Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 39
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 39 Samningsréttur Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna viðurkenndur nefnt. En til hverra er oft leitað þegar starfs- og símenntun heilbrigðisstarfsfólks er til umfjöllunar? Inn í þetta fléttast að almenningur og stundum við sjálf – hjúkrunarfræðingar – vanmetum oft og tíðum veitta heilbrigðisþjónustu hjúkrunarfræðinga. Heilbrigðiskerfið er byggt upp á læknisfræðilegum forsendum og litast mjög af þeim viðhorfum, það er að segja ef sjúklingur glímir við lungnavandamál leggst hann inn á lungnadeild og svo framvegis. Þannig er hjúkrunarfræði stundum ruglað saman við læknisfræði enda fremur auðvelt að skilja hugtakið „lækning“. „Læknirinn læknar mig en hjúkrunar- fræðingurinn sér til þess að ég lifi af og komist á fætur“ Á mínu fræðasviði, sem er bráða- og gjörgæsluhjúkrun, er oft erfitt að útskýra hvort verið sé að stunda lækningar eða hjúkrun þegar verið er að sinna bráð- og alvarlega veikum sjúklingum. Ég hjúkraði eitt sinn gömlum manni og heyrði á tal hans við eitt barnabarn sitt þar sem sá ungi spurði afa sinn út í muninn á lækni og hjúkrunarfræðingi. Mér er minnisstætt hvernig afinn svaraði: „Jú, sjáðu til, læknirinn læknar mig en hjúkrunar- fræðingurinn sér til þess að ég lifi af og komist á fætur.“ Allt of oft er öðrum heilbrigðisstéttum hrósað fyrir vel útfærða hjúkrun eins og áður segir. Að hluta til er það okkur hjúkrunarfræðingum sjálfum að kenna því oft hef ég heyrt hjúkrunarfræðinga tala um að þeir hafi „læknað sjúklinginn“ þegar vel gengur að hjúkra bráðveikum sjúklingi. Orðræða skiptir máli og hefur áhrif. Hjúkrunarfræðingar stunda ekki lækningar – við hjúkrum. Engu að síður leiðir góð hjúkrun oft til þess að sjúklingum batnar, en það er ekki það sama og að hjúkrunarfræðingar séu að stunda lækningar. Ég vil ekki hallmæla samstarfsstéttum hjúkrunar en líklega væri auðvelt að reka fjölþætta sjúkrastofnun eingöngu með hjúkrunarfræðingum, en það sama er erfitt að ímynda sér um aðrar heilbrigðisstéttir. Mikilvægt að efla ímynd hjúkrunarfræði hjá okkur sjálfum Hvernig birtist hjúkrun okkur inn á við og út á við? Er hjúkrun mjúk, hljóðlát og falleg – jafnvel eins og lítið blóm úti í haga, samanber merki Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga? Á undanförnum árum hafa hjúkrunarfræðingar farið í fjölmörg átaksverkefni, hérlendis sem og erlendis, með það að markmiði að efla ímynd hjúkrunar út á við. Eitthvað minna hefur farið fyrir umræðu inn á við í þessu samhengi. Meginforsenda þess að almenningur skilji hjúkrun og viti út á hvað hún gengur er að við sjálf höfum af því skýra mynd. Við hjúkrunarfræðingar þurfum að vera duglegri við að vera sýnileg í samfélaginu, hafa skoðun á hlutum sem tengjast heilsu og veikindum, láta í okkur heyra um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, starfsumhverfi og margt fleira. Samhliða því verðum við einnig að huga vel að innviðum fagsins, vera framsækin og uppbyggileg en um leið gagnrýnin í garð fagsins. Hjúkrunarfræðingar þurfa að halda á lofti mikilvægi hjúkrunar í víðu samhengi og eigna sér þá þætti sem þeir eiga. Hjúkrun er án efa mikilvægasti hlekkurinn í allri heilbrigðisþjónustu. Verum öflug í að ræða hjúkrun – höfum skýra innri rödd og verum virkir þátttakendur í uppbyggingu og þróun heilbrigðiskerfisins – því hjúkrun skiptir máli. Sannkölluð vin í miðbæ Reykjavíkur Það eru um 160 starfsmenn starfandi á heimilinu, mikið er lagt upp úr skemmtilegu og notalegu umhver bæði fyrir starfsfólk og íbúa. Íbúar eru 81, allir íbúar hafa sitt eigið herbergi með baði. Þar búa líka skar og páfagaukar auk þess sem hundar koma reglulega í heimsókn. Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hárgreiðsla, fótaaðgerða og snyrtistofa, garðskáli, öugt félagsstarf, eldhús þar sem allur matur er eldaður fyrir heimilismenn og þvottahús sem sér um föt íbúa og starfsmannafatnað. Hjúkrunarheimili, Snorrabraut 58, 105 Reykjavík, Sími 414 9500 C M Y CM MY CY CMY K auglysing_A51_19.pdf 1 06/05/2019 11:09:05 „TIL AÐ MYNDA LEGGST VARLA SJÚKLINGUR INN Á SJÚKRADEILD ÁN ÞESS AÐ HJÚKRUNARFRÆÐINGUR HAFI MEÐ VIÐKOMANDI AÐ GERA“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.