Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 64
aldrinum 45 til 64 ára (Canadian task force on preventive health care, 2012). Hér á landi reyndist á árunum 1997 til 2002 greiningum á sykursýki 2 hafa fjölgað um 4,7% meðal einstak- linga á aldrinum 45 til 64 ára (Landlæknisembættið, 2009). Í nýlegu yfir liti um áætlaða tíðni sykursýki frá Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni segir að tíðni sykursýki á Íslandi sé 7,1% en það er hærra en áætluð tíðni sykursýki í Danmörku (6,1%), Noregi (6,6%) og Svíþjóð (6,9%), en lægra en í Finn- landi (7,7%) (WHO, 2016). Fjölgun sykursýkitilfella hér á landi ýtir undir skimun út af sykursýki 2. Einnig þarf að hafa í huga að um 30 til 50% einstaklinga eru með ógreinda sykursýki og við greiningu sjúkdómsins má áætla að um það bil 20 til 30% séu með einhver merki um fylgikvilla sykursýki (Simmons o.fl., 2010). Fylgikvillar sykursýki 2 skerða lífsgæði fólks og auka kostnað heilbrigðiskerfisins (Tamayo o.fl., 2014; Tankova o.fl., 2011). Niðurstöður okkar rannsóknar samræmast niðurstöðum er- lendra rannsókna (Makrilakis o.fl., 2011) um að slagbilsþrýst - ingur hafi marktæk áhrif á heildarstigafjölda FINDRISK-mats - tækisins og að tengsl séu á milli heildarstigafjölda FINDRISK- matstækisins og blóðsykurs. Framskyggn hóprannsókn Costa o.fl. (2013) sýndi að hækkaður blóðsykur hafði mesta forspár- gildið fyrir að einhver fengi sykursýki 2. Í þessari rannsókn kom fram að konur ættu frekar á hættu að fá sykursýki 2 en karlar, samræmist það öðrum rannsóknaniðurstöðum (Costa o.fl., 2013; Tankova o.fl., 2011). Hins vegar er vitað að fleiri karlar en konur hafa sykursýki á Íslandi og að tilfellum sykursýki 2 fjölgaði um 100% hjá körlum og um 50% hjá konum á árunum 1967 til 2007 (Bolli Þórsson o.fl., 2009). Zhang og félagar (2014) reiknuðu tölfræðilega marktækni og forspárgildi FINDRISK- matstækisins (n=20.633) og þeir mæla með að viðmiðunarmörk matstækis til að greina áhættu á sykursýki séu lægri hjá körlum en konum. Getur það skýrt af hverju fleiri konur en karlar í þess- ari rannsókn áttu á hættu að fá sykursýki 2. Mesta forspárgildið um hvort konur fá sykursýki 2 er hvort sjúkdómurinn er í ættinni eður ei (Balkau o.fl., 2008). Hér svör - uðu 33% kvenna og 30% karla spurningunni um sykursýki meðal ættingja játandi. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera með - vitaðir um að veita þeim einstaklingum fræðslu sem eiga ætt- ingja með sykursýki 2. Líkamsþyngdarstuðull er talinn óháður forspárþáttur fyrir sykursýki 2 (Balkau o.fl., 2008; Costa o.fl., 2013). Í rannsókn Hrafnhildar Guðjónsdóttur og félaga (2015) var reiknaður út mismunur á LÞS eftir kynjum og eftir búsetu. Þar kemur fram að konur (n=208), sem voru 46 ára eða eldri, búa utan höfuð - borgarsvæðisins og eru yfir kjörþyngd, voru 60,1% af úrtaki. Er það í samræmi við niðurstöður úr þessari rannsókn þar sem 57,8% kvenna reyndust vera yfir kjörþyngd og allar búa þær utan höfuðborgarsvæðisins. Rétt er að benda á að hér var meðal-LÞS kvenna 26,1 kg/m2 með staðalfráviki upp á 5 og það gefur til kynna að dreifing hafi verið í þyngd kvennanna. Í áðurnefndri rannsókn Hrafnhildar Guðjónsdóttur og félaga (2015) var meðal-LÞS karla 46 ára og eldri milli 27 og 28 kg/m2 sem er töluvert meira en í þessari rannsókn. Því má álykta að hér á landi þurfi almenna viðhorfsbreytingu til að draga úr ofþyngd. Sýnt hefur verið fram á að hægt er að sporna við að fólk í áhættuhópi fái sykursýki 2 með aukinni hreyfingu og hollu matar ræði, einnig að einstaklingar sem tileinkað hafa sér lífs- stílsbreytingar haldi þeim áfram eftir að stuðningsmeðferð er hætt (Diabetes Prevention Program Research Group, 2009; Lindström o.fl., 2006). Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar noti klínískar leiðbeiningar við að veita ráðleggingar um breyttan lífsstíl. Ekki eru til hér á landi neinar klínískar leið - beiningar um lífsstílsbreytingar. En inni á heimasíðu Embættis landlæknis má finna bækling um almennar ráðleggingar um hreyfingu og næringu (Landlæknisembættið, 2008). Rann- sóknir sýna að ráðleggingar til skjólstæðinga heilsugæslu um aukna hreyfingu eru of almennar og það sama á við um ráð - leggingar um mataræði og næringargildi matvæla fyrir fólk með LÞS ≥25 kg/m2 (Dillen o.fl., 2013). Þessi rannsókn ásamt öðrum (Gyberg o.fl., 2012; Viitasalo o.fl., 2012, 2015) sýnir að góður kostur er að ná til fólks á vinnustöðum og leggja FINDRISK-matstækið fyrir. Mikilvægt er að þeir sem svari FINDRISK-matstækinu hafi aðgang að fræðslu og stuðningi frá hjúkrunarfræðingum þegar túlka á niðurstöðurnar. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að forvörnum og fræðslu, þeir ættu að beita sér fyrir því að taka upp markvissa skimun á sykursýki 2 á heilsugæslustöðvum hjá fólki í áhættuhópi, í samræmi við klínískar leiðbeiningar og almennar ráðleggingar (American Diabetes Association, 2013; Anna S. Sigmundsdóttir o.fl., 2009; Landlæknisembættið, 2008). Bent hefur verið á að leiðbein- ingum um skimun sé ekki fylgt nægilega vel eftir og að óhent- ugar leiðir hafi oft verið farnar í mati á hættunni á að fá sykur - sýki 2 (Heikes o.fl., 2008). Talið er að sykursýki taki 10% af heildarútgjöldum heil- brigðiskerfa í Evrópu og að mestur hluti kostnaðarins sé vegna fylgikvilla (Tamayo o.fl., 2014). Bent hefur verið á að skimun eftir sykursýki 2 á þriggja ára fresti svari kostnaði og það eykur á vægi skimunar (American Diabetes Association, 2013). Út - reikn ingar á því, hvort lífsstílsráðgjöf handa fólki, sem er í áhættu á að fá sykursýki 2, svari kostnaði, sýna að þeim pen- ingum er vel varið (Diabetes Prevention Program Research Group, 2012). Zhuo o.fl. (2010) áætluðu lyfjakostnað hjá fólki með sykursýki vera 124.600, 91.200 og 53.800 Bandaríkjadali eftir því hvort fólk fengi sykursýki 40, 50 eða 60 ára. Hagnýtt notagildi FINDRISK-matstækisins felst í því að það krefst ekki neinna inngripa né flókinna mælinga ásamt því að ekki tekur langan tíma að svara, og niðurstaða fæst strax að lokinni svörun. Bæði hjúkrunarfræðingunum, sem aðstoðuðu við gagna- söfnun, og þátttakendum í rannsókninni fannst FINDRISK- matstækið vera einfalt, hnitmiðað og hentugt og það var talinn kostur að niðurstaða fékkst strax um áhættuna á að fá sykursýki af tegund 2. Styrkleiki rannsóknarinnar er að svarhlutfallið var 70%. Ekki er vitað um ástæður þess að 30% úrtaks vildu ekki taka þátt í heilsufarsmælingum og svara FINDRISK-matstækinu. Helsta takmörkun rannsóknarinnar er að úrtak rannsóknarinnar er lítið, frá einu fyrirtæki, og því má ætla að bakgrunnur þátttak- enda hafi verið líkur. Þess vegna er erfitt að alhæfa um niður - stöðurnar á öllum sem eiga á hættu að fá sykursýki 2 á Íslandi. jóhanna margrét ingvadóttir og árún k. sigurðardóttir 64 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.