Morgunblaðið - 12.10.2019, Síða 1
L A U G A R D A G U R 1 2. O K T Ó B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 240. tölublað 107. árgangur
ÞETTA ERU
STÆRSTU
MÁL Í HEIMI
ÍSLENSK
SKÁLDKONA
Á SPÁNI
VIÐ RITSTÖRF 12ANDRI SNÆR 48
Komnir í 1,64%
» Við þessa útreikninga er
miðað við að vextir Íbúðalána-
sjóðs séu 4,2%, vextir Arion
banka 3,09% og vextir Al-
menna lífeyrissjóðsins 1,64%.
» Birta býður líka 1,64% vexti.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Lántakar á Íslandi sem endurfjár-
magna íbúðalán geta lækkað vaxta-
greiðslur um hundruð þúsunda á ári.
Þetta er niðurstaða Elvars Orra
Hreinssonar, hagfræðings hjá Ís-
landsbanka, sem stillti upp dæmum
fyrir Morgunblaðið. Tilefnið er
vaxtalækkun stóru bankanna fyrir
helgi í kjölfar vaxtalækkunar Seðla-
bankans miðvikudaginn 2. október.
Dæmið miðast við 20 milljóna
króna verðtryggt lán hjá Íbúðalána-
sjóði, bönkum og lífeyrissjóðum.
Með því að endurfjármagna lán
hjá Íbúðalánasjóði með láni á lægstu
bankavöxtum sparar lántaki sér 222
þús. á ári. Miðað er við lán hjá Arion
banka með föstum vöxtum í fimm ár.
Með því að endurfjármagna lánið
hjá Íbúðalánasjóði með láni frá líf-
eyrissjóði eykst vaxtasparnaðurinn í
512 þúsund krónur á ári. Miðað er
við lán hjá Almenna lífeyrissjóðnum.
Elvar Orri segir að þótt greiða
þyrfti 200 þúsund í 1% uppgreiðslu-
gjald í þessu dæmi borgi sparnaður
það upp fljótt. Húsnæðiskostnaður
fer nú lækkandi á Íslandi.
Sparar hundruð þúsunda
Hagfræðingur hvetur lántaka til að nýta sér vaxtalækkanir síðustu mánaða
Hægt sé að spara hálfa milljón í vexti af 20 milljóna verðtryggðu láni á ári
MLántakar endurfjármagni … »10
Morgunblaðið/RAX
Reyndur Anton V. Vasiliev var áður
sendiherra Rússa á norðurslóðum.
„Mín skoðun er sú að yfirlýsing
utanríkisráðherra Bandaríkjanna í
Rovaniemi í maí síðastliðnum og í
framhaldinu ákall Johns Boltons,
fyrrverandi öryggisráðgjafa, þess
efnis að endurskipuleggja þurfi sam-
bandið á norðurslóðum með það fyr-
ir augum að Atlantshafsbandalagið
þurfi að standa af sér og berjast
gegn „ágangi og metnaði“ Rússa og
Kínverja endurspegli ekki veru-
leikann og séu í reynd hættulegar.“
Þetta segir Anton V. Vasiliev,
sendiherra Rússa á Íslandi, í viðtali í
norðurslóðablaði Morgunblaðsins,
Björgum heiminum. Hann segir
þessar yfirlýsingar stangast á við
allt sem Norðurskautsráðið stendur
fyrir og von hans er sú að norður-
slóðaríkin, þar með talin Bandaríkin
sjálf, beri gæfu til að skilja að það
þjóni þeirra eigin hagsmunum að
starfa í samræmi við alþjóðalög og
þann góða samstarfsanda sem ríki á
norðurslóðum. „Það væri synd og
skömm að snúa aftur til þess hugs-
unarháttar sem ríkti í kalda stríð-
inu.“
Hættulegar yfirlýsingar
Sendiherra Rússa á Íslandi gagnrýnir Bandaríkjamenn
MBlaðauki »6 og 14
Vítaspyrna skildi að Ísland og heimsmeistaralið
Frakklands á Laugardalsvellinum í gærkvöld
þegar þjóðirnar mættust þar í undankeppni Evr-
ópumóts karla í fótbolta. Á sama tíma unnu
Tyrkir sigur á Albönum, 1:0, og þar með eru
möguleikar íslenska liðsins á að komast í loka-
keppni EM án þess að þurfa að fara í umspil
orðnir minni. Þrír sigrar í þremur síðustu leikj-
unum gætu þó komið Íslandi áfram. »44-45
Minni möguleikar eftir hörkuleik gegn Frökkum
Morgunblaðið/Eggert
Heimsmeistararnir knúðu fram eins marks sigur á Laugardalsvellinum
Starfsemi Reykjalundar var með
eðlilegum hætti í gær eftir truflum
sem varð í fyrradag vegna óvissu
sem kom upp eftir uppsögn fram-
kvæmdastjóra lækninga og starfs-
lok forstjóra. Starfsfólkið sagði í
yfirlýsingu í gær að því þætti miður
að ástandið hefði bitnað á skjól-
stæðingum og valdið þeim vanlíðan.
Sveinn Guðmundsson, stjórn-
arformaður SÍBS og starfandi for-
stjóri Reykjalundar, sagði ljóst að
starfsfólk ætlaði að setja skjólstæð-
inga sína í fyrsta sæti.
Sveinn tilkynnti starfsfólki það í
gær að hann myndi víkja sem for-
stjóri og settur yrði annar forstjóri
þar til nýr forstjóri tæki við. Staðan
verður auglýst. Þá er ráðningar-
ferli framkvæmdastjóra lækninga í
vinnslu. Starfsmannafundur verður
á þriðjudag. »6
Nýr forstjóri tekur
við Reykjalundi
„Við erum með öll leyfi, ég fylgi
reglunum,“ segir malasíski ferða-
þjónustubóndinn Loo Eng Wah um
uppbyggingu ferðaþjónustu sinn-
ar í Landsveit. Hann segir að
athugasemdir um tengingu hjól-
hýsa við fráveitu séu að einhverju
leyti misskilningur. „Heilbrigð-
iseftirlitið segir að þetta sé á gráu
svæði. Stundum virðist manni
bara eins og það sé skortur á al-
mennri skynsemi. Við viljum aug-
ljóslega fá fleiri klósett á svæðið
en vegna kvartana getum við það
ekki.“ » 18
Loo segir klósettdeilur
á misskilningi byggðar
Morgunblaðið/Hari
Ferðaþjónusta Loo Eng Wah við
hjólhýsi sem hann leigir út á Leyni.
Lífið tók sannarlega óvænta
stefnu hjá Bjarneyju Hinriksdóttur,
sem kölluð er Baddý, en hún er nú
stödd á Krít með fimm hvolpa sem
hún hyggst koma heim til Íslands
fyrir jól.
Hvolparnir fundust við hrað-
braut á Krít og ákvað Baddý að
taka þá heim til sín.
„Það var þá sem öll mín plön
breyttust,“ segir hún og skellihlær.
„Ég þurfti að lesa mér til um
hvernig á að ala upp hunda,“ segir
hún og planar að finna heimili á Ís-
landi fyrir hvolpana.
Kostnaðurinn við flutninginn
heim er um tvær milljónir og ætlar
Baddý að setja af stað söfnun á
Karolina Fund undir The Fabulous
five to Iceland. »Sunnudagur
Ljósmynd/José Vásquez
Tilveran Baddý elur nú upp fimm hvolpa.
Fimm hvolpa á
Krít vantar heimili