Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 40
40 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur í heila öld verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa sterka málsvara. Formenn félagsins hafa sannarlega verið ólíkir einstaklingar, með mismunandi áherslur og framgöngu, en allir hafa þeir lagt sig fram í störfum sínum fyrir hjúkrunarfræðinga og félagið. Formaður í áratug Eins og gengur fylgja nýjum stjórnendum ýmsar breytingar. Svo varð þegar ég tók við formennsku í félaginu vorið 2003. Frá menntaskólaaldri hafði ég verið virk í félagsmálum og gjarnan verið í forystu. Ég vann fyrst fyrir Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga fljótt eftir brautskráningu úr hjúkrunarfræðinni og varð formaður kjaranefndar á Norðurlandi eystra. Þegar ljóst var að breytingar yrðu á formennsku í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga 1999 var skorað á mig að fara fram en hugur minn stefndi annað á þeim tíma. Áskoranirnar höfðu hins vegar ýtt við mér og kveikt neistann þannig að þegar aftur var ljóst að formannsskipti yrðu 2003 ákvað ég að slá til og gaf kost á mér til formennsku í félaginu. Formennskuárin mín urðu tíu. Á heilum áratug kynntist ég fjölmörgum hjúkrunarfræðingum og átti gott samstarf við þá flesta. Á þessum árum var, eins og alltaf, mikil umræða um laun hjúkrunarfræðinga, ábyrgð og álag í starfi. Einstakir hópar sögðu upp starfi sínu og yfirvofandi yfirvinnubann hjúkrunarfræðinga gerði gæfumuninn í samningum sem undirritaðir voru í júlí 2008. Þá var stutt í efnahagshrunið og uppgangsárin þar á undan hefðu sannarlega átt að skila hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum miklu. En uppgangurinn náði einhvern veginn lítið inn í opinbera heilbrigðiskerfið. Sem dæmi má nefna að síðla árs 2003 voru formenn stéttarfélaga boðaðir á fund hjá Landspítalanum vegna fjöldauppsagna sem þá þurfti að fara í vegna samdráttar sem boðaður var í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004. Úrsögn úr BHM Kjaramál hafa svo lengi sem ég man verið helsta baráttumál hjúkrunarfræðinga. Sérstaða stéttarinnar og mikilvægi þess að rödd hjúkrunarfræðinga heyrðist hátt og skýrt var eflaust undirrót þess að tillaga kom fram á aðalfundi félagsins 12. maí 2009 um að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga segði sig úr Bandalagi háskólamanna. Félagið var þá aftur orðið sjálfstætt og málflutningur hjúkrunarfræðinga sterkur. Í formannstíð minni lagði ég áherslu á að efla faghluta félagsins ekki síður en kjarahlutann. Lögum félagsins var breytt þannig að sérstök svið, kjarasvið og fagsvið, voru sett á fót. Námskeiðahald félagsins var styrkt til muna og samstarf við háskólana. Einnig fjölgaði fagdeildum mikið. Ég lagði líka áherslu á aukinn aðgang allra félagsmanna að ákvarðanatöku í félaginu. Stjórn félagsins var stækkuð þannig að hver svæðisdeild átti sinn fulltrúa í stjórninni. Fjarfundabúnaður var keyptur og nýttur til fundahalda og námskeiða. Vefsvæði félagsins var eflt með það fyrir augum að auka upplýsingastreymi til félagsmanna. Sá var einnig tilgangur fimmtudagspistla sem ég skrifaði vikulega í tæp fjögur ár. Að vera virkur þátttakandi í samfélagi kollega og þjóða er ekki aðeins nauðsynlegt hjúkrunarfræðingum eins og öðrum heldur einnig skylt. Við lærum hvert af öðru, fáum hugmyndir, miðlum reynslu, myndum góð sambönd og stofnum til ómetanlegrar vináttu. Í þessum anda var alþjóðastarf félagsins eflt og ráðinn sérstakur alþjóðafulltrúi. Miklar breytingar hafa orðið í heilbrigðisþjónustunni og á stöðu hjúkrunarfræðinga síðustu tæpu 20 árin. Með fjölgun sérfræðinga í hjúkrun, hjúkrunarmóttökum og aukinni teymisvinnu hefur sjálfstæði hjúkrunarfræðinga aukist og mikilvægi starfa þeirra orðið enn sýnilegra en áður. Breytt viðhorf Viðhorf kynslóða til samspils einkalífs og vinnu er þó líklega sá einstaki þáttur sem breyst hefur hvað mest á síðustu árum og áratugum. Eldri kynslóðirnar lifa til að vinna en þær yngri vinna til að lifa. Þessi viðhorfsbreyting er góð og við sem eldri erum ættum að taka yngri kynslóðirnar til fyrirmyndar í þessu eins og mörgu öðru. Framtíð hjúkrunar, hjúkrunarfræðinga og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er björt. Með góðri menntun, sterkri fagmótun, baráttuanda og samstöðu eru hjúkrunarfræðingum allir vegir færir. Sterkari í sjálfstæðu félagi FRÁ FYRRVERANDI FORMANNI Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2003-2013 1939 Þing SSN haldið á Íslandi 1937 Sumarhús að Reykjum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.