Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 30
Hjúkrunarþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem haldið var síðastliðið haust, var að þessu sinni í samstarfi fagsviðs og fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga undir yfir- skriftinni Geðheilbrigði til framtíðar. Hlutverk geðhjúkrunarfræðinga í geðrækt, for- vörnum og meðferð. Á þinginu var horft til framtíðar hvað varðar geðheilbrigði barna og unglinga, fullorðinna og aldraðra og var sérstök áhersla lögð á hlutverk, framlag og áherslur hjúkrunarfæðinga sem starfa innan geðhjúkrunar. Hjúkrunarþingið var hluti af stefnumótunarvinnu félagsins um eflingu geðhjúkrunar og geðheilbrigðis lands- manna með frekari þátttöku geðhjúkrunarfræðinga og sérfræðinga í geðhjúkrun. Stefn - an mun verða kynnt í skýrslu sem fagsvið og fagdeild geðhjúkrunarfræðinga vinna að. Mörg áhugaverð framsöguerindi voru flutt, meðal annars um meðferðarsamband sem hornstein geðhjúkrunar, síbreytilegar þarfir samfélagsins fyrir geðhjúkrun, um sérfræðinga í geðhjúkrun. Auk þess voru athyglisverðir fyrirlestrar um hlutverk hjúkr- unarfræðinga í geðheilbrigðisþjónustu ungbarna, grunnskólabarna og unglinga, full- orðinna og aldraðra þar sem áhersla er lögð á geðrækt, forvarnir, meðferð og endur - hæfingu einstaklinga með geðrænan vanda og fjölskyldna þeirra. Á þinginu unnu hjúkrunarfræðingar einnig í hópum þar sem rætt var um tækifæri og nýsköpun í geðhjúkrun á Íslandi, helstu vaxtarsprota í geðhjúkrun og þætti sem hjúkrunarfræðingar ættu að taka að sér til að bæta geðheilbrigði landsmanna. Þá var einnig skoðað hvaða menntun og þjálfun hjúkrunarfræðingar þurfi til að geta sinnt auknum og síbreytilegum kröfum geðheilbrigðisþjónustunnar til framtíðar. Framlag vinnuhópanna verður nýtt í stefnumótunarvinnu félagsins um eflingu geðhjúkrunar og geðheilbrigðis landsmanna. Viðhorf hjúkrunarfræðinga mikilvæg í framþróun íslenskra heilbrigðismála Sérstakur gestur hjúkrunarþingsins var Guðrún Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í vel- ferðarráðuneytinu. Kynnti hún nýlega samþykkta stefnu og aðgerðaáætlun Alþingis í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára. Guðbjörg Pálsdóttir, starfandi formaður Fíh, lagði áherslu á í ávarpi sínu að samhljómur væri milli velferðarráðuneytisins ann- ars vegar, sem leggur áherslu á að tryggja samþætta og samfellda þjónustu fyrir ein- staklinga með geðröskun, og geðhjúkrunarfræðinga hins vegar, sem byggist að miklu leyti á samstarfi og samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir, til að tryggja samfellda og samhæfða umönnun og eftirmeðferð. Því væri mikilvægt að fulltrúi velferðarráðu - neytisins færi með af þinginu þau skýru skilaboð hjúkrunarfræðinga að það sé nauðsynlegt fyrir framþróun íslenskra heilbrigðismála að skoðanir hjúkrunarfræðinga heyrast skýrt og greinilega og að á þær sé hlustað. Hjúkrunarfræðingar hafa þekk- inguna og nú þurfi að leggja áherslu á að þeir hafi áhrif. Ítrekaði hún að hjúkrun- arfræðingar væru tilbúnir til að taka sæti í þeim starfshópum, geðheilsuteymum, þverfaglegum teymum og því sem til þarf til að greiða götu þeirra sem þurfa á þjón- ustunni að halda enn frekar. 30 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 Geðheilbrigði til framtíðar: Hlutverk geðhjúkrunar - fræðinga í geðrækt, forvörnum og meðferð Aðalbjörg Finnbogadóttir Meginmarkmið stefnu og aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum er að stuðla að aukinni vellíðan og betri geðheilsu landsmanna og virkari samfélagsþátttöku einstaklinga sem glíma við geðröskun. Aðalbjörg Finnbogadóttir, sviðstjóri fagsviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.