Morgunblaðið - 12.10.2019, Qupperneq 49
á meðan maður skrifar verkið,“ segir
Andri og á þar við ömmur sínar og
afa en Björn Þorbjarnarson, afi
Andra, lést á útgáfudegi bókarinnar,
98 ára að aldri.
Björn bjó í Bandaríkjunum og átti
farsælan feril sem skurðlæknir, skar
meðal annars upp umdeildan Írans-
keisara og Robert J. Oppenheimer,
„föður atómsprengjunnar“. „Hann
er svona rauður þráður í gegnum
verkið. Ég náði að sýna honum bók-
ina, fór til Bandaríkjana um daginn,“
segir Andri. „Það má segja að þessi
bók sé að miklu leyti tileinkuð honum
og frænda mínum John Thorbjarn-
arson sem var krókódílafræðingur.“
Kölski heimtir kaupið
Varðandi stöðu loftslagsmála í dag
segir Andri miklar breytingar vera í
vændum. „Við erum að fara í gegn-
um stærstu viðmiðaskipti sem okkar
kynslóð mun lenda í. Ég held að
næstu 30 ár verði allt öðruvísi en síð-
ustu 30 ár.“ Hann segir miklar fram-
farir hafi orðið á síðustu árum en
þættir eins og mengun bílaumferðar
og neysla hafi samt sem áður aukist.
„Helmingur af öllu plasti sem hefur
orðið til í heiminum varð til á síðustu
20 árum og helmingur af losun allra
gróðurhúsalofttegunda varð á síð-
ustu 30 árum. Stærðirnar eru allar
mjög ógnvænlegar.“
Andri segir okkur hafa verið í raun
svindlað inn í heiminn þar sem við
njótum góðs af öllum þeim tækni-
framförum sem hafa átt sér stað en
höfum á sama tíma valdið mikilli
mengun. „Við erum svolítið eins og
Sæmundur fróði. Við náðum að gera
samning við einhvern í neðra og auð-
velduðum okkur lífið um tíma. En nú
heimtir kölski kaupið. Við erum því
komin í tilvistarkreppu þar sem
þetta gengur ekki lengur upp.“
Hann segir ákveðna þversögn
fólgna í þeim tíma sem við lifum; allt
sé frábært en á sama tíma er allt að
fara til fjandans. „Milljarður hefur
risið í Kína, millistétt hefur orðið til á
Indlandi og miklu færri deyja úr
hungri en áður. Við höfum náð stór-
kostlegum árangri í að bæta lífskjör
manna en á sama tíma vegum við salt
á hengiflugi þar sem ferlar eru
komnir í gang sem geta síðan gert
þennan árangur að engu.“ Að sögn
Andra þurfum við að losa okkur und-
an því sem kom okkur á þann stað
þar sem við erum til þess að komast
síðan enn lengra.
Heil kynslóð til tunglsins
Andri veltir þeirri spurningu fyrir
sér hvort betra sé að ungt fólk og
börn viti allar staðreyndir um lofts-
lagsmál, fari í loftslagsverkfall og
fleira í þeim dúr, eða viti ekki af
þeim, geti í sakleysi sínu gert það
sem þau lystir. „Viljum við að kyn-
slóðin sé meðvituð og viti að það
þurfi að endurhugsa og endurhanna
alla 20. öldina; hvernig við klæðum
okkur, hvernig við borðum, hvernig
við ferðumst, hvernig við skemmtum
okkur, hvað við viljum, hvað við not-
um hluti lengi og hvernig við hendum
hlutum? Eða viljum við að þau séu
meðvitundarlaus um það, og hvenær
viljum við þá að þau frétti af þessu
ástandi? Þegar þau eru 32 ára?“
Að mati Andra ákveður fólk sína
stefnu nokkuð snemma, jafnvel 10
ára. „Það er ekkert gaman að hafa
einhvern loftslagskvíða en ef það fær
réttan farveg og fólk fær útrás í end-
urhugsun á hlutunum þá er ekkert
endilega slæmt að vera kynslóð sem
hefur hlutverk,“ segir hann og bend-
ir á að þessi kynslóð eigi stórt verk-
efni að glíma við.
„Það er heil kynslóð sem þarf að
fara til tunglsins. Það þarf svo mikla
hugsun, svo mikla sköpun, svo mikil
vísindi til að ná þessu markmiði. En
það þarf ekki að vera neikvætt afl
sem losnar úr læðingi við það því við
erum komin aftur til þess sem alda-
mótakynslóðin lifði við. Þá var fagn-
að þegar byggð var brú. Minni kyn-
slóð hefur aldrei þótt brú neitt
merkileg því við vitum ekki hvernig
það var þegar ekki var hægt að kom-
ast yfir fljótið.
Þessi kynslóð mun taka þátt í
miklu merkilegri hlutum heldur en
mín kynslóð sem býr til Facebook,
Sapchat og verður rosalega rík af
því. Þessi kynslóð er að fara að fagna
því þegar fyrsta gígatonnið af CO2
hefur verið fjarlægt úr lofthjúpn-
um,“ segir Andri Snær.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tíminn og vatnið „Það er heil
kynslóð sem þarf að fara til
tunglsins,“ segir Andri Snær
Magnason rithöfundur um
það verkefni sem næsta kyn-
slóð mun þurfa að glíma við.
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
Morgunblaðið/Hari
Kraftur Sköpunarkraftur Rögnu sem tvinnar frásagnirnar vel saman, að mati gagnrýnanda.
arkona á við þöggun á heimilinu og í
fjórðu sögunni tekst kona sem flýr
nasisma í Þýskalandi á við sköp-
unarkraft sinn í nýju umhverfi. Í
fimmtu og síðustu sögunni kynn-
umst við blindum unglingi sem er
uppi á 18. öld og á sér einn draum
heitastan. Í þeirri sögu birtist ein-
mitt kjarni sagnanna fimm: Óháð
tíma og rúmi eiga persónurnar eitt
sameiginlegt, að rækta drauma sína
og skapa eigið líf.
Líkt og í fyrri verkum fjallar
Ragna um myndlist frá hinum ýmsu
sjónarhornum og í Vetrargulrótum
fléttast Íslands- og heimssagan
saman við listsköpunina. Ragna
varpar ljósi á samfélagsmál sem
hafa átt við frá upphafi mannkyns,
allt frá þunglyndi til hlutverks
kvenna, að ógleymdu sambandi
mannsins við náttúruna. Sköpunar-
kraftur er kjarni smásagnasafnsins
en það er sköpunarkraftur Rögnu
sem tvinnar frásagnirnar vel saman
svo úr verður heildstæð lesning sem
skilur lesanda eftir með ótal spurn-
ingar um listina, náttúruna og fram-
komu við náungann sem er öllum
hollt að velta fyrir sér.
Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafn-
arfirði var sett í fjórða sinn í gær.
„Í ár hverfast viðburðirnir flestir
um metsölubækur Gunnars Helga-
sonar rithöfundar sem hafa fengið
framhaldslíf á hvíta tjaldinu og í
leikhúsi en 19. október verður leik-
gerð Bjarkar Jakobsdóttur, bæjar-
listamanns Hafnarfjarðar, 2019 á
leikritinu Mamma klikk! frumsýnd
í Gaflaraleikhúsinu,“ segir í til-
kynningu frá skipuleggjendum.
Þar kemur fram að hátíðin var
sett í Gaflaraleikhúsinu í gær þar
sem 4. bekkingar í Hafnarfirði
fylgdust með uppsetningunni á
Mömmu klikk! „Næstu daga verða
viðburðir í menningarstofnunum
bæjarins, fjölskyldusmiðja í Hafn-
arborg og fjölbreytt dagskrá í
Bókasafni Hafnarfjarðar. Þá verð-
ur kvikmyndin Víti í Vestmanna-
eyjum sýnd í Bæjarbíó sunnudag-
inn 13. október og tilvalið að skella
sér í þrjúbíó. Kennsluvikuna á eftir
mun Gunnar Helgason heimsækja
nemendur á miðstigi í öllum
grunnskólum Hafnarfjarðar og
segja frá og lesa úr bókum sínum.
Bóka- og bíóhátíð barnanna er ætl-
að að efla áhuga barna á lestri og
læsi í víðum skilningi og vekja
áhuga barna á að sökkva sér í
ævintýraheima bóka og bíó-
mynda.“
Bóka- og bíóhátíð
barnanna hafin
Listahjón Gunnar Helgason og
Björk Jakobsdóttir á góðri stundu.
Fyrsta sam-
sýning fé-
lagsmanna í
Vatnslita-
félagi Ís-
lands verður
opnuð í Gall-
erí Göngum
við Háteigs-
kirkju í dag kl. 15. Verkin sem sýnd
verða á sýningunni voru valin af
þriggja manna nefnd sem skipuð
var listamönnum sem ekki eru í fé-
laginu. Opið er í dag frá 15-18 og á
morgun frá 14-17. Sýningin stendur
til 30. nóvember og verður opin alla
virka daga milli kl. 10 og 16.
Helgaropnun verður auglýst sér-
staklega.
Samsýning Vatns-
litafélags Íslands
Blik Þrjár myndanna
sem sjá má á sýningu.
Söngleikurinn
We Will Rock
You eftir Queen
og Ben Elton
sem frumsýndur
var í Háskólabíói
15. ágúst flyst
yfir í Eldborg
Hörpu frá og
með 29. nóv-
ember. Í tilkynn-
ingu frá að-
standendum kemur fram að
upphaflega hafi aðeins staðið til að
sýna í ágúst, en vegna mikillar
eftirspurnar var sýnt í Háskólabíói
út september. Góðar viðtökur hafi
leitt til þess að nú færist sýningin í
Eldborg Hörpu.
We Will Rock You
fer á svið í Eldborg
Ragga Gísla í We
Will Rock You.
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is
FALLEG OG VÖNDUÐ
LEIKFÖNG
úr náttúrulegum efnivið,
tré og silki
ERUM FLUTT
!
á Nýbýlaveg
8
– Portið
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14