Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019 ✝ Jakobína Páls-dóttir Jóns- dóttir (Bíbí) fædd- ist 17. nóvember 1948 í Valhöll á Bíldudal. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 27. september 2019. Foreldrar hennar voru Jón Arnfjörð Jóhannsson, f. 23. júlí 1915, d. 23. maí 2006, og kona hans Arndís Ágústsdóttir, f. 5. september 1917, d. 29. október 2009. Systkini Jakobínu eru Gúst- af, f. 5. október 1944, bygg- ingatæknifræðingur og Kol- brún Dröfn, f. 22. september 1959, kennari. Jakobína giftist Sigurþóri Lúðvík Sigurðssyni, f. 21. apríl 1948, sjómanni og smiði, þ. 27. desember 1975. Foreldrar hans voru Sigurður Lúðvík Ólafsson, f. 26. september 1914, d. 17. mars 1993, og rúnu Björgu Rafnsdóttur, f. 16. október 1978, er Emilía Rós, f. 13. júní 1999. Dóttir Elíasar og Ásdísar er Hrefna Sif, f. 3. janúar 2017. Jakobína ólst upp á Bíldudal og gekk þar í grunnskóla og nam síðan einn vetur í Hús- mæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði. Þau Sigurþór (Lúlli) bjuggu lengst af á Bíldudal þar sem börnin þeirra ólust upp. Hún var virkur þátttakandi í sam- félaginu þar, var í leikfélag- inu, söng í kirkjukórnum og starfaði í kvenfélaginu. Þegar börnin voru vaxin úr grasi og Jakobína komin undir fimm- tugt fluttu þau hjónin í Kópa- vog og bjuggu síðan erlendis, í Noregi og Danmörku, um nokkurra ára skeið. Þegar heim kom bjuggu þau fyrst í Borgarnesi, síðar á Dalvík og loks í Sandgerði síðustu þrjú árin. Starfsvettvangur Jakobínu var fjölbreyttur og vann hún m.a. við fiskvinnslu, á leik- skóla og við umönnun aldr- aðra. Útför Jakobínu verður frá Bíldudalskirkju í dag, 12. októ- ber 2019, kl. 14. kona hans Guðný Jóna Jónsdóttir, f. 31. janúar 1919, d. 3. mars 1983. Syn- ir Jakobínu og Sigurþórs eru: 1) Jón Arnar, f. 9. júlí 1971, lögreglu- maður, kvæntur Margréti Katrínu Guðnadóttur, f. 9. maí 1972. Börn þeirra eru: a) Hel- ena Jakobína f. 13. júlí 2000, b) Ólafur Vernharð, f. 19. des- ember 2004, c) Katrín Jó- hanna, f. 25. mars 2007. 2) Ólafur Hrafn, f. 9. júlí 1971, sölumaður, kvæntur Ragnheiði Gunnarsdóttur, f. 16. janúar 1975. Börn þeirra eru: a) Dag- ur Sævarsson, f. 27. desember 2000, Arndís Dóra, f. 23. sept- ember 2006, Guðrún Salvör, f. 7. júlí 2009. 3) Elías, f. 4. maí 1977, þjónn. Maki hans er Ás- dís Helgadóttir, f. 5. janúar 1982. Dóttir Elíasar með Sig- Kveðja mín til þín. Elsku blíða Bíbí mín, besti vinur minn. Æ hvað sárt ég sakna þín og sorg í hjarta mínu. Þú varst elskuð af oss öllum okkar kæra vina og með gleði, glensi og hlátrasköllum þú gladdir alla hina. Nú er lokið lífi þínu. Ljúfust hér og nú. En ég vona í huga og hjarta mínu að hittumst við aftur ég og þú. Þá leiðast munum hönd í hönd er held ég upp til þín. Því okkar binda kærleiksbönd, Bíbí, ástin mín. Þinn eiginmaður, Sigurþór (Lúlli). Elsku mamma mín og tengda- mamma, nú ert þú farin allt of snemma yfir í draumalandið. Hvað ég var heppinn að eiga þig fyrir mömmu. Þú varst alltaf okkur strákunum þínum svo góð og ljúf. Ég man satt að segja varla eftir því að þú hafir skammað okkur eða byrst þig við okkur öll þessi ár þó við höfum nú ekki alltaf verið til friðs. Allt þitt líf tókst þú öllum hlutum með þessu ótrúlega jafnaðargeði og gerðir aldrei mikið úr hlutun- um. Jákvæðnin þín, góðvild og gleði skein alltaf frá þér inn í líf okkar okkur öllum til mikillar gleði. Þú og pabbi studduð okkur strákana ykkar áfram í einu og öllu, námi, íþróttum og öðru sem okkur datt í hug að stunda. Yndisleg uppvaxtarár okkar á Bíldudal lifa í minningum mínum þar sem rjómablíða, sól og hlýja fylla hverja minningu. Þið pabbi bjugguð okkur heimili, fullt af ást og hlýju hvort sem það var á Sól- brekku eða Dalbraut 28. Þið unn- uð bæði mikið og sáuð sameigin- lega um heimilið, ávallt svo samhent og góð. Þegar ég fór frá Bíldudal til náms voru símtölin æði mörg og alltaf svo gott að heyra í þér. Árið 1995 fluttuð þið frá Bíldu- dal til Kópavogs og þar með hófst tímabil flutninga ljúfu stelpunnar frá Bíldudal. Þegar Margrét kom í líf mitt tókst þú henni opnum örmum og varst alltaf svo stolt af henni. Henni leið alltaf sem dótt- ur þinni. Árið 1998 fluttuð þið til Noregs og svo nokkrum árum síðar til Danmerkur þar sem við Margrét bjuggum. Við vorum himinlifandi yfir því að fá ykkur nær okkur og þær voru ófáar heimsóknirnar til afa og ömmu á Jótlandi. Áttum við alltaf ljúfar samverustundir. Ykkur gekk ein- staklega vel að fóta ykkur á er- lendri grundu, eignuðust heimili sem þið fylltuð af allri þeirri hlýju og ást sem við þekkjum og alltaf stóðu dyr ykkar opnar fyrir vin- um og vandamönnum. Mikil gleði færðist yfir hópinn þinn er þið ákáðuð að flytja í Borgarnes. Börnin og við nutum hverrar stundar að hafa ykkur hér svo nálægt. Fluttuð þið síðan til Dalvíkur þar sem þið eignuð- ust fallegt heimili þar sem við átt- um margar gleðistundir saman. Eftir að þið pabbi hættuð að vinna fluttuð þið til Sandgerðis og nutuð lífsins þar síðustu þrjú árin. Þú náðir því að vera fyrst af öll- um í fjölskyldum okkar til að halda á börnunum okkar, Helenu Jakobínu, nöfnu þinni, Ólafi Vernharð og Katrínu Jóhönnu. Þú varst börnunum okkar alltaf svo góð, hjá þeim varst þú í svo miklu uppáhaldi og munu þau sakna þín afar mikið. Þau ljóm- uðu og kættust svo mikið þegar þau vissu að von væri á ömmu og afa. Alltaf var auðsótt að fá pöss- un, hvort sem það var kvöldstund eða löng helgi og börnin hlökkuðu alltaf til að vera hjá ömmu og afa. Eftir skilur þú okkur með ein- staklega góðar minningar af ynd- islegum árum með þér sem gera okkur að betra fólki. Þín hlýja, já- kvæðni og yndislega fallega nær- vera mun ávallt fylgja okkur fjöl- skyldunni. Þú varst alltaf svo dugleg og hraust þangað til í sumar þegar þú fórst að veikjast. Sumarið var okkur öllum erfitt þó dagarnir hafi verið misgóðir og alltaf kom- ið jákvæðar fréttir af þér inn á milli. Samband okkar var alltaf náið og hlýtt, guð hvað mér fannst það erfitt að kyssa þig bless í síðasta sinn. Minning um einstaklega hug- ljúfa og fallega móður, tengda- móður og ömmu lifir í hjörtum okkar. Þinn Jón Arnar (Nonni) og Margrét Katrín. Móðir mín, ég mun alltaf sakna þín, þú varst alltaf svo góð kona og svo barngóð, þú elskaðir öll þín barnabörn og vildir öllum vel. Þú varst tekin frá mér of snemma en ég á góðar minningar af þér þegar þú varst í blóma lífs- ins. Ég gleymi því aldrei þegar annað barnið kom í heiminn og ég sagði þér frá því. Þú sagðir við mig, Elli, ég held ég sé að fara bara að gráta af gleði. En nú er annað barn á leiðinni, mamma mín, sem er strákur og þú sagðir mér hvað þú varst stolt að heyra það. En því miður munt þú ekki sjá hann vaxa úr grasi, mamma mín, en ég veit að þú munt vaka yfir okkur fjölskyld- unni. Ég mun alltaf elska þig, mamma mín, og ég gleymi þér aldrei. Guð blessi þig. Þinn sonur Elías. Elsku mamma mín. Í sumar byrjuðu veikindin þín sem virtust vera viðráðanleg og vonin var sterk, en það skiptust á skin og skúrir fram á haust. Þú varst svo dugleg og sterk í þessum erfiðu veikindum, stund- um of sterk. Kvartaðir of lítið og vildir ekki láta hafa mikið fyrir þér. Dagar, vikur liðu og veikind- in urðu bara meiri og erfiðari. Þann 27. september fengum við þær fréttir að það væri ekki hægt að gera meira og kveðjustundin væri óumflýjanleg þann dag. Við gátum látið nánustu ættingja vita og komum við saman til að kveðja þig, elsku mamma. Þetta var mjög falleg stund sem við munum aldrei gleyma og hvað það var gott að geta haft fólkið okkar hjá henni á þessari stund. Eflaust grétum við strákarnir hjá þér á okkar fyrsta degi og nokkrum sinnum eftir það. Meiddir, sárir, leiðir, hræddir eða lasnir þá var alltaf best að koma í þinn faðm. Hlý, mjúk og huggandi, enginn staður betri fyrir mömmustráka að vera á. Það var líka svo gott að fá að gráta hjá þér þinn síðasta dag. Ég munum ávallt muna þig, elsku mamma mín, þú varst alltaf svo dugleg og góð eins og mömmur eiga að vera. Þinn Ólafur (Óli). Amma. Ég elska þig, amma. Við elskuðum þig öll voðalega mikið. Þú ert engill og núna verð- ur þú í alvörunni engill. Þú varst besta amma í heimi og verður minnst fyrir það og margt meira. Við fjölskyldan öll munum sakna þín svo mikið. Þú munt vera fyndnasti, skemmtilegasti og fallegasti engill í heimi. Ég vona að þú munir vaka yfir mér og allri fjölskyldunni þannig að þú munir sjá mikið í okkar fram- tíð. Við munum aldrei gleyma þér. Elska þig alltaf. Þín Arndís Dóra. Amma. Er æðislegasta mann- eskja sem ég hef kynnst. Alltaf glöð og rosalega uppbyggjandi. Þakka fyrir það að hafa kynnst þér og fengið góðar og hjartnæm- ar minningar. Þinn Dagur. Elsku yndislega Bíbí mín. Mikið sakna ég þín mikið. Brosið þitt, gleði og kærleikur sem hefur einkennt þig. Ég er svo þakklát að hafa fengið að kynnast þér og honum Óla mínum. Mér þykir svo vænt um stund- irnar saman á Dalvík þar sem þið tókuð svo vel á móti okkur og mikið urðum við glöð að fá ykkur nær þegar þið fluttuð til Sand- gerðis. Alltaf voruð þið Lúlli svo tilbúin að hjálpa okkur með elsku börnin okkar. Vænst þykir mér um að þið hafið alla tíð tekið hon- um Degi mínum sem einu af barnabörnunum þar sem hann fylgdi mömmu sinni í samband okkar Óla. Alltaf fann ég væntumþykjuna Jakobína Páls- dóttir Jónsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SONJA BACKMAN, Fjölnisvegi 15, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 5. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Birgir Ísleifur Gunnarsson Björg Jóna Birgisdóttir Már Vilhjálmsson Gunnar Jóhann Birgisson Sveinbjörg Jónsdóttir Ingunn Mjöll Birgisdóttir Viktor Gunnar Edvardsson Lilja Dögg Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður og faðir, JÓN BRIEM, vélvirki hjá Orkuveitu Reykjavíkur, lést laugardaginn 6. október. Hann verður jarðsunginn föstudaginn 18. október klukkan 13 frá Grafarvogskirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Sóley Gunnarsdóttir Steindór Briem Kristín Ragna Briem Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK GUNNARSSON, Sólbraut 18, Seltjarnarnesi, lést miðvikudaginn 2. október í Reykjavík. Útför hans verður gerð frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 17. október klukkan 13. Sheena Gunnarsson Unnur Berglind Friðriksd. Björgvin Schram Auður Ingunn Friðriksdóttir Ásmar Örn Brynjólfsson Guðrún Friðriksdóttir Guðmundur Ellert Hauksson Gunnar Friðriksson og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁRNDÍS LÁRA ÓSKARSDÓTTIR Dídi frá Neskaupstað, Vefarastræti 15, Mosfellsbæ, lést föstudaginn 24. september á Landakoti. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til Heimahjúkrunar Mosfellsbæjar, starfsfólks Landakots og alla þá sem aðstoðuðu hana. Fjölskyldan Ástkær sonur minn, bróðir, faðir og frændi, GÚSTAF BENEDIKT GÚSTAFSSON, lést hinn 29. september. Útför fer fram í Seljakirkju þriðjudaginn 15. október klukkan 13. Kristín Benediktsdóttir Guðbjörg Kristín Grönvold Aþena Máney Gústafsdóttir Garpur Logi Guðlaugsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu Hafnarfirði mánudaginn 7. október. Útförin auglýst síðar. Guðrún Jóna Knútsdóttir Rúnar Sigursteinssson Ágúst Knútsson Kristján Knútsson Gréta Benediktsdóttir Sigrún Edda Knútsdóttir Janus Friðrik Guðlaugsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA HALLDÓRA BJARNADÓTTIR frá Hóli í Bolungarvík, lést miðvikudaginn 9. október á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti mánudaginn 21. október klukkan 15. Gunnlaugur Jónsson Kristín Jónsdóttir Gísli Geir Jónsson Bergþóra Jónsdóttir Eggert Gunnarsson Gerður Jóndóttir Eldey Huld Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku mamma okkar, tengdamamma og amma, ÁSGERÐUR ÓSKARS Hjúkrunarheimilinu Ísafold, lést að morgni þriðjudagsins 8. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. október klukkan 13. Kristjana Ægisdóttir Árný Björk Árnadóttir Hilmar G. Gunnarsson Guðrún Árnadóttir Ásgeir Þór Ásgeirsson barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.