Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 14
14 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Ég vil byrja á því að óska okkur hjúkrunarfræðingum til hamingju með afmælið! Hundrað ár er langur tími og áfanganum ber að fagna. Ég vil líka þakka fyrir þetta tækifæri sem mér bauðst til að leggja orð í belg um hjúkrunarmenntun í afmælisritinu sem gefið er út á þessum tímamótum. Hjúkrun í tveimur heimsálfum Ég var heppinn að finna hjúkrunarfræðina og hafa notið þeirrar gæfu að fá að kynnast hjúkrunarmenntun náið í tveimur heimsálfum. Ég lauk BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá HÍ 2004 og var einn af þessum skrýtnu nemum, sem ég hitti enn stundum sem kennari, sem var alltaf ánægður og spenntur fyrir náminu. Þessi undarlegheit héldu áfram hjá mér í framhaldsnáminu við University of Minnesota, fyrst í geðhjúkrun og svo áfram í doktorsnáminu þar. Í Minnesota fékk ég að kynnast skólamenningu þar sem hjúkrun hefur verið kennd á háskólastigi frá því áður en Háskóli Íslands var stofnaður. Það er mikið sjálfstraust sem fylgir slíkri hefð, og heilladrjúgt að verða fyrir áhrifum af, með ómótað og brothætt fagsjálf nýútskrifaðs hjúkrunarfræðings. Eftir átta ár í Bandaríkjunum flutti ég heim, hafði ég þá fengið að spreyta mig sem kennari í tvö ár við University of Minnesota ásamt því að vera klínískur leiðbeinandi þar um árabil áður og kennt alls kyns nemum í framhalds- og grunnnámi. Eftir heimkomuna fór ég að mynda mér þá skoðun að grunnhlutverk og menntun hjúkrunarfræðinga á Íslandi miðað við Bandaríkin væri býsna sterkt. Við þjáumst ekki af „a nurse is a nurse is a nurse“ heilkenninu sem hrjáir bandaríska kollega okkar, en það vísar til þeirra mörgu leiða og menntunarstiga hjúkrunarfræðinga sem þar er að finna. Það er í dag bara ein leið til að verða hjúkrunarfræðingur á Íslandi. Fjögurra ára BS-gráða á háskólastigi. Allir vita að hjúkrunarnám er krefjandi og erfitt nám sem gefur mikla möguleika til starfa víða um heim og grunnstaða hjúkrunarfræði í samfélaginu er almennt sterk. Það eru þó tveir hlutir sem standa upp úr okkur í óhag þegar kemur að menntun og störfum hjúkrunarfræðinga miðað við Bandaríkin að mínu mati. Í fyrsta lagi er launum hjúkrunarfræðinga á Íslandi ekki stjórnað af markaðslögmálum eins og í Bandaríkjunum. Það þýðir að kaup og kjör hjúkrunarfræðinga á Íslandi eru lakari á margan hátt en kollega þeirra í Bandaríkjunum og mun lægri en ef kapítalisminn fengi að ráða kaupum okkar og kjörum, en ekki vilji stjórnmálamanna sem sitja fjögur ár í senn. Í öðru lagi er staða sérfræðinga í hjúkrun mun lakari og óljósari á Íslandi en í Bandaríkjunum. Vaxtartækifæri í klínísku námi Hér er í mínum huga eitt mesta tækifæri í menntun hjúkrunarfræðinga framtíðarinnar. HÍ og HA hafa hvor á sinn hátt reynt að auka vægi klínísks náms í framhaldsnámi sínu og stefnt er að frekari samvinnu háskólanna tveggja á þessu sviði; vaxtartækifærin eru svo sannarleg næg. Hægt væri að hugsa sér í framtíðinni klínískt meistaranám með a.m.k. 500 klínískum tímum inn í náminu sjálfu. Inni í slíkri námsleið væri þjálfun í skilgreindum gagnreyndum inngripum sem mundi passa við hæfni og lærdómsviðmið sérfræðinga innan hvers sviðs fyrir sig. Háskólarnir gætu unnið þessi hæfni- og lærdómsviðmið með Landlæknisembættinu og fagdeildum viðkomandi sérsviðs, en það mundi leiða það af sér að til þess að verða sérfræðingur á ákveðnu sviði hjúkrunar þyrfti hann að kunna ákveðna sértæka fyrirframskilgreinda hluti. Þetta væri mikið gæðamál fyrir hjúkrunarfræðinga, almenning í landinu og þær fagstéttir sem vinna með okkur. Háskólarnir virðast allir af vilja gerðir að auka veg klínísks náms í framhaldsnámi sínu en nemendafæð og skortur á fjármagni hafa helst staðið þeim fyrir þrifum. Það er ljóst að háskólarnir gera þetta ekki einir. Við þurfum stuðning og þátttöku frá klíníkinni í þessar námsleiðir til að koma þeim af stað; samstillt átak margra aðila þarf til. Bæði þarf framlag heilbrigðisstofnana sem þyrftu að útvega starfspláss sem og klíníska leiðsögn á ólíkum fræðasviðum og í samstarfi við löggjafann að tryggja að aukin þekking hjúkrunarfræðinga skili sér í útvíkkuðu starfsviði, sama hvernig það lítur út á hverju sérsviði fyrir sig. En einnig þarf atbeina hjúkrunarfræðinga sem þurfa að vilja sækja sér aukna klíníska þekkingu og sjá tilgang í því fyrir skjólstæðinga sína og sig. Til mikils er að vinna, bæði fyrir nýliðun innan hjúkrunarfræði, þar sem blasir við að klínísk sérhæfing og útvíkkað starfssvið getur skipt meginmáli til að hjúkrunarfræðingar fari að sjá hjúkrunarfræði sem starfsferil en ekki bara starf, sem og fyrir aðgengi skjólstæðinga að hágæða heilbrigðisþjónustu. Þarna eru að mínu mati helstu vaxtarbroddar hjúkrunar og hjúkrunarmenntunar á Íslandi. Á þessu 100 ára afmælisári, væri það ekki spennandi verkefni að vinna að fyrir okkur öll? Klínískt sérnám felur í sér tækifæri Dr. Gísli Kort Kristófersson sérfræðingur í hjúkrun og dósent við heilbrigðisdeild HA 1905
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.