Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 6
Með þessu blaði fylgja siðareglur Félags íslenskra hjúkrunar - fræðinga (Fíh). Siðaráð hefur endurskoðað siðareglur félagsins og var það gert með það fyrir augum að færa þær nær nútíman - um. Fyrir voru í gildi vandaðar og góðar siðareglur frá árinu 1997, en með tilkomu vef- og samfélagsmiðla þótti brýnt að endurskoða þær. Var því lagt af stað í ítarlega endurskoðun og gerð nýrra siðareglna. Leiðarljós siðaráðs í þeirri vinnu var allan tímann að ekki skyldi umbylta siðareglunum enda ekki ástæða til. Viðbætur tengdar samfélagsmiðlum voru gerðar og ein- hverju breytt sem þurfti en mjög margt hélt sínu, í einhverjum tilvikum með nýju orðalagi. Nýjar siðareglur Fíh voru lagðar fyrir aðalfund 18. maí 2015 og samþykktar einróma. Siðaráð kynnti endurskoðun siðareglna í grein í 1. tbl. Tíma rits hjúkrunarfræðinga 2016, jafnframt voru siðareglurnar birtar í heild sinni. Síðastliðið haust fór félagið þess á leit við yfirmenn hjúkrunar um land allt að séð yrði til þess að gömlu siðareglurnar, sem héngu uppi víða á stofnunum, yrðu teknar niður. Siðaráð ítrekar þess beiðni félagsins og hvetur til þess að gömlu siðareglurnar verði teknar niður enda eru þær ekki lengur í gildi. Með þessum pistli vill siðaráð minna hjúkrunarfræðinga á siða - reglur íslenskra hjúkrunarfræðinga. Siðareglurnar eru sendar öllum hjúkrunarfræðingum með þessu tímariti og verða hér eftir afhentar öllum nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Von- ast siðaráðið til þess að hjúkrunarfræðingar kynni sér vel nýju siðareglurnar, hvað í þeim felst og hvar þær er að finna. Siða - reglurnar eru aðgengilegar á vefsvæði Fíh, https://www.hjukrun. is/fagsvid/sidareglur/. Siðareglurnar voru unnar á tímabilinu 2013–2015. Þá sátu í siðaráði hjúkrunarfræðingarnir Aðalheiður Dagmar Matthías dóttir formaður, Birna Óskarsdóttir ritari, Arnrún Halla Arnórs dóttir, Ragnheiður Alfreðsdóttir, Lovísa Baldursdóttir, Linda Þórisdóttir og Guðbjörg Hulda Einarsdóttir. 6 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 Nýjar siðareglur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Aðalheiður D. Matthíasdóttir, formaður siðaráðs Siðareglurnar eru sendar öllum hjúkrunar fræð - ingum með þessu tímariti og verða hér eftir afhentar öllum nýútskrifuðum hjúkrunarfræð- ingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.