Morgunblaðið - 12.10.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 12.10.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að kostnaður við húsnæði á Íslandi, sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, hafi lækkað á síðustu árum. Með því gæti hlut- fallið á Íslandi hafa farið lækkandi í samanburði við önnur lönd, þ.m.t. önnur norræn ríki. Fjallað er um þessa þróun í nýrri skýrslu Ís- landsbanka, Ís- lenskur íbúða- markaður. Segir þar að heildarkostnaður við húsnæði, sem hlutfall af ráð- stöfunartekjum, sé sennilega besti mælikvarðinn þegar kostnaður við að eiga húsnæði er borinn saman milli landa. Svipaður og í Noregi „Hlutfallið hér á landi nemur 20% líkt og í Noregi og er það á bilinu 2-8 prósentustigum lægra en í Sví- þjóð (22%) og Danmörku (28%). Þegar tekið er tillit til alls kostnaðar og kaupmáttar launa er húsnæðis- kostnaður hér á landi því vel sam- keppnishæfur við önnur lönd,“ segir þar m.a. Niðurstaðan vekur athygli í ljósi umræðunnar um háan húsnæðis- kostnað á Íslandi. Benda skýrslu- höfundar m.a. á að orkukostnaður sé afar samkeppnishæfur hér á landi. Til dæmis sé húshitunar- kostnaður allt að 3,5 sinnum hærri annars staðar á Norðurlöndum. Elvar Orri Hreinsson, hagfræð- ingur hjá Íslandsbanka, segir að- spurður að tölurnar fyrir Ísland í þessum samanburði séu frá árinu 2016. Þá hafi verið mikil þensla á ís- lenskum húsnæðismarkaði og kostnaður við að eiga húsnæði hærri fyrir vikið. Síðan hafi dregið úr spennu á markaðnum. Þá hafi laun síðan hækkað með kjarasamning- um, kaup- og leiguverð staðnað og íbúðavextir lækkað. Samandregið sé því líklegt að heildarkostnaður við að eiga hús- næði á Íslandi sé orðinn lægri en í Noregi. Það myndi aftur þýða að kostnaðurinn sem hlutfall af ráð- stöfunartekjum á Norðurlöndum sé aðeins lægri í Finnlandi en á Ís- landi. Elvar Orri telur aðspurður líklegt að Ísland hafi unnið sig frekar upp listann eftir vaxtalækkanir síðustu daga. „Þá virðast einnig margir vera að greiða hærri vexti en þörf krefur. Því er í raun fyrir hendi tækifæri til enn frekari vaxtalækk- unar hjá heimilum landsins í formi endurfjármögnunar á háum vaxta- kjörum yfir á lægri kjör sem nú standa til boða,“ segir Elvar Orri. Það sé augljóst mál að þeir dagar séu liðnir að húsnæðiskostnaður sé óeðlilega hár á Íslandi. „Það kemur líka fram í skýrslunni að hlutfall fólks á leigumarkaði er hærra annars staðar í Evrópu en á Íslandi. Það gleymist oft í um- ræðunni að leigumarkaðurinn á Norðurlöndum er dýr. Það kemur í ljós að húsaleiga er lægri sem hlut- fall af ráðstöfunartekjum en í þess- um löndum,“ segir Elvar Orri. Sögulega mikill stöðugleiki Seðlabanki Íslands hefur mark- mið um 2,5% verðbólgu. Það mark- mið náðist frá febrúar 2014 og fram í mars 2018. Verðbólgan fór hæst í 3,7% í desember sl. en hefur undan- farið lækkað og mælist nú 3%. Eins og sjá má á grafi hér fyrir ofan er það lítil verðbólga í sögulegu sam- hengi. Þá ekki síst í ljósi þess að nú er niðursveifla en samdrætti hefur jafnan fylgt verðbólguskot. Á síð- ustu öld voru gengisfellingar tíðar. Elvar Orri segir aðspurður að þessi verðstöðugleiki vitni um breytingar á íslenska hagkerfinu. „Við erum með gjörólíkt hagkerfi og sterkari stoðir undir gjaldeyris- öflun en áður. Sveiflurnar voru miklu meiri. Það er að miklu leyti vegna þess að nú dreifist gjaldeyris- sköpun með öðrum hætti en fyrir nokkrum áratugum. Sjávarútvegur- inn var ráðandi. Gengi krónu réðst mikið til af gæftum úr hafinu. Nú er gjaldeyrisstaðan allt önnur. Þjóðar- búið er með nettóeignastöðu gagn- vart útlöndum,“ segir Elvar Orri. „Þótt við myndum fá meiri verð- bólgu þá erum við líka betur í stakk búin að takast á við hana en áður enda búa heimili, fyrirtæki og hið opinbera við minni skuldsetningu.“ Samanburður á húsnæðiskostnaði Hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum* Heildarskuldir sem hlutfall af ráðstöfunartekjum 2018 Hlutfall fólks á aldrinum 25-29 ára sem býr í foreldrahúsum 2017 ESB Ísland** Noregur Svíþjóð Finnland Danmörk Grikkland Serbía Danmörk Búlgaría Þýskaland Sviss Bretland Holland N-Makedónía Rúmenía Ungverjaland Tékkland Svíþjóð ESB Slóvakía Ísland Noregur Belgía Pólland Tyrkland Spánn Finnland Austurríki Frakkland Króatía Lettland Portúgal Lúxemborg Litháen Ítalía Írland Slóvenía Eistland Kýpur Malta Slóvenía Pólland Tékkland Síle Ítalía Ísland Austurríki Þýskaland Belgía Frakkland Bandaríkin Finnland Spánn Portúgal Bretland Danmörk Kanada Svíþjóð Írland Ástralía Holland *Byggt á nýlegustu gögnum fyrir hverja þjóð á tímabilinu 2016-2018. **Árið 2016. Heimild: Íslandsbanki/Eurostat. 85% 20% 39% 9% 20% 7% 9% 4% Verðbólga á Íslandi 1918-2019 1918 1928 1938 1948 1958 1968 1978 1988 1998 2008 2018 2015-1018 Gjaldeyrissköpun eykst með vexti ferðaþjónustu 80% 60% 40% 20% 0% -20% -40% Árlegar breytingar á verði matvöru og vísitölu neysluverðs án húsnæðis 2015 Fjármagns- höft afnumin Heimild: Hagstofa Íslands/Seðlabanki Íslands Matvörur Vísitala án húsnæðis Lántakar endurfjármagni lánin  Vísbendingar eru um að húsnæðiskostnaður á Íslandi sé orðinn einn sá lægsti á Norðurlöndum  Lágur orkukostnaður á þátt í því  Hagfræðingur hvetur fólk til að endurfjármagna íbúðalánin Elvar Orri Hreinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.