Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 25
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 25 og það verður mikil en spennandi glíma að þróa heilbrigðiskerfið í þá átt að það verði raunverulega sniðið að þörfum sjúklinga. Sérhæfing, sérfræðiþekking og teymisvinna Breytingar á sjúklingahópnum og þjón- ustu við sjúklinga gerir þær kröfur til hjúkrunarfræðinga að þeir búi annars vegar yfir færni til að sinna sjúklingum með mörg heilsufarsvandamál og hins vegar getu til að veita mikið veikum sjúklingum mjög flókna hjúkrun hvort sem er í bráðafasa á sjúkrahúsum eða í langtímameðferð sjúklinga með langvinna sjúkdóma. Hvoru tveggja gerir kröfur um sérhæfingu og sérfræðiþekkingu í hjúkrun. Til að sinna fólki með flókin heilsufarsvandamál verður áherslan á teymisvinnu gríðarlega mikilvæg, þar sem þekking, viðhorf og gildi hverrar fagstéttar sameinast í því að veita bestu mögulega þjónustu. Þar gildir að hver og ein fagstétt vinni verkefni við hæfi, sjúklingunum til hagsbóta. Hjúkrunarfræðingar eru og munu verða lykilaðilar í slíkum meðferðarteymum og í ljósi þekkingar sinnar og reynslu og heildrænnar sýnar á skjólstæðinga sína oft best til þess fallnir að stýra slíkum teymum og samhæfa. Tækniþróun og nýsköpun Tækniþróun á eftir að styðja í síauknum mæli við störf hjúkrunarfræðinga þannig að störfin eiga eftir að taka miklum breytingum. Nefna má tækifærin sem felast í bættri upplýsingatækni, tækni sem styður við fjarheilbrigðisþjónustu, hugbúnað sem styður við klíníska ákvarðanatöku, vélmenni og aukna sjálfvirkni í lyfjaferli og víðar, birgðastýringu, hjálpar- og stuðningstæki í nærumhverfi sjúklinga og svo mætti lengi telja. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar taki þátt í og stjórni vinnu við þróun á þessari tækni svo hún taki mið af þörfum sjúklinga og styðji við störf hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar þurfa einnig að taka virkan þátt í nýsköpun í þjónustu við sjúklinga og leita sífellt nýrra leiða til að endurbæta þjónustu sem fullnægir þörfum sjúklinga, byggist á gagnreyndri þekkingu, eykur gæði og nýtir á skynsamlegan hátta þekkingu og tíma fagfólks. Mikil tækifæri felast í áherslum nýrra kynslóða sem fá það hlutverk að móta þessa framtíð. Aldamótakynslóðin svokallaða er sögð leggja áherslu á jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, hún er sveigjanleg, fagnar fjölbreytileika, vill vinna störf sem skipta máli, kann að vinna í teymum, býr yfir nýsköpunarhugsun, vill mælanlegan árangur, er tæknivædd og samfélagslega meðvituð. Þessir eiginleikar og áherslur eru sérlega vel til þess fallin að takast á við verkefnin sem við stöndum frammi fyrir. 1919 Stofnun Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna „HJÚKRUNARFRÆÐINGAR GEGNA HÉR LYKILHLUTVERKI ENDA HEFUR SJÚKLINGA- FRÆÐSLA ALLA TÍÐ VERIÐ MIKILVÆGUR HLUTI Í HEILDRÆNNI NÁLGUN HJÚKRUNAR“ Lokaorð En hverjir eru þá mikilvægustu þættirnir að huga að til framtíðar? Við þurfum augljóslega að auka nýliðun og mennta fleiri hjúkrunarfræðinga. Það hafa aðrar þjóðir líka lagt áherslu á. Í dag er staðan sú að við menntum ekki nægilega marga hjúkrunarfræðinga til að taka við af þeim sem eru að hefja töku lífeyris, hvað þá til að bregðast við aukinni eftirspurn eftir þjónustu. Við þurfum að byggja upp vinnuumhverfi sem er heilsusamlegt og eflir hjúkrunarfræðinga í sínum störfum. Þar þarf að líta bæði til aðbúnaðar og kjara, vinnutíma og tækifæra til að hafa áhrif. Þetta er forsenda þess að við höldum hjúkrunarfræðingum í starfi og stuðlum að því að þeir haldi heilsu og starfsorku. Við þurfum að skilja betur og leggja meiri áherslu á sjúklingamiðaða þjónustu þar sem sjúklingar eru vel upplýstir og þeim gert kleift að vera virkir þátttakendur í eigin meðferð. Við þurfum að efla enn frekar framhaldsnám og rannsóknir í hjúkrunarfræði, fjölga sérfræðingum í hjúkrun og byggja á þeim sterka grunni sem við höfum á Íslandi í vel menntuðum mannafla í hjúkrun. Við þurfum að þróa enn frekar notkun á árangurs- og gæðamælikvörðum, hjúkrunarþyngd og vinnuálagi. Við þurfum að efla nýsköpun og tækniþróun og við þurfum líka að vera óhrædd við að gera hlutina öðruvísi og jafnvel hætta að gera suma hluti. Við verðum að vera gagnrýnin á störf okkar og vega og meta hvað kemur sjúklingum best. Við þurfum að bera virðingu fyrir sjálfum okkur, fagþekkingu okkar og framlagi. Framtíð hjúkrunar er björt! Þörfin er mikil og vaxandi og tækifærin óendanleg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.