Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 36
36 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Giulia Pozzobon er ítalskur hjúkrunar- fræðingur sem starfar á vöknunardeild Landspítala í Fossvogi. Hún býr í Kópavoginum ásamt unnusta sínum Christian sem einnig starfar við hjúkrun á sama spítala. Áður en lengra var haldið lá auðvitað beinast við að spyrja spurningarinnar gamalkunnu: Hvernig líkar þér á Íslandi? „Ísland er mjög fallegt land, en það er samt búið að vera svolítið erfitt að búa hérna af því að það er allt svo dýrt hérna. Jafnvel þó launin séu há fara þau næstum öll í húsaleigu og rekstur bíls. Þau eru fljót að hverfa. Veðrið tekur líka á okkur sem komum frá Ítalíu, sérstaklega myrkrið og allur vindurinn. Mér fannst þetta sérstaklega erfitt til að byrja með en ég er að venjast þessu. Þetta er orðið miklu betra.“ En hver er bakgrunnur Giuliu? Og hvernig datt henni í hug að koma til Íslands? „Ég er frá litlum bæ á Norður-Ítalíu sem heitir Maserada sul Piave og er í Treviso- héraðinu, ekki langt frá Feneyjum. En já, ég var í hjúkrunarnámi í Portenone, þaðan sem Christian er, en við kynntumst einmitt þegar ég var í starfsnámi á spítalanum þar.“ Christian fór til Cardiff á Englandi til að vinna eftir að hann útskrifaðist og Giulia var að vinna að því að fara til hans. Hún var að sækja um vinnu þar en áður en til þess kom hafði kærastinn sótt um vinnu hér. Hann var boðaður í viðtal sem gekk svo vel að honum var boðið starfið. Hann hvatti hana þá til að sækja um líka og þrátt fyrir að þetta hafi kannski fyrst verið sett fram í gríni fór það samt svo að hún sótti um og fékk líka starf hér. Erfitt að fá vinnu við hjúkrun á Ítalíu Giulia lauk námi í hjúkrun frá háskólanum í Portenone í nóvember 2017 og kom hingað til lands í september 2018. Hún segir mjög erfitt að fá vinnu við hjúkrun á Ítalíu og starfið á vöknun er því fyrsta starfið hennar sem útlærður hjúkrunarfræðingur. En Giulia þekkir samt vel starf hjúkrunarfræðinga á Ítalíu og hún er spurð hver helsti munurinn sé á löndunum tveimur bæði hvað varðar hjúkrunarnámið og svo vinnuna á spítalanum. „Á Ítalíu byrjar fólk venjulega háskólanám strax eftir menntaskóla, þegar það er kannski 18 eða 19 ára. Hjúkrunarnámið er bara þrjú ár á Ítalíu og eftir grunnnámið er svo mögulegt að fara í meistaranám eða einhvers konar sérhæfingu. En fæstir gera það því það er engin trygging fyrir því að maður fái starf við það sem maður sérhæfir sig í og það er ekki heldur metið almennilega til launa. Stór hluti námsins fer fram á spítalanum þar sem nemar vinna fyrstu árin með leiðbeinanda en fara svo að vinna einir á þriðja ári. Nemarnir vinna á öllum deildum spítalans og kynnast þannig hjúkrunarstarfinu vel á meðan á náminu stendur.“ Spítalarnir á Ítalíu er opinberar stofnanir og því eru öll störf auglýst á landsvísu. Svo eru kannski hundruð umsækjenda um eina stöðu og það þarf að meta þá alla og taka svo viðtöl, að sögn Guiliu. „Þess vegna er erfitt að fá stöðu, það er kannski hægt að fá sex mánaða afleysingastörf en þess á milli er ekkert að hafa. Það er samt alveg sami skortur á hjúkrunarfræðingum þar og hér en á Ítalíu eru bara ekki nægir peningar í kerfinu til að ráða fleira starfsfólk. Það er því mikið um að ítalskir hjúkrunarfræðingar vinni í öðrum löndum. Launin eru líka mjög lág á Ítalíu, meira að segja í einkageiranum. Þar fær maður að hámarki um 230 þúsund í mánaðarlaun, að hámarki! Auðvitað er ódýrara að framfleyta sér þar, en það er ekki svona miklu ódýrara. Það er því ekki gerlegt að ætla að eignast húsnæði eða koma sér upp fjölskyldu á þessum launum,“ segir Giulia. Þrátt fyrir fjárskort á opinberum sjúkrahúsum á Ítalíu segir Giulia aðstöðuna hér heima og á Ítalíu vera svipaða. „Aðstaðan er svo til eins í báðum löndum og starfið er það sama. Maður getur auðveldlega gengið út úr vinnunni á Ítalíu og komið hingað að vinna. Það er ekki mikill munur á. Hér á landi eru starfshættir stundum svolítið gamaldags og mér virðist sem það taki langan tíma að breyta þeim. Á Ítalíu er mikið lagt upp úr að bæta verklagið og uppfæra, og ár hvert fara allir hjúkrunarfræðingar í endurmenntun svo allir séu með nýjustu verkferlana á hreinu.“ Að sögn Giuliu er vinnutíminn sá sami í báðum löndum, átta tíma vaktir, en stærsti munurinn er starfshlutfallið. „Hér er hægt að velja um mismunandi starfshlutfall en á Vinalegir og þolinmóðir sjúklingar á Íslandi Viðtal: Heiðrún Ólafsdóttir Viðtal við Giuliu Pozzobon 1933 Hjúkrunarkvennalög samþykkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.