Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 19
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gaf út í febrúar 2017 skýrslu um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga. Samkvæmt þeirri skýrslu vantar hjúkrunarfræðinga í um 300 fjár- mögnuð stöðugildi eins og sakir standa. Af þeim 5000, sem hafa hjúkrunarleyfi, eru um 4500 á vinnumarkaðsaldri og heildarfjöldi hjúkrunarfræðinga, sem kjósa að nýta hjúkrunarfræðimenntun sína til annarra starfa ótengdra hjúkrun, er um 1000 ein- staklingar. Konur eru 98% stéttarinnar og lítil breyting á því kynjahlutfalli í sjónmáli. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að almennt muni vanta heilbrigðisstarfsfólk í heim- inum á næstu árum samkvæmt upplýsingum frá OECD þannig að viðvarandi skortur á hjúkrunarfræðingum er ekki einangrað vandamál á Íslandi. Við þekkjum það einnig á eftirspurn eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum til starfa í Noregi og Svíþjóð. Eitt land sker sig hér algjörlega úr hvað varðar fjölda hjúkrunarfræðinga en það eru Filippseyjar. Á Filippseyjum, sem samanstanda af mörgum misstórum eyjum sem oftast er skipt í þrjú svæði, norður-, suður- og miðeyjarnar, búa um 100 milljónir manna. Fjöldi háskóla í borgunum Manila, Cebu, Pangasian og Baguio á norður- og miðeyjunum útskrifar hjúkrunarfræðinga en íbúar þar eru langflestir rómversk- kaþólskir. Fáir háskólar bjóða hins vegar upp á hjúkrunarfræði á suðureyjunum en þar eru flestir íbúar múslimar. Að því er fram kemur á fréttavef BBC munu um 800 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 19 Þriðjungur hjúkrunarfræðinga á Eir er frá Filippseyjum Ragnheiður Gunnarsdóttir Hjúkrunarfræðingarnir Monicca Tulagan og Ian Glenn Munoz.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.