Morgunblaðið - 12.10.2019, Page 45

Morgunblaðið - 12.10.2019, Page 45
stakan 90 mínútna leik, jafnvel gegn heimsmeisturunum, og barðist fram á lokasekúndu fyrir því að fá eitthvað út úr leiknum. Í gegnum hann komst Kolbeinn Sigþórsson í ágætt færi í upphafi seinni hálfleiks en leikurinn breyttist svo mikið þegar Frakkar fengu vítaspyrnuna um miðjan seinni hálfleik. Ari Freyr Skúlason sýndi mikinn klaufaskap þegar hann spark- aði einhvern veginn í Griezmann inn- an teigs, en það var öllum augljóst að Griezmann hefði getað staðið brotið af sér. Í staðinn, eftir nokkurn umhugs- unartíma, lét hann sig falla í grasið á Laugardalsvelli og uppskar víti. Hátt- erni sem þykir eðlilegt í nútímafót- bolta, einhverra hluta vegna. Frakkar sýndu engar glufur Leikurinn opnaðist talsvert mikið eftir þetta en það voru Frakkar sem fengu færin. Það skipti á endanum ekki máli fyrir þá þó að N’Golo Kanté meiddist í upphitun. Varnarlínan, skipuð leikmönnum úr Real Madrid, Barcelona, Bayern München og Ever- ton, steig ekki feilspor og aldrei reyndi því sérstaklega á Steve Mand- anda í markinu. Erik Hamrén reyndi að bæta í sóknarþungann með því að setja Al- freð Finnbogason og Arnór Sigurðs- son inn á, lét þá nægja að hafa Birki og Gylfa Þór Sigurðsson tvo á miðj- unni, og stundum vantaði lítið upp á til að Ísland kæmist í gott færi. Úr varð hins vegar að Ísland skoraði ekki mark á Laugardalsvelli í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn síðan í frægum leik við Kasakstan fyrir fjórum árum þar sem jafntefli kom Íslandi á EM. Ljóst er að uppleggið gegn An- dorra á mánudag verður gjörólíkt því sem var í gær. Ekkert nema sigur kemur til greina fyrir Ísland í þeim leik og sjálfsagt verða margir með stöðuna í leik Frakklands og Tyrk- lands á hreinu á sama tíma. Draum- urinn um EM er ekki úti. Í raun lifir hann alltaf góðu lífi vegna frammi- stöðu okkar manna síðustu ár sem skilaði þeim sæti í A-deild Þjóðadeild- ar, og þar með nánast öruggu sæti í áðurnefndu umspili. Ef til þess kemur verður þá vonandi hægt að gera Laugardalsvöll aftur að sama vígi 26. mars, en þá þurfa veðurguðirnir væntanlega að vera okkur ansi hlið- hollir. Morgunblaðið/Eggert Öflugur Birkir Bjarnason með skalla fram hjá marki Frakka í gær en hann átti mjög góðan leik á miðjunni gegn heimsmeisturunum. ÍÞRÓTTIR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019 „Þetta er búið,“ sagði vonsvik- inn kollegi við mig á Laugardals- vellinum í gærkvöld eftir ósigurinn gegn Frökkum. Og átti þar auðvitað við mögu- leika Íslands á að komast beint í lokakeppni EM karla í fótbolta. „Frakkar og Tyrkir gera bara markalaust jafntefli á mánudag- inn og sigla saman á EM,“ bætti hann við. „Nema kannski ef Griez- mann tekur upp á því að vera jafn- leiðinlegur við Tyrkina og okkur.“ Framganga landsliðsins haustið 2017 þegar það var með bakið upp við vegg en vann síð- ustu þrjá leiki sína og komst með því á HM í Rússlandi er flestum enn í fersku minni og því eðlilegt að bundnar séu vonir við að hægt sé að endurtaka þann leik. Þar voru einmitt Tyrkir í kjör- stöðu í riðlinum en Ísland vann sigurinn ótrúlega á hinum tyrk- neska „Eskifirði“ og sigldi fullum seglum til Rússlands. En núna er ekkert annað í spil- unum en að vinna Andorra á mánudagskvöldið á Laugardals- vellinum og vonast eftir því að Tyrkir verði ekki með uppsteyt á Stade de France á sama tíma. Talandi um Andorra, þá vann smáríkið í Pyreneafjöllunum sigur á Moldóvu í gærkvöld og leikmenn liðsins koma því fullir sjálfstrausts til Reykjavíkur. Við þekkjum það af leikjum við Andorra í gegnum tíðina að þetta er án efa það „smálið“ í Evr- ópu sem erfiðast er að brjóta nið- ur. Andorramenn spila jafnan þrautskipulagðan og árangurs- ríkan varnarleik og það mun því reyna á þolinmæði landsliðs- mannanna og áhorfenda á mánu- dagskvöldið. En, þó að kollegi minn hafi verið svartsýnn – þá er þetta alls ekki búið! BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Dominos-deild karla Þór Ak. – Fjölnir................................... 69:94 Staðan: Stjarnan 2 2 0 195:154 4 KR 2 2 0 191:161 4 Valur 2 2 0 181:160 4 Keflavík 2 2 0 183:166 4 Tindastóll 2 1 1 160:161 2 Fjölnir 2 1 1 181:163 2 Haukar 2 1 1 189:186 2 Njarðvík 2 1 1 160:155 2 Grindavík 2 0 2 166:186 0 Þór Þ. 2 0 2 153:179 0 ÍR 2 0 2 146:188 0 Þór Ak. 2 0 2 153:199 0 1. deild karla Höttur – Sindri ..................................... 84:76 Hamar – Álftanes ............................... 104:68 Selfoss – Snæfell................................... 75:59 Evrópudeildin Anadolu Efes – Alba Berlín... (frl.) 106:105  Martin Hermannsson skoraði 4 stig fyrir Alba, átti 11 stoðsendingar og tók 2 fráköst en hann spilaði í 21 mínútu. KÖRFUBOLTI Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Wolfsburg í gærkvöld þegar Þýska- landsmeistararnir unnu stórsigur á Köln á útivelli, 5:0. Sara hefur þar með skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum í 1. deildinni en Wolfsburg hefur þar unnið alla sex leiki sína á tímabilinu og náði með sigrinum í gærkvöld sex stiga for- skoti á helstu keppinauta sína, Hof- fenheim, Bayern og Frankfurt. Sara skoraði tvö í Köln Guðmundur Hilmarsson Sindri Sverrisson Rúnar Már Sigurjónsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða ekki með íslenska landsliðinu gegn Andorra á mánudagskvöldið þegar þjóðirnar mætast á Laugardalsvellinum í und- ankeppni EM. Þeir fóru báðir meidd- ir af velli í gærkvöld og Rúnar sagði við Morgunblaðið að hann yrði vænt- anlega frá í nokkrar vikur þar sem hann tognaði aftan í læri. Þátttaka hans í leikjunum við Tyrkland og Moldóvu um miðjan nóvember er því væntanlega í hættu. Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti eftir leikinn að Jóhann Berg yrði ekki leikfær á mánudagskvöldið en staðan á hans meiðslum lá ekki fyrir að öðru leyti. „Ég tognaði aftan í læri sem þýðir að ég verð ekki með á mánudaginn og verð frá keppni næstu vikurnar. Það er mjög svekkjandi því mér leið vel inni á vellinum og vildi klára leikinn og ná að jafna hann. Það er fúlt að við Jói lentum í sömu meiðslum en það þýðir ekkert að væla. Það kemur maður í manns stað,“ sagði Rúnar. Stoltur en vonsvikinn „Ég er stoltur af leikmönnunum. Við gerðum allt sem við gátum en auðvitað er ég vonsvikinn með að fá ekki nein stig fyrir alla þessa vinnu og hugrekki sem leikmennirnir sýndu,“ sagði Erik Hamrén landsliðsþjálfari. „Eitt stig hérna hefði getað breytt stöðunni talsvert [þar til Tyrkir skor- uðu gegn Albaníu], en núna þurfum við hjálp frá Frökkum. Ef þeir vinna Tyrki og við vinnum síðustu þrjá leik- ina komumst við á EM. Stig hefði kannski litlu breytt úr því að Tyrkir unnu svo á endanum en við hefðum gjarnan viljað uppskera eitthvað í kvöld,“ sagði Hamrén. Klaufalegt af minni hálfu „Þetta var klaufalegt af minni hálfu. Ég er búinn að sjá atvikið og þar kemur í ljós að ég fór í höndina á honum. Ég bauð upp á þetta og þetta var leiðinlegt. Stig í þessum leik hefði verið helvíti gott fyrir okkur,“ sagði Ari Freyr Skúlason sem fékk á sig vítaspyrnuna örlagaríku. „Griezmann sá að hann gat ekki sparkað í boltann. Ég var nokkuð viss um að hann ætlaði að fara að skjóta á markið og ég ætlaði að reyna að blokka skotið,“ sagði Ari. Rúnar og Jóhann eru báðir úr leik Rúnar Már Sigurjónsson Ari Freyr Skúlason Selfyssingar freista þess að vinna upp sex marka forskot sænska liðs- ins Malmö í kvöld þegar liðin leika seinni leik sinn í 2. umferð EHF- bikars karla í handknattleik á Sel- fossi. Malmö vann fyrri leik liðanna á sínum heimavelli, 33:27, um síð- ustu helgi og Selfyssingar þurfa því sex marka sigur ef Malmö skorar færri en 27 mörk í leiknum. FH á líka erfitt verkefni fyrir höndum í Noregi í sömu keppni. Ar- endal vann FH 30:25 í Kaplakrika og stendur því vel að vígi fyrir seinni leikinn sem fer fram í dag. Glíma við sex marka forskot Morgunblaðið/Árni Sæberg Selfoss Árni Steinn Steinþórsson og félagar mæta Malmö í kvöld. Fjölnismenn fengu sín fyrstu stig í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í gærkvöld þeg- ar þeir unnu mjög sannfærandi sig- ur á hinum nýliðum deildarinnar, Þórsurum, norður á Akureyri. Lokatölur urðu 94:69 fyrir Fjölni eftir að staðan var 49:30 í hálfleik. Viktor Moses skoraði 29 stig fyrir Fjölni, Jere Vucica og Srdan Stoj- anovic 23 hvor. Hjá Þór var kól- umbíski landsliðsmaðurinn Hansel Atencia með 15 stig og þeir Pablo Hernández og Mantas Virbalas með 14 stig hvor. Sannfærandi Fjölnissigur Morgunblaðið/Eggert Sigur Falur Harðarson þjálfar Fjölni sem er kominn á blað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.