Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 18
18 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Allir sjá nauðsyn þess að eiga öflugt þjóðarsjúkrahús en samt hefur ávallt staðið styr um uppbyggingu þess og svo er enn. Núverandi húsnæði Landspítala er löngu gengið sér til húðar og hentar ekki fyrir nútímaheilbrigðisþjónustu. Þörfin fyrir nýtt húsnæði fyrir starfsemi Landspítala eykst með hverju ári, m.a. vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar, örra tækniframfara og þeirrar sjálfsögðu kröfu landsmanna að geta treyst á framúrskarandi og örugga heilbrigðisþjónustu fyrir sig og ástvini sína. Óbilandi áhugi á nýbyggingum Landspítala Allt frá því að ég tók við stöðu hjúkrunarforstjóra Landspítala í kjölfar sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík hafa húsnæðismál spítalans verið mér afar hugleikin. Undirbúningur að nýbyggingum fyrir starfsemi Landspítala hófst árið 2000 eða skömmu eftir sameininguna. Síðan þá eru hartnær 19 ár og meðferðarkjarninn, hið eiginlega sjúkrahús, er ekki risið. Í starfi mínu sem hjúkrunarforstjóri fylgdist ég ætíð vel með framgangi byggingarverkefnisins og hafði mikla ánægju af. Ég sat í byggingarnefnd verkefnisins fyrir hönd Landspítala frá 2009 til 2013. Ég lét af starfi mínu við Landspítala fyrir rúmum sex árum en áhugi minn á nýbyggingum Landspítala hefur ekki dvínað. Sjúkrahúsþjónusta í hinum vestræna heimi þróast hratt og tekur örum framförum með hverju árinu sem líður. Að sama skapi tekur sérþekking heilbrigðisstarfsmanna miklum framförum og meðferð sjúkdóma verður tæknivæddari og flóknari. Ég er sannfærð um að nýtt húsnæði fyrir starf- semi Landspítala er undirstaða þess að Íslendingar haldi stöðu sinni meðal fremstu þjóða hvað heilbrigðisþjónustu varðar. Því er afar mikilvægt að hraða uppbyggingu meðferðarkjarnans. Þrátt fyrir góð áform gerðist lítið á fyrsta áratug þessarar aldar. Uppbygging nýs húsnæðis fyrir starfsemi Landspítala átti sér fáa talsmenn utan starfsmanna spítalans sem sáu best hvar skórinn kreppti enda aðstaða sjúklinga og starfsfólks víða óviðundandi. Hagsmunir sjúklinga leiðarljósið Ríkistjórnin ákvað í janúar 2005 að hefja uppbyggingu nýs sjúkrahúss á lóð Landspítala við Hringbraut. Samkeppni um skipulag var haldin og skiluðu sjö arkitektahópar tillögum. Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, stýrði dómnefndinni og varð tillaga arkitektanna CF Möller fyrir valinu. Hafist var handa við að forhanna spítalabyggingu í samræmi við þá tillögu. Samhliða þeirri vinnu var unnin ítarleg þarfagreining fyrir áætlaða starfsemi árið 2025. Fjöldi starfsmanna Landspítala vann ötullega með hönnuðum að bestu lausnum fyrir nýja spítalabyggingu. Í allri þeirri vinnu voru hagsmunir sjúklinga hafðir að leiðarljósi. Nýr Landspítali Anna Stefánsdóttir fyrrverandi hjúkrunarforstjóri LSH og formaður Spítalans okkar — landssamtaka um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala 1910 Tölvugerð mynd af nýjum Landspítala.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.