Morgunblaðið - 03.10.2019, Síða 64

Morgunblaðið - 03.10.2019, Síða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Varmadælur Hagkvæmur kostur til upphitunar Verð frá aðeins kr. 145.000 m.vsk Midea KMB-E09 Max 3,4 kW 2,65 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,85) f. íbúð ca 40m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Hægt að fá WiFi sendi svo hægt sé að stjórna dælunni úr GSM síma Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Mission Extreme Umhverfisvænn kælimiðill Leikstjórinn Robert Eggerssló rækilega í gegn meðsinni fyrstu mynd, TheWitch, árið 2015. Myndin gerðist á 17. öld og fjallaði um land- nemafjölskyldu í Bandaríkjunum sem steypist í glundroða þegar þau fer að gruna að elsta dóttirin í fjöl- skyldunni sé norn. Myndinni var vel tekið meðal hryllingsaðdáenda og var sérstaklega hrósað fyrir frumleika. Þá vakti athygli hversu ótrúlega sannfærandi hún var sem períóda en Eggers lagði allt að því þráhyggju- kennda áherslu á að búningar, sviðs- mynd og talsmáti persóna væri sam- kvæmur tímabilinu. Vitinn (The Lighthouse) er líka períóda og gerist undir lok 19. aldar. Hún segir frá tveimur mönnum, Thomas Wake (Willem Dafoe) og Ephraim Winslow (Robert Pattin- son), sem eru vitaverðir á agnarlítilli eyju lengst úti á ballarhafi. Wake hef- ur unnið í vitanum um árabil en Winslow er að mæta í fyrsta skipti og ætlar einungis að dvelja á eyjunni í fjórar vikur. Strax í upphafi mynd- arinnar er okkur gert ljóst að hin myrku öfl ráða ríkjum á þessu guðs- volaða skeri, hvort sem þau eru raun- veruleg eða ímynduð. Ábúendur eru í það minnsta ásóttir af skelfilegum hugarórum og eftir því sem líður á dvölina verða Wake og Winslow sí- fellt geðveikari og mörkin á milli raunveruleika og martraða óljósari. Myndin er skotin á svarthvíta filmu og er ekki í breiðtjaldshlutföllum, heldur í gamaldags ferningshlut- föllum. Með því að hafa myndina svarthvíta öðlast hún gamaldags yfirbragð, sem er sjálfsagt það sem Eggers sóttist eftir, verandi annál- aður nostalgíunörd. Þetta er þó ekki eintóm sýndarmennska, Eggers vinnur virkilega vel með svarthvíta formið og notar lýsingu á skapandi hátt. Litla kvikmyndafræðingnum í hjarta mínu finnst líka freistandi að túlka titilinn og umfjöllunarefnið, hið dáleiðandi og dulmagnaða „ljóshús“, sem vísun til kvikmyndamiðlilsins sjálfs, því gunnbyggingareining hans er ljós og skuggi. Líkt og fyrra verk höfundar, The Witch, eða Nornin, flokkast The Lighthouse sem hrollvekja án þess þó að vera venjuleg hrollvekja. Hroll- vekjur eru gjarnan formúlukenndar, sem þarf ekki að vera galli, þvert á móti þykir mörgum hryllingsaðdá- endum eftirsóknarvert að slíkar myndir fylgi formúlunni. The Lig- hthouse er hinsvegar tilraunakennd- ari en hin almenna hrollvekja, hún er óræð, listræn og krefjandi. Hrynj- andin er stundum hæg en ógnin er alltumlykjandi og brýst stundum fram með brjálæðislegu offorsi. Það er ekki fjarri lagi að líkja stemning- unni í myndinni við The Shining, þar sem ríkir sambærileg óþægileg og stigmagnandi sturlun. Mikið er unnið með endurtekn- ingar í myndinni og sífellt verið að juðast í áhorfendum með dynjandi þokulúðrum, hávaðaroki og ógnandi sýnum sem birtast æ ofan í æ og verða skelfilegri eftir því sem á líður. Fyrir vikið er hún ögn endurtekn- ingarsöm undir lokin og það hefði hæglega mátt skera nokkrar mínútur af henni. Engu að síður má líta svo á að endurtekingarnar þjóni þeim til- gangi að miðla hringiðukenndri til- veru vitavarðanna, að þetta stöðuga basl eigi fullkomlega að hamra inn geðveikina. Willem Dafoe hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum gegnum árin og enginn vafi á því að hann er frá- bær leikari. Ég fullyrði samt að hann hefur aldrei verið betri, það er sjald- gæft að sjá aðra eins frammistöðu. Thomas Wake birtist áhorfendum sem einhverskonar martraðar- kenndur Kolbeinn kafteinn, sjóbar- inn, skeggjaður, úfinn eins og hafið og mælskari en andskotinn. Línurnar sem persónan fær eru frábærlega skrifaðar og flutningurinn enn betri, sumar af einræðum Wakes eiga skilið að rata í sögubækurnar og vera kenndar í leiklistarskólum. Leikur Dafoes í þessari mynd er einhver sá besti sem ég hef nokkurn tíma séð, hann er á pari við það sem maður hef- ur séð frá besta kvikmyndaleikara í heimi, Daniel Day-Lewis. Mér er mikið í mun að það komist til skila að samanburður við Day-Lewis er meiriháttar mál, hann er bestur í al- heimi og þegar einhver kemst nálægt því að sýna aðra eins takta eru það stórtíðindi. Pattinson skilar einnig sínu. Hann er vitaskuld þekktastur fyrir að hafa leikið vampíruna Edward Cullen í Twilight-seríunni en síðastliðin ár hefur hann staðfastlega reynt að fjar- lægja sig frá þeirri ímynd og tekið þátt í „alvarlegri“ verkefnum. Hann lék í tveimur myndum eftir David Cronenberg og stimplaði sig end- anlega inn sem listrænn leikari í Good Time árið 2017. Frammistaða hans í The Lighthouse innsiglar að hann er ekki bara góður leikari, held- ur meðal þeirra bestu af sinni kyn- slóð. The Lighthouse er rosaleg mynd, blýþung, ágeng og hávær og það er mögnuð upplifun að sjá hana í bíó. Minn en ekki þinn sjóhattur Vitaverðir Willem Dafoe og Robert Pattinson í hlutverkum sínum í Vit- anum, The Lighthouse, sem hlýtur fullt hús stiga hjá gagnrýnanda. Bíó Paradís - RIFF Vitinn bbbbb Leikstjórn: Robert Eggers. Handrit: Ro- bert Eggers og Max Eggers. Kvikmynda- taka: Jarin Blaschke. Klipping: Louise Ford. Aðalhlutverk: Willem Dafoe, Ro- bert Pattinson. Bandaríkin og Kanada, 2019. 110 mín. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Út við himinbláu sundin er yfir- skrift tónleika sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi á laugardag, 5. október, kl. 20.30. Á þeim verða „gömlu, góðu söngkonurnar heiðr- aðar og saga þeirra rifjuð upp í tali og tónum ásamt gömlu lögunum sem þær gerðu vinsæl og hafa lifað með þjóð- inni í mörg ár,“ eins og segir í til- kynningu vegna tónleikanna. Er þar átt við söng- konur á borð við Svanhildi Jak- obsdóttur, Erlu Þorsteinsdóttur, Erlu Stef- ánsdóttur, Hallbjörgu Bjarnadótt- ur, Öddu Örnólfs, Soffíu Karls- dóttur, Helenu Eyjólfsdóttur og Mjöll Hólm en þrjár þeirra eru enn að syngja og munu koma fram á tónleikunum, þær Helena, Svanhild- ur og Mjöll. Aðrar söngkonur sem koma fram eru Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir. Með þeim leikur hljómsveit undir stjórn Rögnvalds Valbergssonar og sögumaður og kynnir verður Val- gerður Erlingsdóttir. Rögnvaldur leikur á hljómborð og hammond, Jón Ólafur á bassa, Hugrún Sif á flautur, Gísli Gamm átrommur og Fúsi Ben á gítar. Rögnvaldur sá um útsetningu allra laga á efnisskránni. „Hvítu mávar“ og fleiri góð Hulda Jónasdóttir átti hugmynd- ina að tónleikunum og hefur séð um skipulag þeirra en sambærilegir tónleikar hafa farið fram í Hofi á Akureyri og í Sæluviku Skagfirð- inga. Hulda rekur fyrirtækið Gná tónleika með eiginmanni sínum og hafa þau skipulagt ýmsa tónleika og þá m.a. styrktartónleika. Spurð að því hvers vegna verið sé að heiðra fyrrnefndar söngkonur, „þær gömlu, góðu“, segir Hulda að þau hafi valið gömul og eftir- minnileg lög og athugað síðan hvaða söngkonur úr þessum hópi væru ennþá að. Lög sem þær fluttu á sín- um tíma og gerðu vinsæl verða á efnisskránni sem og lög annarra söngkvenna sem eru sumar hverjar látnar. Einhverjar þeirra sem hætt- ar eru að koma fram á tónleikum verða viðstaddar tónleikana sem gestir, m.a. Adda Örnólfs. Á efnis- skránni verða lög á borð við „Hvítu mávar“, „Jón er kominn heim“, „Sólbrúnir vangar“, „Við arineld“, „Bjössi á Hól“ og „Í Hallormsstað- arskógi“. Heyrist sjaldan „Mér finnst svo leiðinlegt hvað hún heyrist lítið þessi gamla tón- list,“ segir Hulda þegar hún er spurð að því hvers vegna hún hafi viljað halda tónleika af þessu tagi. Aðalástæðan hafi því verið að leyfa þessum lögum að heyrast á ný sem heyrist varla lengur í útvarpi og eða á tónleikum. Hulda segist vilja vekja upp minningar með því að leyfa fólki að heyra þessi gömlu, góðu lög. Kynn- irinn, Valgerður, mun bæði kynna lög og söngkonur og segja sögur. En hvaða sögur skyldu það nú vera? „Við höfum verið að yfirheyra þessar þrjár söngkonur sem verða með okkur, þær eru að segja okkur sögur úr bransanum, hvernig stemningin var í bransanum á þess- um árum þegar þær voru hvað vin- sælastar. Það koma þarna ýmsar skemmtilegar sögur úr bransanum, t.d. af því þegar þær voru að spila á vellinum og af gömlu stöðunum sem voru vinsælastir á þessum árum,“ svarar Hulda. Þær Helena, Svan- hildur og Mjöll sögðu Valgerði þess- ar sögur og verða þær rifjaðar upp eða endursagðar og einnig verða sagðar sögur af lögum á efnis- skránni. „Hún fer líka svolítið aftur í stemninguna frá þessum árum og rifjar upp hvernig skemmtanalífið var,“ bætir Hulda við. Miðasala fer fram á vef Salarins, salurinn.is, og einnig í síma 4417500. Gömlu, góðu lögin sungin í Salnum Mjöll Hólm Hugrún Sif Hallgrímsdóttir Helena Eyjólfsdóttir Svanhildur Jakobsdóttir Hulda Jónasdóttir Hreindís Ylva Garðarsdóttir Sigurlaug V. Eysteinsdóttir  Helena, Svanhildur og Mjöll meðal þeirra sem koma fram

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.