Morgunblaðið - 12.10.2019, Side 18

Morgunblaðið - 12.10.2019, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019 SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég virði skoðanir allra og tek mark á þeim athugasemdum sem hafa verið settar fram,“ segir mal- asíski athafnamaðurinn Loo Eng Wah. Hann vinnur að uppbyggingu ferðaþjónustu á jörðunum Leyni 2 og 3 í Landsveit. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefur gætt nokkurrar óánægju með áformin meðal hagsmunaaðila á svæðinu. Morgunblaðið heimsótt Loo á Leyni í vikunni. Uppbygging Loos gagnrýnd Morgunblaðið greindi fyrst frá áformum Loos í lok ágúst en þá kom fram að yfir fimmtíu land- og sumarbústaðaeigendur hefðu hist á fundi til að bregðast við. Þeir telja uppbygginguna allt of stórtæka og gagnrýndu auk þess að sveitarfé- lagið hefði ekki kynnt áformin nægilega. Viðbrögð sveitarfé- lagsins Rangárþings ytra voru á þá leið að eðlilegt væri að fólk hefði skoðun á áformunum og tækifæri gæfust til athugasemda í skipulagsferli sem rétt væri að hefjast. Sjálfur sagði Loo í viðtali við blaðið í byrjun september að áform hans væru ekki jafn stórtæk og fólk virtist halda – hann vildi að framkvæmdirnar færu fram í sátt við fólk á svæðinu. Þetta dugði ekki til að lægja öld- ur og hagsmunaaðilar kvörtuðu til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Mannvirkjastofnunar undan ólög- legri starfsemi og framkvæmdum á Leyni. Skömmu síðar var áformum landeigenda breytt og ákveðið að auglýsa skipulagstillögu að nýju. Í byrjun október greindi Morgunblaðið frá því að skipulags- og byggingarfulltrúi sveitarfé- lagsins hefði gert Loo að rjúfa tengingar hjólhýsa við rotþróar- kerfi á staðnum í kjölfar fyrir- spurnar frá landeiganda. Hjólhýsin hafa verið í útleigu í sumar en ekki var leyfi fyriri hendi fyrir fasta tengingu við rotþró. Í vikunni voru svo athugasemdir við lýsingu skipulagsáforma á svæðinu lagðar fyrir skipulagsnefnd sveitarfé- lagsins. Fjölmargar athugasemdir bárust. Skortur á almennri skynsemi Loo sýndi útsendurum Morgun- blaðsins svæðið á Leyni við kom- una. Iðnaðarmenn voru að störfum við að einangra kúluhús sem eiga að vera fyrir norðurljósaskoðun í vetur en að öðru leyti var allt með kyrrum kjörum á svæðinu. Aug- ljóst er að viðbrögðin við áformum hans hafa komið Loo í opna skjöldu. Til að mynda að nágranni hafi sett upp hlið sem lokar að- gangi að útihúsi í hans eigu. Segir Loo að athugasemdir sem settar hafi verið fram séu að ein- hverju leyti á misskilningi byggðar og vill hann leiðrétta hann. „Fólki er velkomið að kíkja í heimsókn og þá getum við útskýrt hvað við ætl- um að gera. Ég trúi því að ég hafi gott fram að færa á Íslandi,“ segir ferðaþjónustubóndinn. „En það er gott að fá athugasemdir. Þá getum við nýtt þær til að bæta okkur.“ Hann segir að til að mynda sé það misskilningur að hjólhýsin hafi verið fasttengd við fráveitukerfið. Hann hafi einungis gefið fólki sem leigði hjólhýsi kost á að tengjast með þessum hætti í stað þess að þurfa að hella úr safntanki. Úr- gangurinn færi í sömu rotþróna og hún hafi verið fyrir á svæðinu. „Við erum með öll leyfi, ég fylgi regl- unum,“ segir hann. „Heilbrigðiseft- irlitið segir að þetta sé á gráu svæði. Stundum virðist manni bara eins og það sé skortur á almennri skynsemi. Við viljum augljóslega fá fleiri klósett á svæðið en vegna kvartana getum við ekki sett upp fleiri. En við erum þolinmóð og bíðum eftir deiliskipulaginu. Nýtur aðstoðar sérfræðinga Sveitarfélagið hefur auglýst öll áformin á heimasíðu sinni. Ég myndi frekar kjósa að fólk vísaði umsögnum sínum og athugasemd- um þangað en að halda á lofti röng- um upplýsingum,“ segir Loo. Hann segir að á næstunni verði lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir svæð- ið og hún fari í umsagnarferli hjá Rangárþingi ytra. Umræðan um Leyni 2 og 3 hefur að hans sögn ekki breytt áformum hans, það taki einfaldlega tíma að koma þeim í framkvæmd. Telurðu að þú hafir gert einhver mistök við uppbygginguna til þessa? „Ég veit það ekki. Margt veltur á hvernig þú túlkar hlutina. Í fyrstu þekkti ég ekkert til lagaum- hverfisins á Íslandi og þess vegna leitaði ég til færustu sérfræðinga á hverju sviði og fylgdi ráðum þeirra. Við höfum notið aðstoðar lög- mannsstofunnar Lex og verk- fræðistofunnar Eflu. Efla sagði til að mynda að það yrði að breyta svæðinu í verslunarsvæði og þá þarf að gera skipulag. Við vitum að það þarf að fylgja lögum og reglum og gerum það. Ég er mjög hrifinn af kerfinu hér á Íslandi, það er svo gagnsætt. Það er hægt að sjá allt inni á ry.is.“ Höfum mætt andspyrnu og reiði Loo segir að endingu að hann ætli sér að breyta tjaldstæðinu í nútímalegt tjaldstæði á heims- mælikvarða. Það verði nýtt fyrir Íslendingum að einnig verði hægt að nýta það á veturna. „Það er mikið af tæknilegum at- riðum sem þarf að greiða úr en ég vona að allir geti verið þolinmóðir og beðið eftir fullbúinni tillögu. Við erum nýtekin við, við erum nýbúin að fá leyfi og hér er margt gamalt sem þarf að endurnýja og laga. Við höfum mætt andspyrnu, við höfum mætt reiði en ég vona að allt fari vel á endanum.“ Mjög hrifinn af kerfinu á Íslandi  Malasíski ferðaþjónustubóndinn Loo Eng Wah segir að áform sín á Leyni 2 og 3 í Landsveit hafi mætt andspyrnu og reiði  Hann áformar að útbúa tjaldstæði á heimsmælikvarða en slíkt taki tíma Morgunblaðið/Hari Umdeildur Loo Eng Wah byggir upp ferðaþjónustu á Leyni 2 og 3 í Landsveit. Áform hans hafa mætt andstöðu í sveitinni en hann er ekki af baki dottinn. Fráveita Loo segir að hjólhýsin séu ekki fasttengd við fráveitu. Kúlutjöld Í þessum tjöldum verður hægt að njóta norðurljósa á veturna.Athugið! Ekkert líffæri líkamans er óhult fyrir gigtarsjúkdómum. Biðlistar eru bölvun. ALÞJÓÐLEGI GIGTARDAGURINN ER Í DAG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.