýri Páls Baldvins Baldvinssonar geymir einnig mikið af myndum, en bókin er rúmlega 1.000 blaðsíðna saga síldarvinnslu á Íslandi frá árdögum hennar til blómaskeiðs og seinna hnignunar. Aragrúi ljósmynda er í bókinni sem margar koma nú í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir. Einnig koma út Tíminn sefur eft- ir Árna Einarsson, sem segir frá ævafornum og miklum garðhleðsl- um sem greina má í landslagi sums staðar á landinu, Listin að vefa eft- ir Ragnheiði Þórsdóttur, sem rekur sögu vefnaðar á Íslandi, og Schopka eftir Illuga Jökulsson. Forlagið gefur út nokkrar ævi- sögur og endurminningar fyrir þessi jól. Óstýriláta mamma mín og ég eftir Sæunn Kjartansdóttir segir frá viðburðaríkri ævi móður Sæ- unnar, Ástu Bjarnadóttur. Ásta fór alla tíð sínar eigin leiðir í lífinu, varð ung ekkja og gekk brösuglega að takast á við afleiðingar þess og að bera ábyrgð á fjórum ungum börnum. Guðjón Friðriksson ritar ævisögu Halldórs Ásgrímssonar, segir frá uppvexti hans á Vopnafirði og Höfn í Hornafirði, sjómennsku og öðrum störfum, stjórnmálaferli, baráttu- og áhugamálum, sigrum og ósigr- um. Sagt er ítarlega frá deilum um kvótakerfi, úthafsveiðar, hvalveiðar, Kárahnjúkavirkjun, Íraksstríðið og fjölda annarra mála. Vinir og sam- starfsmenn Halldórs leggja orð í belg en einnig pólitískir andstæð- ingar og aðrir sem höfðu kynni af Halldóri og störfum. Í Með sigg á sálinni rekur Einar Kárason æviferil Friðriks Þórs Friðrikssonar, sem hefur marga fjöruna sopið. Í bókinni segir Frið- rik frá viðburðaríku lífshlaupi, sem einkennist bæði af sigrum og ósigr- um, en kannski fyrst og fremst af fjölskrúðugri mannlífsflóru og hæfi- leikanum til að sjá húmorinn í alls kyns aðstæðum. Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, dóttir Jakobínu Sigurðardóttur, segir frá ævi móður sinnar í bók- inni Jakobína, saga konu og skálds. Ævisaga sterkrar konu og skálds, en um leið frásögn dóttur sem leit- ast við að skilja móður sína. Að vanda koma fjölmargar ís- lenskar barnabækur út hjá Forlag- inu fyrir jólin. Nýkomin er út bókin Kjarval eftir Margréti Tryggva- dóttur, þar sem yngri kynslóðinni gefst færi á að kynnast merkasta listmálara Íslandssögunnar. Kopareggið eftir Sigrúnu Eld- járn er framhald af Silfurlyklinum sem kom út á síðasta ári. Tvær Lárubækur koma út eftir Birgittu Haukdal og Rosalingarnir eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur, höfund bókanna um Fjólu Fífils og Ólafíu Arndísi. Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur hlaut Barnabókaverðlaun Reykja- víkur og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna á síðasta ári. Nornin er framhald Ljónsins og gerist mörgum árum síðar. Annað framhald er Nærbuxna- njósnarar Arndísar Þórarinsdóttur, en Nærbuxnaverksmiðja hennar kom út á síðasta ári. Þinn eigin tölvuleikur er sjötta og síðasta bókin í hinum vinsæla bókaflokki Ævars Þórs Benedikts- sonar. Í bókinni er lesandinn sögu- hetjan og ræður ferðinni. Hann sogast inn í stórhættulegan tölvu- leik og til að komast aftur heim þarf að berjast við uppvakningaher, sleppa frá mannætuplöntum, leysa óleysanlega ráðgátu, temja dreka og vinna landsleik í fótbolta. Yfir 120 mismunandi endar. Í Draumaþjófi Gunnars Helga- sonar skapar Gunnar spánnýjan söguheim, en hann hefur á undan- förnum árum sent frá sér fjölda vinsælla barnabóka og hlotið Ís- lensku bókmenntaverðlaunin og Bókaverðlaun barnanna hafa sex sinnum fallið honum í skaut. Einnig kemur út Ferðin á heims- enda: Leitin að vorinu eftir Sigrúnu Elíasdóttur, sem er fyrsta bók hennar, Ungfrú fótbolti eftir Bryn- hildi Þórarinsdóttur, fyrrverandi handhafa Íslensku barnabóka- verðlaunanna, og Fjallaverksmiðja Íslands eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. arnim@mbl.is Glæpir og gaman, fræði og fjör  Forlagið gefur út fjölda nýrra skáldverka, ævisagna og fræðirita fyrir börn og fullorðna  Á þriðja tug íslenskra skáldverka væntanlegur og ellefu ævisögur og bækur almenns eðlis Arndís Þórarinsdóttir Dagur Hjartarson Fríða Ísberg Auður Jónsdóttir Ragna Sigurðardóttir Gerður Kristný Kristín Eiríksdóttir Steinunn Sigurðardóttir Árlega vinnur Creditinfo ítarlega greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir nú Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu í tíunda sinn. Framúrskarandi fyrirtæki hafa sterkari stöðu en önnur, eru traustir samstarfsaðilar og betur í stakk búin að veita góða þjónustu til framtíðar. Sjáðu hvaða fyrirtæki skara fram úr á creditinfo.is FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI HAFA STERKARI STÖÐU Í KRAFTI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.