Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Qupperneq 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Qupperneq 49
Í árslok 2014 voru rúmlega 13.000 Íslendingar á lífi sem höfðu einhvern tíma greinst með krabbamein. Þeim einstaklingum fjölgar stöðugt sem læknast og einnig þeim sem lifa í mörg ár með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm. Krabbameininu, og meðferð við því, fylgja margvísleg einkenni og vandamál af sálrænum, líkamlegum, félagslegum og tilvistarlegum toga, m.a. þreyta, verkir, kvíði, þunglyndi og erfiðleikar við að snúa aftur til daglegra starfa. Þetta og fleira til getur haft langvarandi áhrif á líf einstaklingsins og fjölskyldu hans í langan tíma eftir að sjúkdómsmeðferð er lokið. Ekki er lengra en 15–20 ár síðan farið var að benda á mikilvægi endurhæfingar fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein. Samtök krabbameinsfélaga á Norðurlöndum (NCU) hafa sett fram þá stefnu að endurhæfing verði órjúfanlegur hluti meðferðar allra sem greinast með krabbamein. Á Íslandi eru ýmis endurhæfingarúrræði í boði og margt hefur gefist vel, samt sem áður er hér ýmislegt sem betur má fara. Það er til dæmis misjafnt hverjir fá markvissa endurhæfingarþjónustu og hvenær í ferlinu hún er veitt. Ástæðan getur verið skortur á samstarfi milli þjónustuaðila, skortur á sérhæfðu fagfólki á öllum þjónustustigum og skortur á fjármagni til málaflokksins. Markmið endurhæfingar Mælt er með því að endurhæfing hefjist strax eftir að sjúklingur greinist með krabba- mein og taki mið af þörfum hans og sé veitt eins lengi og talið er að hver og einn þurfi á að halda. Þjónustan á að vera heildræn þar sem unnið er með afleiðingar sjúkdóms og meðferðar. Markmiðið ætti að vera að auka virkni sjúklingsins og að hjálpa honum við að endurheimta og viðhalda sem bestri heilsu og lífsgæðum innan þeirra takmark- ana sem sjúkdómurinn setur. Þjónustan á að byggjast á fjölbreyttri þjónustu og sam- vinnu. ▶ ÉG GET — endurhæfst til daglegra starfa! Hvort sem fólk er á leið til vinnu eða annarra daglegra starfa, í eða eftir krabbameinsmeðferð, þá getur falist í því mikill vandi. Um leið er það fólki mjög mikilvægt að komast aftur inn í sín vanabundnu verk, en með því vex sjálfstraust og trú á eigin getu og félagsleg samskipti eflast um leið. ▶ VIÐ GETUM — sem samfélag stutt við fólk sem hefur fengið krabbamein til að endurhæfast til daglegra starfa! Við þurfum að sýna einstaklingnum skilning og sveigjanleika, leyfa honum að ræða opinskátt um líðan sína og takmarkanir vegna sjúkdóms og meðferðar. Mjög brýnt er t.d. að endurkoma aftur á vinnustað sé eins þægileg og kostur er og að sjúklingurinn fái aðlögun og verkefni við hæfi frá vinnu- veitendum. við getum — ég get … tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 49 Fólk, sem greinist með krabbamein, þarf góða endur - hæfingarþjónustu Rannveig Björk Gylfadóttir Rannveig Björk Gylfadóttir er sérfræðingur í krabba meinshjúkrun og formaður stjórnar fag- deildar krabbameinshjúkrunarfræðinga. Hún starfar með endurhæfingarteymi fyrir krabba- meinssjúklinga og við slökunar meðferð á Land - spítala. „Markmið endurhæfingar ætti að vera að auka virkni sjúklingsins og að hjálpa honum við að endurheimta og viðhalda sem bestri heilsu og lífsgæðum innan þeirra takmarkana sem sjúkdómurinn setur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.