Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 62
sem uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni og sam - þykktu þeir allir þátttöku. Matstæki The Finnish Diabetes Risk Score (FINDRISK-matstækið) var útbúið í Finnlandi á árunum 1987 til 1992. FINDRISK-mats - tækið er einfalt, hagnýtt og upplýsandi og metur hvort einstak- lingar eru í áhættuhópi að fá sykursýki 2 á næstu 10 árum (Lindström og Tuomilehto, 2003). Það byggist á heilsufars- upplýsingum og líkamsástandi þátttakenda. FINDRISK-mats - tækið er frítt og er það aðgengilegt á internetinu. Það tekur um 10 til 15 mínútur að svara spurningunum í matstækinu ef mæl- ingar á hæð, þyngd og ummáli mittis eru gerðar í leiðinni, ann- ars um 5 mínútur. Þegar matstækið var útbúið var slembiúrtak fengið úr finnsku þjóðskránni árin 1987 (4746 einstaklingar) og 1992 (4615 einstaklingar). Úrtakið var 6,6% af íbúum einnar sýslu á aldrinum 25–64 ára og var lagskipt þannig að 250 einstaklingar af báðum kynjum í hverjum 10 ára aldurshópi lentu í úrtakinu. Einstaklingunum var fylgt eftir í 5 og 10 ár og lokamat á mats - tækinu byggðist á því hvort þátttakendur hefðu fengið sykur - sýki sem krefðist lyfjameðferðar eða ekki. Þátttakendum var sendur spurningalisti þar sem spurt var út í heilsufar og lífsstíl, en jafnframt fóru fram mælingar á heilsugæslustöð á hæð, þyngd og ummáli mittis, fastandi blóðsykri og gert var sykur - þolspróf. Samanburður var gerður á spurningalistanum, sykur - þolsprófi og blóðsykursmælingum. Með því var hægt að greina helstu áhættuþætti og forspárgildi fyrir sykursýki 2 eins og nauðsynlegt er að hafa í matstæki til að meta hættuna á að fá sykursýki 2 á næstu 10 árum (Lindström og Tuomilehto, 2003). Í FINDRISK-matstækinu eru átta spurningar, sjá mynd 1. Stigagjöf fyrir hverja spurningu er samkvæmt viðmiðunar- gildum sem byggð eru á áhættuþáttunum. Heildarstigagjöf er frá núll stigum upp í 21 stig. Eftir því sem heildarstigin eru fleiri eykst áhætta á að fá sykursýki 2. Viðmiðunargildið ≥9 sýndi 77% næmni og 76% sérhæfni hjá þeim sem fylgst var með í 10 ár og 81% næmni og 76% sérhæfni hjá þeim sem fylgst var með í 5 ár (Lindström og Tuomilehto, 2003). Höfundar FINDRISK- matstækisins miða við að sá sem fær 8 stig eða færri teljist í lítilli áhættu, þeir sem fá 9 til 14 stig eru taldir í miðlungs - áhættu, 15 til 20 stig telst mikil áhætta, 21 stig og þar yfir mjög mikil áhætta við að fá sykursýki 2 á næstu 10 árum (Lindström og Tuomilehto, 2003; Paulweber o.fl., 2010). Framkvæmd / gagnasöfnun Innan fyrirtækisins, þar sem rannsóknin var gerð, er öllu starfs- fólki boðið árlega í heilsufarsmælingar því að kostnaðarlausu. Álitið var hagkvæmast að tengja gagnaöflun rannsóknarinnar við heilsufarsmælingarnar. Hjúkrunarfræðingarnir, sem önn - uð ust heilsufarsmælingarnar, aðstoðuðu við gagnaöflun rann- sóknarinnar, mældu blóðþrýsting, púls, hæð, þyngd, ummál mittis og blóðsykur, og sáu um að óska eftir þátttöku starfsfólks í rannsóknina. Þeim sem samþykktu þátttöku í rannsókninni var vísað inn í annað herbergi þar sem fyrsti höfundur greinar - innar framkvæmdi lokagagnasöfnun rannsóknarinnar. Tölfræðileg úrvinnsla Við gagnagreiningu var notað tölfræðiforritið Statistical Pack - age for the Social Siences, útgáfa 15,0 (SPSS). Marktæknimörk í rannsókninni voru sett við p<0,05. Til að bera saman kyn og spurningar þar sem hægt var að reikna meðaltal (stikaðar mæl- ingar) var notað t-próf óháðra hópa. Kíkvaðratpróf og raðfylgni - stuðullinn Kendalls tá-c voru notuð til að skoða hvort mark- tækur munur væri innan spurninga í FINDRISK-matstækinu eftir kyni. Línuleg aðhvarfsgreining var gerð til að athuga tengsl á milli heildarstigafjölda FINDRISK-matstækisins og kyns, blóðsykurs og slag- og hlébilsþrýstings. Siðfræði Siðanefnd Sjúkrahúsins á Akureyri veitti leyfi fyrir rannsókn- inni (nr. 7/2013) og var Persónuvernd tilkynnt um rannsóknina. Haft var samband við framkvæmdastjóra viðkomandi fyrirtækis sem gaf leyfi fyrir því að gagnaöflun færi fram. Einnig var haft samband við hjúkrunarfræðinga Heilsuverndar sem veittu samþykki sitt við að aðstoða við gagnaöflun. Þátttakendum í rannsókninni var afhent kynningarblað um rannsóknina. jóhanna margrét ingvadóttir og árún k. sigurðardóttir 62 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 ! Mynd 1. Íslensk útgáfa af FINDRISK-matstækinu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.