Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Qupperneq 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Qupperneq 13
Fjármagn fyrir yfirvinnu en ekki fyrir hækkun launa En hvers vegna er þetta svona? Af einhverjum ástæðum virðist alltaf vera til fjármagn á stofnunum til þess að greiða yfirvinnu en lítill peningur til þess að greiða föst laun. Nýlega leitaði félagsmaður til kjarasviðs vegna neitunar sem viðkomandi hafði fengið um 2,5% launahækkun. Viðkomandi vantaði nokkra mánuði upp á að uppfylla skil - yrði um að færast milli starfaflokka en fékk neitun. Sá hinn sami hafði hins vegar nýlega lækkað við sig starfshlutfall til þess að skapa sér betra svigrúm til að taka auka- vaktir og tók að eigin sögn tvær aukavaktir á mánuði til þess að ná endum saman. Eins og áður segir er erfitt að segja til um hvort og þá hversu mikið hjúkrunar - fræðingar nýta sér þennan möguleika sem kjarasamningur og launaumhverfi býður upp á. Eins og áður segir liggja ekki fyrir upplýsingar um raunársverk hjúkrunar - fræðinga og því erfitt að finna hversu mikla aukavinnu hjúkrunarfræðingar vinna og hversu algengt þetta er. Velta má fyrir fyrir sér hvort hjúkrunarfræðingar geri þetta beinlínis til að hækka launin eða hvort þeir eru í lægra starfahlutfalli til að hafa svigrúm til að taka aukavinnu þegar óskað er eftir. Að minnsta kosti ná hjúkrunar - fræðingar í einhverjum tilfellum að hækka laun sín með þessum hætti enda myndu flestir launþegar gera slíkt hið sama ef þeir hefðu tækifæri til. Það má því segja að lág mánaðarlaun hjúkrunarfræðinga ýti hjúkrunarfræðingum að ákveðnu leyti til að há- marka laun sín með aukavinnu. Skortur á vilja að leita lausna Væri hægt að gera hlutina einhvern veginn öðruvísi? Ljóst er að svigrúm ætti að vera er til staðar til að hækka mánaðarlaun hjúkrunarfræðinga ef markmiðið væri að fá hjúkrunarfræðinga til þess að vinna meira í föstu starfshlutfalli. Til þess þarf að hugsa hlutina upp á nýtt, skoða möguleika á því að greiða hjúkrunarfræðingum einhvers konar helgunarálag, færa kostnað við yfirvinnu yfir í dagvinnulaunin. Það getur aldrei verið hagur stofnana né gott fyrir starfsemina á stofnuninni eða starfseiningunni að hjúkrunarfræðingar séu í lágu starfshlutfalli og taki aukavaktir. Endalaus tími stjórn- enda og starfsmanna fer í að finna hjúkrunarfræðinga á aukavaktir og mönnun verður verri sökum þess að ekki tekst að fá hjúkrunarfræðinga á aukavaktir. Slíkt fyrirkomu- lag er á allan hátt verra heldur en að greiða hjúkrunarfræðingum hærri dagvinnulaun. Forsvarsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, þar á meðal greinarhöfundur, hafa rætt þetta við forsvarsmenn nokkurra heilbrigðisstofnana en ekki hlotið mikinn hljómgrunn eða vilja til að leita lausna. Hvað veldur verða viðkomandi stjórnendur að svara! Mikilvægt er að halda til haga að með þessum vangaveltum er ekki verið að hvetja til þess að allir hjúkrunarfræðingar vinni 100% vinnu og ekki er hægt að alhæfa að hlutirnir séu á öllum starfseiningum, sem hjúkrunarfræðingar starfa á, með því móti sem lýst er hér á undan. Um er að ræða vangaveltur greinarhöfundar til þess að skapa umræður og fá hjúkrunarfræðinga, stjórnendur og aðra til þess að velta málunum fyrir sér: Ef hægt væri að fá hjúkrunarfræðinga til þess að auka við sig starfshlutfall og á móti að draga úr yfirvinnu, væri þá með því hægt að draga verulega úr mönnunar- vanda á heilbrigðisstofnunum á Íslandi án þess að kosta til miklu fjármagni? starfshlutfall hjúkrunarfræðinga aldrei verið lægra tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 13 „Það getur aldrei verið hagur stofnana né gott fyrir starfsemina á stofnuninni eða starfseiningunni að hjúkrunarfræðingar séu í lágu starfshlutfalli og taki aukavaktir. Endalaus tími stjórnenda og starfsmanna fer í að finna hjúkrun- arfræðinga á aukavaktir og mönnun verður verri sökum þess að ekki tekst að fá hjúkrunarfræðinga á aukavaktir.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.