Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 21
nám og á heimsmælikvarða. Foreldrar hvetja börn sín og styrkja til náms í hjúkrunar - fræði því það gefur ungu fólki tækifæri til að fá alþjóðlega menntun og það getur sótt vinnu erlendis, er með möguleika á að flytja úr landi og afla sér og fjölskyldunni tekna sem ekki er mögulegt að afla heima fyrir,“ segir Ian. Það vekur athygli hve hátt hlutfall filippseyskra hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheim- ilinu Eir eru karlmenn og ég spurði Ian hver skýringin væri á því: „Miklu fleiri strákar fara í hjúkrun á Filippseyjum en annars staðar,“ svaraði hann, „og það er ekki af því þeir vilji fara í umönnunarstörf þó margir geri það. Karlmenn, sem fara í hjúkrun, stefna á bráðahjúkrun, störf á sjúkrabílum eða störf innan hersins þar sem menntun í hjúkrunarfræði er eftirsótt og menn komast fyrr í góðar stöður innan hersins. Og til að komast úr landi í góð störf,“ bætir hann við. „Foreldrar þrýsta á syni sína og hvetja þá til að læra hjúkrun. Ég fór sjálfur í hjúkrun til að fá vinnu í Bandaríkjunum eins og flestir félagar mínir úr hjúkrunarnáminu. Og svo er það líka þannig að mörg fyrir - tæki á Filippseyjum ráða frekar þá sem hafa lokið hjúkrunarnámi, til dæmis flugfélög og hótel. Þetta er alveg eins og á Íslandi. Hjúkrunarfræðin er góð menntun sem grunnur fyrir svo mörg önnur störf og einkafyrirtækin eru löngu búin að koma auga á það þar. Flugþjónar heima eru margir með hjúkrunarmenntun, eins og hér, og á miklu hærri launum en ef þeir ynnu við hjúkrun eins og staðan er núna hér á Íslandi.“ Eiginmaður og börn komu tveimur árum síðar Monicca Tulagan lauk námi í hjúkrunarfræði frá háskóla í Pangasian á Filippseyjum árið 2008. Ástæðan fyrir að hún kom hingað var sú að tengdamóðir hennar hafði flutt hingað nokkrum árum áður. „Ég kom hingað og skildi manninn minn og tvö börn eftir heima. Þegar ég var svo komin með hjúkrunarleyfi á Íslandi, fasta stöðu og farin að leggja grunn að því að kaupa íbúð kom fjölskyldan mín,“ segir Monicca sem talar ótrúlega góða íslensku þrátt fyrir tiltölulega stutta búsetu. „Mér líkar vel að vinna á Íslandi, en eins og staðan er heima á Filippseyjum er mjög erfitt að fá fasta stöðu sem hjúkrunarfræðingur. Ég vann sem sjálfboðaliði á spítala eftir að ég fékk hjúkrunar- leyfið mitt þar, bara til að afla mér reynslu, og vinnuálagið er mikið. Almenningur fylgir sínu fólki, sínum sjúklingi, inn á spítala hjá okkur og sér um almenna umönnun hans á meðan á spítalavist stendur. Við hjúkrunarfræðingar erum kannski ekki svo mikið í umönnun nema á einkasjúkrahúsum þar sem fólk kaupir alla þjónustuna. Hér á Íslandi er allur aðbúnaður svo miklu betri og öll lífskjör í landinu svo góð. Nú erum við hjónin búin að kaupa íbúð með systur minni og hennar manni og erum að koma undir okkur fótunum á Íslandi,“ segir Monicca og bætir við, „við þurfum öll að vinna mikið til að geta keypt íbúðina því það er dýrt að búa hér en af því við búum saman þá getum við hjálpast að, það er gott, sérstaklega fyrir börnin.“ Í samtalinu við Ian og Moniccu kom fram að nokkur ríki hafa samið um að fá hjúkrunarfræðinga frá Filippseyjum til starfa og meðal þeirra eru Bretland, Ástralía og Japan. Fróðlegt væri að skoða betur hvernig þeir samningar eru og hver reynsla ríkjanna er af slíkum samningum. Eftir því sem best er vitað hafa íslenskar heilbrigðis- stofnanir góða reynslu af störfum hjúkrunarfræðinga frá Filippseyjum, þeir hafa mikla faglega færni og eru fljótir að tileinka sér íslensku. Er þetta fyrirkomulag hugsanlega framtíðarlausn fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi? þriðjungur hjúkrunarfræðinga á eir er frá filippseyjum tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 21 „Flugþjónar heima eru margir með hjúkrunarmenntun, eins og hér, og á miklu hærri launum en ef þeir ynnu við hjúkrun eins og staðan er núna hér á Íslandi.“ Ian Glenn Munoz.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.