Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 38
38 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Fljótlega eftir að ég hóf nám í hjúkrunarfræði tók ég að velta fyrir mér hugtakinu hjúkrun. Þær vangaveltur fylgdu mér í gegnum námið og eru mér enn ofarlega í huga tæpum tuttugu árum síðar. Í mínum huga er hugtakið margþætt og erfitt að festa á því eina skilgreiningu. Þannig hefur inntak þess dýpkað og tekið á sig nýjar myndir eftir því sem ég hef komið víðar við á starfsferlinum. Snemma varð hjúkrunarfræði meira en bara nám og starf fyrir mér heldur líka hvorutveggja áhugamál og lífssýn. Ein af meginástæðum þess að ég ákvað að læra hjúkrunarfræði voru endalausir möguleikar námsins. Hvort heldur sem mig langaði að ferðast til framandi landa og sinna þar þróunarhjálp eða starfa sem sjómaður við Íslandsstrendur þá sá ég að hjúkrunarfræðinámið fangaði flestalla þætti mannlegrar tilveru. Enda er oft sagt að hugmyndafræðin um heildræna nálgun sé hornsteinn hjúkrunar og hún gjarnan notuð til að lýsa sérstöðu greinarinnar. En með tilkomu aukinnar sérhæfingar í hjúkrun á hugtakið að mínu mati undir högg að sækja. Fagleg tilvistarkreppa í hjúkrun – gjá á milli klínískrar reynslu og fræðanna Eftir því sem leið á nám mitt og klínísk reynsla jókst skynjaði ég gjá á milli þess sem kennt var í fyrirlestrum og þess sem átti sér svo stað við klínískar aðstæður. Stundum var til staðar það sem kalla mætti eins konar skilningsleysi milli hjúkrunarfræðinga á klínískum vettvangi og þeirra sem kenndu fræðilegan hluta greinarinnar. Þegar bent var á þess konar misræmi var oft fátt um svör sem hjálpuðu til við að brúa bilið milli fræðanna og raunveruleikans. Tenginguna og samtalið vantaði, og hin heildræna nálgun varð að einhverju leyti óljós. Þetta birtist m.a. í því að í verknáminu átti ég samtal við hjúkrunarfræðinga sem mér fannst að væru að sinna hjúkrun á allt öðrum forsendum og höfðu aðrar hugmyndir um hjúkrun og tilgang sinn sem hjúkrunarfræðingar en þær hugmyndir sem ég var með og hafði verið kennt. Margt af því sem ég heyrði á klínískum vettvangi hafði neikvæð áhrif á mig og fékk mig til þess að efast um hjúkrun sem sjálfstæða fagstétt. Mér datt í hug að hjúkrunarfræðingar væru kannski fyrst og fremst aðstoðarmenn lækna, verkfæraverðir á skurðstofum, sætavísur á bráðamóttöku og jafnvel ritarar í svæfingu. Þessi tilvistarkreppa hafði þau áhrif á mig að ég hugleiddi að hætta í náminu í nokkur skipti. Með þessum hugleiðingum er ég ekki að fella áfellisdóm yfir námi í hjúkrunarfræði, hvorki klínísku né fræðilegu, því ég sat marga frábæra tíma þar sem hugmyndafræði hjúkrunar var vel kynnt og rædd frá ýmsum hliðum. En í grunninn náði ég ekki að tileinka mér kenningarnar og setja þær í samhengi við klínískan raunveruleika. Seinna meir, eftir að hafa rætt við marga samstarfsfélaga og fjölda nemenda, veit ég að fagleg tilvistarkreppa í hjúkrun er algengari en við höldum, og í þessu samhengi hefur fagstéttin verk að vinna. Hjúkrun á köflum ósýnileg og óáþreifanleg Við hjúkrunarfræðingar höldum því gjarnan á lofti okkar í milli hvað störf okkar skipta miklu máli. Ég er ekki viss um að almenningur og stundum samstarfsstéttir hjúkrunarfræðinga hafi í raun og veru skilning á því hvað hjúkrun skipti miklu máli, hvað þá að koma auga á mikilvægt framlag hjúkrunar. Hjúkrun er því miður á köflum ósýnileg, óáþreifanleg og í mörgum tilvikum er ávinningur hjúkrunar afar dulinn og það leiðir stundum til þess að aðrar heilbrigðisstéttir fá gjarnan hrósið þegar vel gengur með sjúklinginn. Hjúkrunarfræðingar koma víða við sögu í heilbrigðiskerfinu. Til að mynda leggst varla sjúklingur inn á sjúkradeild án þess að hjúkrunarfræðingur hafi með viðkomandi að gera. Lokanir á leguplássum sjúkrahúsa undirstrika þetta. Því er afar áhugavert að sjá þegar yfirlæknar eru í forsvari fyrir umræðu um skort á hjúkrunarfræðingum – því heyrast viðhorf okkar ekki meira í því samhengi? Þá hafa hjúkrunarfræðingar um árabil verið í forystu fyrir og haldið uppi þverfaglegri starfs- og símenntun heilbrigðisstarfsfólks, s.s. endurlífgun og herminámi svo eitthvað sé Skýr rödd – virkir þátttakendur Þorsteinn Jónsson sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala 19371935 Samningsréttur Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna viðurkenndur Nafni tímaritsins breytt í Hjúkrunarkvennablaðið 1935
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.