Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 61
neyslu á trefjum, þá aðallega úr grófu korni, ávöxtum og græn- meti (Paulweber o.fl., 2010). Einnig hafa langtímarannsóknir staðfest að þeir sem teljast í áhættuhópi að fá sykursýki 2 og hafa breytt lífsstíl sínum halda áfram á nýju brautinni eftir að virkri meðferð er hætt. Þátttakendum í slembaðri saman- burðarrannsókn í Finnlandi var boðið að taka þátt í sjö ára framhaldsrannsókn. Rannsóknin staðfesti að fylgni gagnvart hollu og trefjaríku mataræði og aukinni hreyfingu var meiri í íhlutunarhópi en í samanburðarhópi og að hægt er að halda sig við breyttan lífsstíl eftir að formlegri ráðgjöf lýkur (Lindström, o.fl. 2006). Hópur rannsakenda í Bandaríkjunum (Diabetes Prevention Program Research Group, DPP) rannsakaði hvernig og hvort hægt væri að fyrirbyggja sykursýki 2 með lífsstíls - ráðleggingum og/eða lyfjameðferð, og hvort árangurinn, sem þátttakendur höfðu náð í fyrstu DPP-rannsókninni, hefði hald- ist eður ei. Þátttakendum, sem áttu á hættu að fá sykursýki 2, var skipt í þrjá hópa af handahófi og fylgt eftir í 15 ár. Tilfellum sykursýki 2 fækkaði um 27% hjá þeim sem fengu fræðslu um nákvæmar lífsstílsbreytingar (n=1079) og 18% hjá þeim sem fengu staðlaðar lífsstílsráðleggingar og blóðsykurslækkandi lyf (metformin) (n=1073) miðað við hópinn sem fékk lyfleysu (n=1082). Rannsakendur ályktuðu að 15 ára eftirfylgni staðfesti mikilvægi þess að koma í veg fyrir að sykursýki 2 kæmi fram og að hægt væri að viðhalda breyttum lífsstíl og koma í veg fyrir þróun á sykursýki 2 meðal einstaklinga sem væru í áhættuhópi (Diabetes Prevention Program Research Group, 2009, 2015). Niður stöður þessara rannsókna beina athyglinni að því að skimun eftir sykursýki 2 geti verið árangursrík. Skimun gefur tækifæri til að beita markvissri fræðslu og forvörnum í þeim hópi þar sem hættan er til staðar. Skimun Alþjóðlegu sykursýkissamtökin ráðleggja að hjúkrunarfræð - ingar og læknar skimi einstaklinga sem teljast í áhættuhópi út af sykursýki 2 (IDF, 2016). Bandarísku sykursýkissamtökin (ADA) mæla með að skimað sé eftir sykursýki 2 á þriggja ára fresti hjá fólki sem er 45 ára og eldra, sérstaklega hjá þeim sem eru með LÞS hærri en 25 kg/m2 (Paulweber o.fl., 2010). Á Ís - landi er mælt með tækifærisskimun á eins til þriggja ára fresti hjá fólki sem er með einhverja áhættuþætti fyrir sykursýki 2, eins og að sykursýki sé í ættinni, sykurþol sé skert eða ef fast- andi blóð sykur fer hækkandi. Einnig er mælt með skimun hjá þeim sem hafa hjarta- og æðasjúkdóma, eru með ummál mittis fyrir ofan viðmiðunargildi, hafa einhvern tímann verið með háþrýsting eða eru eldri en 40 ára, og hjá konum sem hafa greinst með meðgöngusykursýki (Anna S. Sigmundsdóttir o.fl., 2009). Við skimun eftir hættunni á að fá sykursýki 2 mæla Alþjóð - legu sykursýkissamtökin með að notað sé hnitmiðað matstæki sem hefur næmni til að greina á fljótlegan hátt hvort einstak- lingur sé í meiri hættu á að fá sykursýki 2 en meðalmaðurinn (IDF, 2016). Til eru nokkur matstæki til að skima eftir hættunni á að fá sykursýki 2. Eitt þeirra er „The Finnish Diabetes Risk Score“ (FINDRISK-matstækið) og mæla Alþjóðlegu sykursýkissam- tökin (IDF, 2016) með notkun þess. Mælt er með að nota mats - tækið FINDRISK til skimunar í Finnlandi og Svíþjóð og það hefur verið notað víðs vegar um Evrópu, í Bandaríkjunum og Kanada (Brown o.fl., 2012; Gyberg o.fl., 2012; Makrilakis o.fl., 2011; Nilsen o.fl., 2011; Viitasalo o.fl., 2012). Rannsóknir hafa bent til að hentugt er að skima fólk með FINDRISK-matstækinu innan vinnustaða (Gyberg o.fl., 2012; Viitasalo o.fl., 2012, Viitasalo o.fl., 2015) og á heilsugæslu - stöðvum (Vähäsarja o.fl., 2012). Í rannsókn Vähäsarja o.fl. (2012) var það notað til skimunar hjá einstaklingum (n=10149) sem leituðu til heilsugæslustöðvar. Af þeim voru 7128 einstak- lingar sem samkvæmt FINDRISK-matstækinu voru í áhættu- hópi fyrir að fá sykursýki 2, 2577 karlmenn og 4551 kona á aldrinum 18 til 87 ára. Meðalaldur þátttakenda var 55,4 ár og meðal-LÞS var 31,3 kg/m2. Um það bil 65% þátttakenda stund - uðu enga hreyfingu, en rannsakendur telja að hreyfing sé lykil - atriði þegar kemur að forvörnum fyrir sykursýki 2. FINDRISK- matstækið hefur einnig verið notað til þess að bjóða þeim sem greinast í áhættuhópi að fá sykursýki 2, þátttöku í íhlutunarrann- sóknum um lífsstílsbreytingar (Nilsen o.fl., 2011; Viitasalo o.fl., 2012). Gerð var safngreining á 31 rannsókn um matstæki til að meta hættuna á að fá sykursýki 2. Þar kom fram að besta sam- setning á næmni og sérhæfni matstækja var hjá FINDRISK, með næmni upp á 81% og sérhæfni upp á 76% (Brown o.fl., 2012). Tilgangur rannsóknar Tilgangur rannsóknarinnar var að leggja fyrir FINDRISK- mats tækið til að athuga hve stórt hlutfall af ákveðnu úrtaki er í áhættu hópi að fá sykursýki 2 á næstu 10 árum og að fá upp - lýsingar um hagnýtt notagildi FINDRISK-matstæksins. Mark - mið rannsóknarspurninganna, sem lagðar voru fram, var að sjá hve hátt hlutfall þátttakenda var með meira en 9 stig á FINDR- ISK-matstækinu, hver dreifing heildarstiga var og hvort munur væri á kynjum með tilliti til hættunnar á að fá sykursýki 2 á næstu 10 árum. Einnig vildu rannsakendur fá upplýsingar um hagnýtt gildi FINDRISK-matstækisins. Aðferð Rannsóknarsnið, þýði og úrtak Rannsóknaraðferðin var þversniðskönnun. Gerðar voru mæl- ingar á þátttakendum og svöruðu þeir spurningum FINDRISK- matstækisins einn ákveðinn dag. Skilyrði fyrir þátttöku í rann - sókninni var að vera orðinn 18 ára, tala, skilja og geta skrifað íslensku og hafa ekki greinst með sykursýki. Þýði rannsóknarinnar var 150 manna vinnustaður í nóv- ember 2013 eða þegar gagnasöfnun fór fram. Í úrtakinu voru 117 einstaklingar sem tóku þátt í heilsufarsmælingum sem viðkomandi fyrirtæki býður starfsmönnum sínum árlega upp á, var því ekki um skjólstæðinga heilsugæslu eða annarra heil- brigðisstofnana að ræða. Almennt krefjast störfin, sem unnin eru í fyrir tækinu, ekki mikillar menntunar. Reynt var að ná til þeirra 33 sem ekki skráðu sig í heilsufarsmælingarnar til að taka þátt í rannsókninni, en án árangurs. Af þeim 117 einstak- lingum, sem fóru í heilsufarsmælingar, voru 82 einstaklingar ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 61

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.