Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 10
10 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Varla hefur það farið fram hjá nokkrum manni að undanfarna áratugi hafa framþróun og örar tækniframfarir breytt heiminum varanlega. Tölvur, internetið, snjallsímar og önnur snjalltæki eru orðin að órjúfanlegum hluta veruleika fólks um allan heim og ekki víst að við áttum okkur fyllilega á því hversu sterk áhrif þessir drifkraftar og undiralda tækniþróunar munu hafa á líf okkar og framtíð. Fjórða iðnbyltingin er reist á tækniþróun og afurðum hennar á borð við gervigreind, örtækni, vélfærafræði, skammtatölvum, líftækni, interneti hlutanna (e. internet of things), þrívíddarprentun, sjálfkeyrandi farartækjum og gagnagreiningu risa- gagnagrunna. Framtíðarfræðingar leggja áherslu á mikilvægi þess að við stöldrum við og gerum tilraun til að sjá fyrir um hvað tíminn ber í skauti sér. Jafnframt benda þeir á að slíkar framtíðarspár framlengja oft ríkjandi ástand línulega og óvíst sé hvort við höfum ímyndunarafl til að sjá fyrir veldisvöxt tækniþróunar og áhrif hans á framtíðina. Þó er almennt talið að fjórða iðnbyltingin muni hafa þau áhrif að ýmis störf leggist af vegna sjálfvirkni og þróunar gervigreindar en á sama tíma verði önnur störf enn mikilvægari en áður. Hjúkrunarstarfið er talið vera eitt af þeim störfum sem halda muni velli í framtíðinni en framkvæmd þess og viðfangsefni verði með afar breyttu sniði frá því sem við nú þekkjum. Hjúkrun framtíðarinnar Áframhaldandi þróun sjálfvirkni og gervigreindar mun að öllum líkindum verða til þess að búin verði til snjalltæki, önnur tól og jafnvel gervigreindarvélmenni sem taka við ýmsum þeim hjúkrunarverkum sem hingað til hafa verið í mannlegum höndum hjúkrunarfræðinga. Sjá má fyrir sér að fjölmörg hefðbundin hjúkrunarverk, t.d. lyfjagjafir, þvagleggs- eða nálauppsetningar, sáraskipti og jafnvel neðanþvottur, verði ekki framkvæmd af hjúkrunarfræðingum framtíðarinnar heldur verði það vitvélar sem fagfólk í tæknigeiranum hefur smíðað sem sjá um verkin. En við, hjúkrunarfræðingar, megum ekki bíða á hliðarlínunni eftir tækninýjungunum heldur verðum við að stíga fram og taka virkan þátt í þeirri tækniþróun sem þegar er farin af stað í hjúkrun og okkar nánasta starfsumhverfi. Þannig höfum við áhrif á viðfangsefni hjúkrunar í framtíðinni og tryggjum í leiðinni að þarfir, hagsmunir og réttindi sjúklinga séu til grundvallar allri þróun í hjúkrun. Hjúkrunarfræðingum framtíðarinnar mun reynast nauðsynlegt að tileinka sér þá færni og þekkingu sem þarf til að geta nýtt hátækni í starfi. Þá er jafnframt talið að fjórða iðnbyltingin hafi mikil áhrif á hvaða eiginleika og færni fagfólk þurfi að tileinka sér til að sinna og betrumbæta störf sín í síkvikum breytileika tækniþróunar. Eiginleikar á borð við skapandi hugsun munu að líkindum verða mikilvægari en áður sem og getan til að leysa flókin Hver gætu áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar orðið á hjúkrun? Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala „HJÚKRUNARSTARFIÐ ER TALIÐ VERA EITT AF ÞEIM STÖRFUM SEM HALDA MUNI VELLI Í FRAMTÍÐINNI EN FRAMKVÆMD ÞESS OG VIÐFANGSEFNI VERÐI MEÐ AFAR BREYTTU SNIÐI FRÁ ÞVÍ SEM VIÐ NÚ ÞEKKJUM“ 1900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.