Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 37
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 37 Ítalíu eru flestallir hjúkrunarfræðingar í 100% starfi. Það eru einstök undantekningartilfelli að fólk óski eftir hlutastarfi, kannski í kjölfar barneigna, en það er í mesta lagi einn eða tveir á hverri deild. Hérna eru flestir í 80% starfi nema við Christian, við vinnum fullt starf því við erum vön því hlutfalli. Vaktafyrirkomulagið er líka öðruvísi hér. Á Ítalíu er maður heima í tvo daga eftir næturvakt til að tryggja næga hvíld, en hér fær maður einn dag til að jafna sig og má svo fara aftur að vinna. Mér finnst erfitt að venjast þessu.“ Sjúklingarnir þolinmóðari hér en á Ítalíu En hvernig gengur að læra tungumálið og aðlagast íslensku samfélagi? „Tungumálið er mjög erfitt. Ég byrjaði að reyna að læra allt sem snýr að spítalanum og vinnunni. Mér gengur ágætlega að tala við hina hjúkrunarfræðingana og læknana en ég gæti ekki spjallað við þig um það sem ég gerði í gær. Ég er enn að læra að tala um venjulega hluti. Mér finnst auðvelt að tala íslensku á spítalanum. Ég tala alltaf íslensku við sjúklingana og þeir eru oftast mjög þolinmóðir þegar ég þarf að endurtaka mörgum sinnum það sem ég er að reyna að segja. Ég verð að vera viss um að segja það rétt, gefa réttar upplýsingar. Þetta getur verið erfitt, sérstaklega málfræðilega. Samstarfsfólkið hjálpar mér mjög mikið en svo er ég líka í íslenskunámi hjá Mími svo þetta kemur smám saman.“ Giulia er úr litlum bæ á ítalskan mælikvarða en hún segir þó vera meira líf þar en hér á Íslandi. „Lífið á Ítalíu er mjög frábrugðið því sem við höfum kynnst á Íslandi. Þar förum við mikið út og hittum vinina, borðum saman eða fáum okkur kaffi eða drykk. Hérna fer fólk bara út um helgar og þá niður í miðbæ til að djamma. Það er meiri samgangur á milli fólks á Ítalíu en hérna á Íslandi því hér eru flestir heima hjá sér eftir vinnu enda veðrið oft miklu verra. Fyrst um sinn gerðum við ekki mikið annað en að fara bara heim eftir vinnu. Nú erum við búin að kaupa okkur bíl svo við erum byrjuð að fara út úr bænum að skoða landið og bíðum spennt eftir sumarfríinu til að geta ferðast meira. En já, við erum ekkert öðruvísi en aðrir, held ég, horfum á sjónvarpið eða bíómynd. Við förum mikið í sund í Laugardalnum og okkur finnst það frábært. Ég fer stundum í bíó með vinnufélögunum. Við erum líka í smásambandi á Facebook við aðra Ítali sem búa hérna og til dæmis þegar við förum út úr bænum þá bjóðum við fólki að koma með til að nýta sætin. Það er mjög skemmtilegt,“ segir hún. Lífið í nýju landi getur reynt verulega á en það er sannarlega ekki allt slæmt við að starfa hér, að mati Giuliu. „Það var tekið afskaplega vel á móti mér þegar ég byrjaði. Allir voru mjög hjálpsamir og útskýrðu allt mjög vel fyrir mér. Ég er rosalega ánægð með samstarfsfólkið mitt. Sjúklingarnir eru líka betri hér. Þolinmóðari. Á Ítalíu eru sjúklingarnir oft reiðir af því að kerfið er ekki gott og þeir hafa kannski þurft að bíða lengi eftir aðgerð. Svo þeir eru stundum dónalegir við okkur. Hérna eru þeir vinalegri, þeir eru mjög þolinmóðir þó þeir skilji ekki strax hvað ég er að segja.“ Giulia er spurð hvort hún teldi það vera góða hugmynd fyrir íslenska hjúkrunarfræðinga að fara til starfa á Ítalíu. „Já, íslenskir hjúkrunarfræðingar gætu alveg gert það. Ítalskan er ekki eins erfið og íslenska. Íslenskir hjúkrunarfræðingar eru líka svo hlýir við sjúklingana sína að ég held að þeir myndu vera kærkomnir á ítalska spítala. Þeir mundu samt kannski ekki vera ánægðir með starfshlutfallið!“ Að endingu er Giulia spurð hvort hún haldi að hún muni mæla með þessari reynslu við ítalska hjúkrunarfræðinga þegar hún fer aftur til Ítalíu? „Já, ég geri það örugglega. Við erum núna í sambandi við leiðbeinandann okkar úr náminu og erum að byrja að vinna að því að skipuleggja Erasmus-skiptinám hingað til Íslands. Ítalskir nemar hafa verið að fara til Svíþjóðar, Englands og fleiri staða og það væri gaman ef Ísland bættist við. Við Christian stungum upp á þessu og það er líklegt að þetta verði að veruleika þó það kunni að taka tíma. Ég er annars ekki viss um að ég sé á leiðinni aftur heim til Ítalíu í bráð. Ég klára auðvitað samninginn minn svo ég verð alla vega hérna út september. En svo ætlum við að sjá til. Þetta hefur ekkert með Ísland að gera svo sem, en við þurfum að hugsa um hvað það kostar að lifa því okkur langar að stofna fjölskyldu og kaupa okkur húsnæði og við getum ekki gert það hér. Svo það er líklegast að við förum aftur til Cardiff, það er ódýrara að lifa þar.“ Christian og Giulia í fríi á Ítalíu. 1934 Hjúkrunarkvennalög samþykkt Hjúkrunarleyfi gefin út í fyrsta sinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.