Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 21
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 21 „HELSTU ÞÆTTIR ÞESSARA FRAMFARA ERU ÞRÓUN Á GERVIGREIND OG SJÁLFVIRKNI. ÞETTA SJÁUM VIÐ NÚ ÞEGAR Í NOTKUN INNI Á HEIMILUM OG Í FYRIRTÆKJUM.“ Í framtíðinni myndi ég vilja sjá tímanum varið þannig að öllum þörfum verði sinnt jafnhliða. Til þess að félagslegum og andlegum þörfum sé sinnt á markvissan hátt þurfum við að setja þær inn í vinnuferlana og gefa starfsfólkinu tímann sem til þarf. Hjúkrunarheimili á að vera öruggt skjól þar sem íbúunum líður vel og þeir geta haft það náðugt þar til yfir lýkur. Við erum gestir inni á þessu heimili með það hlutverk að styðja og styrkja íbúana á heildrænan hátt. Til þess að það sé mögulegt þurfum við að þekkja bakgrunn þeirra og kynnast þeim þannig að til verði meðferðarsamband sem einkennist af gagnkvæmri virðingu, hlýju og velvild. Það gæti virst langsótt en lausnina, eða hluta hennar, gæti verið að finna í innleiðingu fjórðu iðnbyltingarinnar. Fjórða iðnbyltingin er hugtak sem vísar til tækniframfara undanfarinna ára og þeirra sem eru í vændum. Sú þróun mun líklega valda víðtækum samfélagsbreytingum á næstu árum og áratugum. Margt sem fylgir henni er nú þegar farið að líta dagsins ljós en ótrúlegir hlutir eru í vændum. Helstu þættir þessara framfara eru þróun á gervigreind og sjálfvirkni. Þetta sjáum við nú þegar í notkun inni á heimilum og í fyrirtækjum. Í sumum verslunum getum við afgreitt vörurnar sjálf, greitt fyrir þær og það nánast án þátttöku afgreiðslufólks. Sjálfakandi bílar eru á næsta leyti og flygildi munu innan skamms sjá um að færa okkur vörur heim sem hafa verið pantaðar á netinu. Með þessari þróun mun starfsumhverfi hinna ýmsu stétta breytast mikið. Sumar þeirra munu einfaldlega hverfa. Starfsgreinar sem fjórða iðnbyltingin mun ekki leggja undir sig með gervigreind og vélarafli eru þær sem tengjast mannlegum þáttum. Þessar starfsgreinar snúast um sköpunargáfu, samhygð, snertingu og gefandi samskipti. Hjúkrunarfræði er að miklu leyti byggð á þessum eiginleikum. Störf hjúkrunarfræðinga eru í meginatriðum fræðileg, tæknileg og síðast en ekki síst mannleg. Þekkingin sem liggur að baki störfum okkar er mótuð af gagnreyndum grunni sem hefur þróast fyrir tilstilli vísindavinnu háskólanna. Að mínu mati er það fyrst og fremst mannlega hlið hjúkrunarfræðinnar sem er mikilvægust. Þó að með tilstuðlan gervigreindar sé hægt að gera ótrúlega hluti má geta sér til um að verksvið hjúkrunarfræðinga verði aldrei til þess fallið að vera leyst á stafrænan hátt. Þegar einhver verður fyrir áfalli af völdum sjúkdóms eða óvæntra atburða þarf hann að hitta manneskju sem styður hann í gegnum flókið og erfitt bataferli. Þegar aldurinn færist yfir og heilsunni fer hrakandi þarf hjúkrunarfræðingur að auðsýna mannlegt innsæi, skilning og alúð til að síðustu skref skjólstæðingsins séu tekin með fullri reisn. Áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar eru sérstaklega veigamikil þegar kemur að stöðu kynjanna. Þessi þróun á eftir að hafa töluverð áhrif á aðstöðumun karla og kvenna. Starfsgreinar þar sem karlmenn eru í meirihluta munu verða fyrir miklum áhrifum af aukinni sjálfvirkni. Hins vegar munu starfsgreinar á hinu mannlega sviði finna fyrir aukinni aðsókn og eftirspurn. Sum störf geta vélar bara alls ekki innt af hendi, hversu snjallar sem þær eru og fullkomnar. Þar er um innri þætti manneskjunnar að ræða sem vélar geta aldrei skilið eða líkt eftir, eins og samhygð, þverfagleg samvinna og hluttekning. Það eru hæfileikar sem konur hafa lengi búið yfir. Konur eru eiginlega með öll spilin á hendi. Þær eru á heildina litið með fleiri háskólagráður en karlmenn, þær eru líklegri til að klára framhaldsskóla og jafnvel núorðið með fleiri Ferming · Útskrift · Afmæli Þú færð veitingar í veisluna þína hjá Bakarameistaranum. Á bakarameistarinn.is getur þú skoðað úrvalið og pantað tertur, veislutilboð og aðrar veitingar fyrir veisluna þína. Nánari upplýsingar má einnig fá á pantanir@bakarameistarinn.is. doktorsgráður. Einstaklingar sem velja að byggja sinn frama á þessu sviði þurfa einna helst að rækta hæfileika til að skynja líkamstjáningu, nota tilfinningagreind og rækta eflandi samskipti sem gera þeim kleift að miðla þekkingu. Karlmenn sem vilja ekki starfa á tæknisviðinu þurfa að tileinka sér þessa eiginleika í meiri mæli. Allir hagnast á því að hafa vinnustaði eins mikið blandaða og mögulegt er. Enn er nokkur hætta á að hefðbundin kvennastörf verði vanmetin í framtíðinni, jafnvel þau sem ekki verða fyrir áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar. Til að komast yfir þessar hindranir þarf samvinnu og þátttöku allra, allt frá stjórnvöldum, einkageiranum og til almennings. Hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn þurfa að taka á móti þessum breytingum með opnum örmum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.