Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 32
32 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Verður að geta treyst á eigin getu Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og sjúkraflutningsmaður 1927 Kristneshæli vígt Ég hóf störf á heilsugæslunni á Kirkjubæjarklaustri sumarið 2007 en ég er búsett á sveitabæ skammt austan við Kirkjubæjarklaustur þar sem maðurinn minn er fæddur og uppalinn. Saman eigum við þrjú börn á aldrinum sjö til fjórtán ára. Á þessum tíma stóð fjölskyldan á tímamótum, ég var nýlega útskrifuð sem ljósmóðir, tengdafaðir minn var langveikur og það bráðvantaði hjúkrunarfræðing á heilsugæsluna. Hollið mitt stóð í stappi við Landspítalann um launakjör. Því miður er þetta gömul saga og ný. Kannski var þessi launadeila mín gæfa, annars hefði ég jafnvel ekki komið hingað í þessa sveit þar sem náttúrufegurðin er engu lík. Hér kallast á eldur og ís sem í raun er táknrænt fyrir þau verkefni sem heilsugæsla á litlum stað tekst á við. Hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, sjúkraflutningamaður Starfið er afskaplega fjölbreytt þrátt fyrir fámennið, starfssvæðið er stórt en fáir um verkin. Hér er eitt stöðugildi hjúkrunar- fræðings, læknir á staðnum að öllu jöfnu aðra hverja viku en á sumrin alla daga, móttökuritari í hálfu starfi, og síðan eru hlutastarfandi sjúkraflutningamenn á bakvakt. Við þessar aðstæður verður að vera hægt að treysta á eigin getu til að geta brugðist við þeim fjölbreyttu aðstæðum og tilfellum sem upp geta komið. Fyrir mig er mikill styrkur að vera bæði með hjúkrunar- og ljósmóðurmenntun en mér fannst þó nauðsynlegt að efla faglega þekkingu mína enn frekar og hef því menntað mig í sjúkraflutningum og lauk í vor prófi í neyðarflutningum sem er góð viðbót við fyrri menntun. Á þeim tíma sem ég hef starfað á heilsu- gæslunni á Klaustri hef ég tekist á við fjölþætt viðfangsefni sem tilheyra hefðbundnum heilsugæslustörfum ásamt mörgum yfirgengi- lega krefjandi verkefnum sem dúkka upp og oftar en ekki við margbreytilegar aðstæður. Má þar nefna aðgerðir vegna náttúruvár, eldgos og öskufall í kjölfar þess, margföldun á heimsóknum ferðamanna með tilheyrandi fjölgun slysa og bráðatilfella, og stór og smá hópslys. Þannig hef ég sinnt útköllum og sjúkraflutningum á hinum ýmsu farartækjum, s.s. sjúkrabíl, björgunarsveitabílum, bryndreka og í loftfari svo eitthvað sé nefnt. Einföld verk í hversdagsleikanum geta valdið álagi Bráðatilfelli gera ekki boð á undan sér og geta komið á öllum tímum sólarhringsins. Stundum er langt á milli útkalla og stundum stutt. Oft þarf að rjúka út frá því sem maður er að gera hverju sinni, skafa bílinn, finna út hvert eigi að fara og kalla til aðrar bjargir. En það er ekki alltaf hasar. Fólk hefur tilhneigingu til að draga þá ályktun að erfiðasta verkið og mesta álagið sé að takast á við hópslys, líkt og rútuslysið á síðasta ári, eða mjög mannskæð slys. Staðreyndin er hins vegar sú að þá geta jafnvel einföld verk í hversdagsleikanum valdið meira álagi og áreiti, s.s. rangfærslur sem erfitt er að kveða niður enda hjúkrunarfólk bundið ströngum trúnaði um störf sín og skjólstæðinga. Eins og hefur komið fram þá er starfsstöðin fámenn og langt á næsta sjúkrahús, að auki er ekki stöðug mönnun lækna í héraðinu og hefur það kallað á breytta sýn við þjónustu við bæði íbúa og gesti. Heilsugæslan var knúin til að breyta vaktafyrirkomulaginu á staðnum til þess að tryggja bráðaþjónustu. Einnig hef ég ásamt Sigurði Árnasyni lækni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.