Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 26
„Það kemur á óvart miðað við fjölda félagsmanna og þá umræðu sem fram fer á kaffi- stofum vinnustaða hjúkrunarfræðinga hve fáir leita réttar síns þegar grunur leikur á að á þeim sé brotið. Ég veit ekki hver ástæðan er en ég tel að fólk sé ekki nægilega meðvitað um hver réttindi þeirra eru. Það er mikilvægt að huga að kjaramálum og hver og einn ber ábyrgð á því að fylgja því eftir að þau séu í lagi,“ segir Eva Hjörtína Ólafsdóttir, kjarafulltrúi hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hlutverk hennar er meðal annars að leiðbeina félagsmönnum í tengslum við kjarasamninga út frá gildandi lögum og reglum. Eva Hjörtína segir félagsmenn leita til hennar vegna margvíslegra mála, allt frá einföldum kjaramálum til flókinna samskiptaörðugleika á vinnustað, en fjöldi virkra félagsmanna er um 3100 manns. Að sögn hennar er mikið leitað til hennar vegna líf- eyrismála meðal þeirra sem eru að hefja töku lífeyris. Hún segir hjúkrunarfræðinga ekki huga mikið að lífeyrisréttindum sínum fyrr en þeir fara að nálgast starfslok en hver og einn er ábyrgur fyrir réttindum sínum og kjaramálum og því mikilvægt að huga að þeim málum. Einnig er til hennar leitað vegna langvarandi veikinda og sam- skiptaörðugleika á vinnustað en slík mál eru jafnframt flóknustu og erfiðustu málin sem koma á borð félagsins, að sögn Evu. Félagið hefur ekki bein afskipti heldur veitir stuðning og vísar á leiðir sem í boði eru og höfða til ábyrgðar stjórnenda. „Allar stofn- anir eiga að hafa sett sér verklagsreglur og það er á ábyrgð stjórnenda að bregðast við þeim vanda sem upp getur komið í félagslegu vinnuumhverfi. Fólki hættir til að per- sónugera vandamálin og það getur flækt málin enn meira. Samskipti eru flókin og ekki til neinar einfaldar lausnir á samskiptavanda.“ Það sé því mikilvægt að reyna ávallt að finna heppilega lausn og setjast niður og ræða málin opinskátt og af heiðar- leika. Þegar ekki er brugðist nægilega tímanlega við er hætta á að brotaþolinn hrekist úr starfi, og því er það á ábyrgð stjórnenda að bregðast við. Þrátt fyrir að hægt sé að leysa mörg mál á vinnustaðnum þá eru önnur mál þess eðlis að aðrir þurfa að grípa inn í. Ef málin krefjast frekari úrlausnar koma þau til kasta sviðstjóra félagsins. Kynslóðaskipti á vinnumarkaði fylgja ný úrlausnarefni „Mín tilfinning er að fólk er orðið langþreyttara og hefur minna viðnám en áður. Starfið er bæði líkamlega og andlega erfitt og stækkun deilda og rýma fylgja ný vanda- mál sem þarf að bregðast við. Þá eru kynslóðaskipti á vinnumarkaðinum og þeim fylgja breytingar í átt að meiri fagmennsku. Skilin á milli vinnu og einkalífs eru orðin skarpari og það er mikilvægt að bregðast við með því að hlusta á unga fólkið,“ segir Eva. Sömuleiðis fylgja nýjum kynslóðum ólíkar kröfur um þjónustu frá heilbrigðis- starfsmönnum. Það skapi einnig álag. Eva Hjörtína hvetur félagsmenn að hafa samband áður en vandamálin verða of flókin viðureignar eða of íþyngjandi. Maður veit ekki svarið fyrr en maður spyr spurn- ingarinnar! Eva fer reglulega í vinnustaðaheimsóknir og heldur sömuleiðis námskeið um almenna kjarasamninga. Sé þess óskað er hún reiðubúin að hitta félagsmenn á vettvangi, og sömuleiðis eru hugmyndir um námskeið, sem snýr að réttinda- og kjara- málum, vel þegnar. Hægt er að senda Evu tölvupóst á eva@hjukrun.is eða hringja í 540-6413 og bóka tíma en símatími er alla virka daga kl. 10–14. Félagsmönnum er bent á vef kjarasviðs en þar er búið að taka saman svör við algengum spurningum. Þar er einnig að finna fjölda upplýsinga um kjaramál. 26 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 Engar einfaldar lausnir á samskiptavanda á vinnustað — Viðtal við Evu Hjörtínu Ólafsdóttur Eva Hjörtína Ólafsdóttir, kjarafulltrúi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Allar stofnanir eiga að hafa sett sér verklagsreglur og það er á ábyrgð stjórnenda að bregðast við þeim vanda sem upp getur komið í félagslegu vinnuumhverfi. Fólki hættir til að persónugera vanda- málin og það getur flækt mál - in enn meira. Samskipti eru flókin og ekki til neinar ein- faldar lausnir á samskipta- vanda.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.