Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 9
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 9
1898
Fyrsta menntaða hjúkrunarkonan á Íslandi
fyrir einstaklingana og þjóðfélögin í heild
sinni.“ Orð hennar eiga jafnmikið erindi ríflega
84 árum síðar.
Mikilvægt að stétt hjúkrunarfræðinga
endurspegli fjölbreyttan hóp
skjólstæðinga
Svo við hörfum nú frá baksýnisspeglinum
og lítum fram á við þá er tímabært að reynsla
hjúkrunarfræðinga verði bæði metin að
verðleikum og betur nýtt í heilbrigðiskerfinu
líkt og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) og Efnahags- og framfarastofnunin
(OECD) hafa hvatt lönd til að gera.
Þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun
hafa í för með sér enn stærra hlutverk
hjúkrunarfræðinga innan heilbrigðiskerfisins
en nú er. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
hefur t.d. vakið athygli á mikilvægi
málsins með því að tileinka árið 2020
hjúkrunarfræðingum um allan heim. Þá tel ég
mikilvægt að fjölga karlmönnum í stéttinni
því, líkt og hjá öðrum fagstéttum, þurfa
hjúkrunarfræðingar að geta endurspeglað hóp
sinna skjólstæðinga svo að sem best sé hægt
að sinna þeirra þörfum. Jafnframt er kominn
tími til að hér á landi verði þekking og reynsla
hjúkrunarfræðinga betur nýtt.
Á næstu árum vil ég sjá fleiri hjúkrunar-
fræðinga við störf á sömu launum og
sambærilegar stéttir hjá hinu opinbera, í
viðunandi starfsumhverfi þar sem menntun
þeirra og reynsla er nýtt til fulls með
skjólstæðinginn að leiðarljósi. Er þetta
háleitt markmið? Ég tel það ekki vera. Við
getum lært mikið af öðrum þjóðum og m.a.
nágrannaþjóðum okkar. Við Íslendingar
erum einstök þjóð en þó ekki yfir það
hafin að tileinka okkur það sem sýnt hefur
„ÞÁ TEL ÉG MIKILVÆGT AÐ FJÖLGA KARLMÖNNUM Í STÉTTINNI ÞVÍ,
LÍKT OG HJÁ ÖÐRUM FAGSTÉTTUM, ÞURFA HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
AÐ GETA ENDURSPEGLAÐ HÓP SINNA SKJÓLSTÆÐINGA SVO AÐ SEM
BEST SÉ HÆGT AÐ SINNA ÞEIRRA ÞÖRFUM“
verið fram á erlendis að skili þjóðinni betri
heilbrigðisþjónustu. Breyttar áherslur í
heilbrigðiskerfinu og betri nýting á þekkingu
og reynslu hjúkrunarfræðinga í starfi skilar
sömu gæðum, bættu aðgengi og fjárhagslega
hagkvæmari heilbrigðisþjónustu sem og styttri
biðtíma.
Að mínu mati á þessi umræða ekki einvörð-
ungu að snúast um hjúkrunarfræðinga
heldur hvernig heilbrigðiskerfi við viljum
hafa á Íslandi.