Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 12
En vinna hjúkrunarfræðingar einungis 70% starf að meðaltali? Hver eru raunársverk hjúkrunarfræðinga og hvert er endan - legt starfshlutfall hjúkrunarfræðinga þegar öll unnin yfir vinna er tekin með? Er verið að þvinga fólk í meiri vinnu með auka- vinnu? Eru hjúkrunarfræðingar að reyna að hámarka launin sín og skapa sér meira frelsi og svigrúm varðandi vinnutíma með því að vera í lægra starfshlutfalli? Félag íslenskra hjúkrunar - fræðinga hefur ekki getað aflað sér upplýsinga um fjölda árs- verka hjúkrunarfræðinga (föst vinna plús yfirvinna) því engin stofnun heldur slíkum upplýsingum til haga. Stofnanir vita hversu miklu er ráðstafað í yfirvinnu en enginn hefur beint sett það í samhengi. Margir hjúkrunarfræðingar, sem starfa á vakta- vinnudeildum og að einhverju leyti í dagvinnu, kannast eflaust við að fá hringingar og boð um aukavinnu á frídögum. Eftir því sem starfshlutafllið er lægra verða hringingarnar fleiri og svigrúmið til að taka aukavinnu meira. Einhverjir vinnustaðir hafa þá reglu að þeir sem eru í hærra starfshlutfalli gangi fyrir með aukavinnu, en oft er það þannig að þegar hjúkrunar fræðingar eru búnir að vinna 100% vinnu, 21 dag í mánuði geta fæstir hugsað sér að ráðstafa fríinu sínu á aukavakt. Einnig finnst mörgum hjúkrunarfræðingum erfitt að vera fast í háu starfshlutfalli, aðallega vegna álags og síbreytilegs vinnutíma. Þá finnst mörgum hjúkrunarfræðingum ákveðið hagræði í því að geta haft ákveðið svigrúm með því að vera í lágu starfshlutfalli. Aðrir kannast við að hægt er að hækka launin talsvert við að vera í lægra starfshlutfalli og vilja þannig hafa tækifæri til þess að taka nokkrar aukavaktir þegar þær bjóðast. Með þessu er ekki verið að segja að hjúkrunar fræð - ingar séu markvisst í lágu starfshlutfalli til að geta hámarkað launin sín með yfirvinnu. Hins vegar er ljóst er að kjarasamn- ingar og launaumhverfi hjúkrunarfræðinga er þannig að lítill hvati er fyrir hjúkr unarfræðinga að vera í háu starfshlutfalli. Í raun er til dæmis mun hagstæðara fyrir hjúkrunarfræðinga að vera í 70% vinnu og taka sex aukavaktir heldur en að vera í 100% vinnu og vinna 21 vakt á mánuði og fá fyrir það föst mánaðarlaun og vaktaálag. Útreikningar, sem sjá má í töflu 1, benda til að hjúkrunarfræðingurinn, sem er í 70% vinnu, geti haft allt að 17% hærri heildarlaun heldur en sá sem er í 100% vinnu. Tafla 1. Hvað fær hjúkrunarfræðingur útborgað miðað við að vera í 100% vinnu eða í lægra starfshlutfalli og taka aukavaktir? Forsendur Vaktir* 100% 90% 80% 70% morgunvaktir 11 9 8 7 kvöldvaktir 2 2 2 2 næturvaktir 2 2 1 1 helgarvaktir 6 6 6 5 aukavaktir 0 2 4 6 Samtals fastar vaktir 21 19 17 15 Samtals vaktir + aukavaktir 21 21 21 21 Yfirvinnu og álagstímar Kaffitímar 8,82 7,98 7,14 6,3 yfirvinna 0 21,2 42,4 63,6 33% álag 13 13 13 13 55% álag 64 64 56 48 Laun Mánaðarlaun 479.129 431.216 383.303 335.390 Kaffitímar 40.146 36.323 32.499 28.676 yfirvinna 0 96.497 192.993 289.490 33% álag 12.768 12.768 12.768 12.768 55% álag 103.722 103.722 90.756 77.791 Áætluð laun 635.764 680.525 712.320 744.115 Munur í krónum 44.760 76.555 108.351 Munur í % 7,0% 12,0% 17,0% * Í 90% 80% og 70% er greiddar 2 klukkustundir í yfirvinnu skv. kafla 2.6.2 í kjarasamningi fyrir eina, tvær og þrjár aukavaktir Einnig sýna útreikningar, sem sjá má í töflu 2, að aukavaktir skila í öllum tilfellum hærri launum en hefðbundnar vaktir. Um er að ræða útreikning miðað við hjúkrunarfræðing sem er í launaflokki 7:5, sem er algengasti launaflokkur hjúkrunar - fræðinga, og vinnur á sólarhringsdeild. Tafla 2. Greiðslur fyrir mismunandi vaktir, launaflokkur 7:5 Hjúkrunarfræðingur í launaflokki 7:5 Mánaðarlaun 479.129 Dagvinnulaun 2.946,64 Vaktaálag 1 33% 982,12 Vaktaálag 2 55% 1.620,65 Yfirvinnulaun 4.551,73 Greiðsla fyrir dagvakt (8 klst.) 25.485 Greiðsla fyrir kvöldvakt (8 klst.) 31.623 Greiðsla fyrir næturvakt (9,5 klst.) 42.231 Greiðsla fyrir helgarvakt (8 klst.) 38.450 Greiðsla fyrir aukavakt (8 klst.) 43.697 Greiðsla fyrir aukavakt (9,5 klst.) 51.890 Greiðsla fyrir aukavakt (8 klst.) með stuttum fyrirvara um helgi 52.800 gunnar helgason 12 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 „Hins vegar er ljóst er að kjarasamningar og launaumhverfi hjúkrunarfræðinga er þannig að lítill hvati er fyrir hjúkrunarfræðinga að vera í háu starfshlutfalli. Í raun er til dæmis mun hagstæðara fyrir hjúkrunarfræðinga að vera í 70% vinnu og taka sex aukavaktir heldur en að vera í 100% vinnu og vinna 21 vakt á mánuði og fá fyrir það föst mánaðarlaun og vaktaálag.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.