Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
Sporður Sólheimajökuls hafði hopað
um 11 metra frá í fyrra þegar nem-
endur 7. bekkjar Hvolsskóla mældu
jökuljaðarinn 8. október. Þetta var
tíunda árið í röð
sem nemendur í
7. bekk mældu
jökulinn. Mæling-
arnar hófust í
október árið 2010
og hefur alltaf
verið farið í októ-
ber.
Jón Stefáns-
son, kennari við
Hvolsskóla, er
upphafsmaður að
því að virkja nemendurna til jökla-
mælinga. Hann fékk nýverið Nátt-
úruviðurkenningu Sigríðar í Bratt-
holti fyrir að nýta nærumhverfi
nemenda sinna til kennslu, rann-
sókna og upplifunar.
„Það er mjög misjafnt eftir árum
hve mikið hop mælist,“ sagði Jón.
Hann sagði að sporðurinn hefði hop-
að að meðalali um tæpa 40 metra á
ári í þessi tíu ár. „Stundum brotna
stykki frá og þá kemur stór mæling
og getur verið rúmlega 100 metra
hop. Það hefur gerst tvisvar frá því
að við byrjuðum að mæla. Önnur ár
er bara bráðnun og þá hopar hann
minna. Við höfum mælt minnst átta
metra hop milli ára. Þá var lítil
bráðnun og ekkert brot.
Jökulsporðurinn hefur bráðnað og
mikið þynnst í sumar. Það er mikið
sprungið rétt við sporðinn og ég á
von á að bráðum brotni stór stykki
af.“ Dýpi lónsins framan við jökulinn
mældist um 60 metrar og er það
svipað og áður hefur mælst.
Sigla að jökuljaðrinum
Niðurstöður mælingarinnar og
myndir eru hengdar upp á vegg í
Hvolsskóla. Nemendurnir segja
eldri nemendum, sem mældu á árum
áður, frá niðurstöðu ársins.
Mælingin er gerð með GPS-tæki
og er skilti við jökulinn notað sem
viðmiðunarpunktur. Siglt er eftir
lóninu á slöngubáti að jökuljaðrinum
þar sem gerð er mæling. Siglingin er
um 500 metra löng. Björgunar-
sveitin Dagrenning á Hvolsvelli hef-
ur aðstoðað við mælingarnar og
leggur til bátinn. Eins gætir hún að
öryggi nemendanna.
„Þetta verkefni gefur nemendum
einstaka sýn á að fylgjast með hopi
jökuls af völdum loftslagsbreytinga
og vekur þau til umhugsunar hvaða
áhrif breytingar á jöklum hafa á
náttúruna,“ skrifaði Jón í tilkynn-
ingu um mælinguna. „Önnur um-
hverfisverkefni Hvolsskóla miða að
því að átta sig á hvað veldur og hvað
hægt er að gera til að hægja á eða
stöðva hamfarahlýnun. Má þar
nefna að allt sorp er flokkað og hluti
þess nýttur á staðnum (moltugerð),
vistheimtarverkefni í Landeyjum,
þar sem eru tilraunareitir skólans og
síðan gróðursetning trjáplantna og
sáning grasfræs í hrauninu sunnan
Búrfells í Landssveit.“
Ljósmynd/Jón Stefánsson
Við Sólheimajökul Nemendur í 7. bekk Hvolsskóla hafa farið að jöklinum undanfarin tíu ár og mælt hopið.
Sporðurinn styttist
Sporður Sólheimajökuls hefur hopað um tæpa 40 metra á
ári að meðaltali á tíu árum Stutt í að stórt stykki brotni
Jón
Stefánsson
Ávaxtaræktendur á suðvesturhorn-
inu voru nokkuð sáttir við uppskeru
sumarins, samkvæmt upplýsingum
Guðríðar Helgadóttir, garðyrkju-
fræðings og forstöðumanns við
Landbúnaðarháskóla Íslands á
Reykjum í Ölfusi. „Það sem ég hef
heyrt er að uppskeran var í góðu
meðallagi hjá þeim sem eru með ald-
intré í góðu skjóli,“ segir Guðríður.
Þetta eigi einkum við um plómur og
epli.
Hún segir að einkum megi þakka
árangurinn því að þrátt fyrir mikla
vætu síðasta sumar og litla sól hafi
verið sæmilega hlýtt er leið á sum-
arið þannig að trén hafi náð að und-
irbúa sig fyrir sumarið í ár. Aðal-
atriði sé þó að nýliðið sumar hafi
verið einstaklega gott, sólríkt og
hlýtt, og aldinræktendur verið dug-
legir að vökva. Blómgunin hafi
heppnast vel og flest gengið upp og
þó svo að met hafi ekki verið slegin
þá séu ávaxtaræktendur nokkuð
kátir. Guðríður bætir því við að garð-
yrkjufólk hafi beðið um að sumarið
2018 verði strokað út úr almanakinu.
Eplatré frá Akranesi
Á vef Reykjavíkurborgar segir frá
því að frá því í fyrrahaust hafi verið
gróðursett á sjötta tug ávaxtartrjáa í
Háaleitis- og Bústaðahverfi. Fram
kemur á vef borgarinnar að ein af
þeim hugmyndum sem fengu góðan
stuðning borgarbúa í kosningum í
Hverfið mitt haustið 2017 hafi verið
tillaga um að gróðursetja fleiri
ávaxtatré í borginni.
Byrjað var að gróðursetja eplatré
í fyrrahaust og koma plönturnar frá
Jóni Guðmundssyni á Akranesi.
Hann hefur nú látið borgina fá vel á
annað hundrað plöntur af 27 ólíkum
yrkjum. Þær hafa verið settar niður
á fjórtán skjólgóðum stöðum í hverf-
inu og náðu nokkur epli að þroskast í
sumar. aij@mbl.is
Ávaxtauppskera
í góðu meðallagi
Borgin gróðursetur ávaxtatré
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Ræktun Starfsmaður borgarinnar
við eitt eplatré í Grundargerði.
Veitur og Heilbrigðiseftirlit Vestur-
lands ítrekuðu í gær tilmæli sín um
að viðskiptavinir vatnsveitu Veitna
úr Grábrókarhrauni ættu að sjóða
neysluvatn, en staðfest hefur verið
að gerlamengun sé í vatninu. Segir í
tilkynningu frá Veitum að bæði kólí-
og E.coli-gerlar hafi fundist í því sýni
sem vakti upphaflegan grun um að
vatnið væri mengað.
Þá segir einnig að lýsingarbúnað-
ur verði tekinn í notkun við vatns-
bólið á miðvikudaginn, en búnaður-
inn mun tryggja öryggi vatnsins. Í
tilkynningunni segir einnig að Heil-
brigðiseftirlit Vesturlands og Veitur
leggi áherslu á að notendur sjóði
neysluvatn þar til búnaðurinn verður
virkur enda geti gerlasmit valdið
slæmum sýkingum hjá mönnum,
einkum þeim sem eru viðkvæmir
fyrir, eins og börn og eldra fólk. Veit-
ur segjast leggja kapp á að ná til sem
flestra viðskiptavina og verður eftir-
litsaðilum haldið upplýstum um
framvindu. Vatnsbólið í Grábrókar-
hrauni var tekið í notkun árið 2007,
og sér m.a. Borgarnesi, Varmalandi
og Bifröst fyrir drykkjarvatni.
Gerlamengun
staðfest í vatninu
Notendur sjóði neysluvatnið
Þjónustusvæði
Grábrókarveitu
í Borgarfi rði
Bifröst
Varmaland
HvanneyriBorgarnes
Loftmyndir ehf.
Vínlandsleið 16
Grafarholti
urdarapotek.is
Sími 577 1770
Opið virka daga kl. 09.00-18.30
og laugardaga kl. 12.00-16.00
VELKOMIN Í
URÐARAPÓTEK